3. júlí 2023
Vikan framundan
- Í dag birtir Hagstofan talnaefni um fjölda starfandi samkvæmt skrám og staðgreiðsluskyldar greiðslur fyrir maí.
- Á þriðjudaginn birtir Hagstofan tölur úr skattaframtölum fyrir 2022, annars vegar um eignir og skuldir og hins vegar um tekjur.
- Á fimmtudag birtir Icelandair flutningstölur.
- Á föstudag birtir Play flutningstölur.
Mynd vikunnar
Skráðar gistinætur á fyrstu fimm mánuðum ársins voru 2,9 milljónir sem er mesti fjöldi sem mælst hefur. Fyrra metið var frá 2018 þegar skráðar gistinætur voru tæpar 2,6 milljónir. Íslendingar virðast vera töluvert duglegri að ferðast innanlands en þeir voru fyrir faraldur, en fjölgun gistinótta frá því fyrir faraldur er að mestu vegna fleiri gistinótta Íslendinga. Fjöldi gistinótta útlendinga er hins vegar mjög sambærilegur fjöldanum fyrir faraldur.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85% milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólgan úr 9,5% í 8,9%, eins og við spáðum. Þó ársverðbólgan hafi verið sú sama og við spáðum var þróun ýmissa undirliða önnur en við gerðum ráð fyrir. Liðirnir reiknuð húsaleiga, húsgögn og heimilisbúnaður, tómstundir og menning, og hótel og veitingastaðir hækkuðu meira en við spáðum, en á hækkuðu flugfargjöld til útlanda mun minna en við bjuggumst við. Framlag innfluttra vara, bensíns, innlendra vara og húsnæðis til ársverðbólgu lækkaði milli mánaða, en framlag þjónustu jókst.
- Hagdeild HMS birtu mánaðarskýrslu.
- Hagstofan birti þjóðhagsspá að sumri.
- Hagar og Ölgerðin birtu árshlutauppgjör.
- Seðlabankinn birti samkomulag við Íslandsbanka um að ljúka með sátt í máli vegna brota Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhluta ríkisins í bankanum. Í kjölfarið þá tilkynnti Kvika um slit á samrunaviðræðum við Íslandsbanka og bankastjóri Íslandsbanka óskaði eftir að láta af störfum.
- Alvotech tilkynnti til kauphallarinnar að lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hafi ákveðið að afgreiða ekki umsókn félagsins um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir líftæknilyfjahliðstæðuna AVT02.
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla, Arion banki lauk útboði á nýjum flokki sértryggðra skuldabréfa, Iceland Sefood lauk útboði á víxlum. Lánamál ríkisins birtu ársfjórðungsáætlun.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi umfjöllun og/eða samantekt er markaðsefni sem er ætlað til upplýsinga en felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningar eiga því ekki við, þar með talið bann við viðskiptum fyrir dreifingu. Umfjöllunin er unnin út frá opinberum upplýsingum frá aðilum sem Landsbankinn telur áreiðanlega, en bankinn getur ekki ábyrgst réttmæti upplýsinganna. Landsbankinn tekur enga ábyrgð á tjóni sem gæti hlotist af notkun upplýsinganna sem hér eru settar fram. Upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga eða -vísitalna sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef árangur byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga og -vísitalna má finna á vef Landsbankans, þ.m.t. um ávöxtun síðastliðinna 5 ára.Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra á vef Landsbankans. Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).Þú gætir einnig haft áhuga á

29. apríl 2025
Verðbólga mældist 4,2% í apríl og hækkaði úr 3,8% frá því í mars. Verðbólga var umfram okkar spá, einkum vegna þess að reiknuð húsaleiga og verð á matvörum hækkaði meira en við bjuggumst við.

28. apríl 2025
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti nýja efnahagsspá um páskana. Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa verið færðar niður og AGS telur að spenna í alþjóðaviðskiptum og veruleg óvissa komi til með að draga úr umsvifum í heimshagkerfinu.

28. apríl 2025
Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir aprílmánuð á morgun og við búumst við að verðbólga hækki tímabundið upp í 4%. Í vikunni fáum við fyrstu uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og fyrsta mat á hagvexti í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi.

23. apríl 2025
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021.

22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.

16. apríl 2025
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.

14. apríl 2025
Í síðustu viku birtum við hagspá til næstu ára þar sem við spáum 1,4% hagvexti í ár og um 2% hagvexti næstu árin. Ferðamönnum fækkaði um 13,8% milli ára í mars. Skráð atvinnuleysi í mars var 0,4 prósentustigum hærra en í mars í fyrra. Þau tíðindi bárust einnig að skuldabréfaeigendur ÍL-sjóðs hefðu samþykkt að breyta skilmálum bréfanna sem heimilar útgefanda að gera upp bréfin. Í þessari viku birtir svo HMS vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs.

10. apríl 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77% á milli mánaða í apríl og að verðbólga hækki úr 3,8% í 4,0%. Hækkunin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.

9. apríl 2025
Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og við teljum að nú fari það hægt af stað á ný.

7. apríl 2025
Í síðustu viku kynnti Bandaríkjaforseti umfangsmikla tolla á allan innflutning til landsins, þ. á m. 10% tolla á vörur frá Íslandi, sem hafa þegar tekið gildi. Fundargerð peningastefnunefndar var birt og þar kemur fram að nefndin taldi svigrúm til 0,25 eða 0,50 prósentustiga vaxtalækkunar við síðustu vaxtaákvörðun. Samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun er markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja hallalausan ríkisrekstur árið 2027.