Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hag­sjá: Tölu­verð verð­lækk­un á fast­eigna­mark­aði í fe­brú­ar

Samkvæmt tölum Þjóðskrár lækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1% milli janúar og febrúar. Verð á fjölbýli lækkaði um 1% og verð á sérbýli lækkaði um 1,2%. Horft yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,1% og verð á sérbýli um 4,8%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 3,7% sem er lægsta árshækkun frá því í maí 2011.
20. mars 2019

Samantekt

Samkvæmt tölum Þjóðskrár lækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1% milli janúar og febrúar. Verð á fjölbýli lækkaði um 1% og verð á sérbýli lækkaði um 1,2%. Horft yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,1% og verð á sérbýli um 4,8%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 3,7% sem er lægsta árshækkun frá því í maí 2011.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,15% milli mánaða í febrúar. Því er ljóst að raunverð fasteigna lækkaði heldur meira milli mánaða en sem nemur nafnverðslækkuninni. Horft yfir lengra tímabil þá hefur hófleg hækkun fasteignaverðs síðustu mánuði þó náð að halda nokkurn veginn í við þróun verðbólgunnar án fasteignakostnaðar. Því hefur raunverð íbúðarhúsnæðis verið nokkuð stöðugt og reyndar farið lítillega hækkandi fram til þessa. Raunverð íbúðarhúsnæðis var í sögulegu hámarki í janúar en lækkaði um rúmlega 1,1% í febrúarmánuði. Raunverð fór hæst í október 2007 fyrir hrun en lækkaði svo mikið. Það náði aftur sama stigi í apríl 2017 og hefur síðan hækkað um u.þ.b. 8%.

Árshækkun raunverðs er orðin hóflegri en áður. Þannig var raunverð fasteigna nú í febrúar um 1,5% hærra en í febrúar 2018. Hækkun raunverðs síðustu 12 mánuði er mun minni en árin tvö þar á undan. Samsvarandi tölur voru 11,4% fyrir febrúar 2018 og 20,2% fyrir febrúar 2017.

Viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í febrúar voru með svipuðum hætti og á síðustu mánuðum síðasta árs. Þannig voru viðskipti síðustu 3 mánuði um 4% fleiri en á sama tíma fyrir ári síðan. Viðskipti á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru einnig eilítið fleiri en að meðaltali á öllu árinu 2018, að meðaltali 626 í janúar og febrúar á móti 607 viðskipta meðalmánuði í fyrra.

Íslenskur fasteignamarkaður einkennist af  miklum sviptingum á tímum. Þannig muna margir eftir miklum verðhækkanatímabilum sem hófust á árinu 2002 (þó mest frá árinu 2004) og svo aftur í upphafi ársins 2006. Eins getur verðfall verið dramatískt, en fallið í raunverði frá árinu 2008 fram til 2010 var um 35%. Frá upphafi ársins 2016 fram á mitt ár 2017 hækkaði raunverð fasteigna um u.þ.b. 30% á sama tíma og launahækkanir voru sögulega mjög miklar.

Séu raunfasteignaverð og raunlaun borin saman kemur í ljós að fasteignaverðið hefur frekar haft vinninginn á síðustu árum. Frá upphafi ársins 2011 út árið 2014 breyttust raunfasteignaverð og raunlaun með svipuðum hætti. Þá tók fasteignaverð að hækka meira um hríð en svo unnu launin á. Frá vorinu 2016 fram á mitt ár 2017 hækkaði fasteignaverð hinsvegar verulega umfram laun þannig að það minnti á tímabilið eftir 2004. Frá miðju ári 2017, eða í rúmt eitt og hálft ár, hafa raunlaun og raunfasteignaverð hækkað með svipuðum hætti. Þetta stöðugaleikatímabil minnir dálítið á fyrrnefnt tímabil frá 2011-2014. Þannig má segja að jafnvægi hafi ríkt á milli fasteignaverðs og raunlauna í óvenjulega langan tíma, en þó á mun hærra raunverði en var á árunum 2011-2014.

Í nýlegri Hagsjá kom fram að um 1.500 nýjar íbúðir hafi verið settar á söluskrá á höfuðborgarsvæðinu seinni hluta ársins 2018 og að einungis hafi selst um 440 nýjar íbúðir á sama tíma. Það lítur því út fyrir að óseldar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu skipti hundruðum nú um stundir. Fari svo að slá þurfi af verði nýrra íbúða gæti það haft áhrif á verð eldri íbúða. Nafnverð íbúðarhúsnæðis er jafnan tregbreytanlegt niður á við og mætti því ætla að áhrifin af lækkun nýrra íbúða sköpuðu frekar kyrrstöðu í einhvern tíma í stað þess að verð lækki mikið. Verðlækkunin nú í febrúar kann að vera merki um þessa þróun, en það er þó varasamt að taka of mikið mið af einum mánuði.

Mikið óvissuástand einkennir íslenskt efnahagslíf áfram eins og síðustu vikur og mánuði. Hvað fasteignamarkaðinn varðar er það einkum óvissa um kjaramál og kjarasamninga sem skiptir máli. Þrátt fyrir alla umræðu um óvissu má segja að fasteignamarkaðurinn hafi lifað ágætu lífi síðustu mánuði og viðskipti haldið áfram með hefðbundnum hætti hvað fjölda viðskipta varðar, en verðþróunin er mun hægari en áður var.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Töluverð verðlækkun á fasteignamarkaði í febrúar (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki
17. nóv. 2025
Vikubyrjun 17. nóvember 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.
Seðlabanki Íslands
14. nóv. 2025
Spáum óbreyttum vöxtum þrátt fyrir sviptingar í efnahagslífinu
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.
13. nóv. 2025
Spáum 4,3% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Hverasvæði
10. nóv. 2025
Raungengi enn í hæstu hæðum
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.
10. nóv. 2025
Vikubyrjun 10. nóvember 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.
Byggingakrani og fjölbýlishús
6. nóv. 2025
Óvissa á íbúðamarkaði og takmarkaðar raunverðshækkanir í kortunum 
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.  
3. nóv. 2025
Mánaðamót 1. nóvember 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
3. nóv. 2025
Vikubyrjun 3. nóvember 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.  
Smiður
31. okt. 2025
Minnkandi spenna á vinnumarkaði og minni fólksfjölgun
Eftirspurn eftir vinnuafli hefur minnkað og dregið hefur úr hækkun launa. Atvinnuleysi hefur aukist smám saman og rólegri taktur í atvinnulífinu hefur endurspeglast í hægari fólksfjölgun. Kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og við teljum að þótt hægi á launahækkunum komi kaupmáttur til með að aukast áfram á næstu árum. Mikill kraftur er í neyslu landsmanna, kortavelta eykst sífellt og Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir.
Paprika
30. okt. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.