Hag­sjá: Sterk­ur vinnu­mark­að­ur á und­an­haldi – at­vinnu­leysi eykst

Skráð atvinnuleysi var 3,1% nú í febrúar samanborið við 2,1% í febrúar 2018. Í febrúar voru 6.157 manns á atvinnuleysisskrá sem þýddi 3,1% atvinnuleysi. Búist er við fjölda uppsagna í tengslum við gjaldþrot WOW air, og samkvæmt Vinnumálastofnun er talið að alls hafi um 1.600 manns fengið uppsagnarbréf í marsmánuði. Færu þeir allir á atvinnuleysisskrá myndi skráð atvinnuleysi strax fara upp í kringum 4%.
8. apríl 2019

Samantekt

Nýjustu niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar eru frá því í febrúar, þ.e. áður en nýjustu áföll dundu yfir vinnumarkaðinn. Samkvæmt niðurstöðum Hagstofunnar er áætlað að 200.700 manns hafi verið á vinnumarkaði í febrúar 2019, sem jafngildir 79% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 194.000 starfandi og 6.700 atvinnulausir. Atvinnuleysi var því 3,3% af mannafla, sem var mun meira en mánuðina þar á undan. Starfandi fólk var tæplega tvö þúsund fleira nú í febrúar en í febrúar 2018 og hafði fækkað um rúm sjö þúsund frá janúar 2019. Vinnuaflið dróst saman um tæplega sjö þúsund á milli janúar og febrúar.

Atvinnuþátttaka í febrúar var 79% en var 79,3% í janúar 2018, þannig að atvinnuþátttaka minnkaði um 0,3 prósentustig milli ára. Sé litið á 12 mánaða meðaltal dróst atvinnuþátttaka saman um eitt prósentustig frá febrúar 2018 til sama tíma 2019. Á þennan mælikvarða er atvinnuþátttaka nú svipuð og var í upphafi ársins 2015. Þá tók hún að aukast mikið en dróst síðan saman aftur á síðasta ári.

Vikulegar vinnustundir voru að jafnaði 37,2 stundir í janúar og hafði fækkað um 1,3 stundir á einu ári frá febrúar 2018. Sé miðað við 12 mánaða meðaltal var vinnutíminn í janúar 0,1 stund styttri en var í febrúar 2018 og hefur hann verið mjög stöðugur á þann mælikvarða allt síðasta ár.

Séu breytingar á fjölda starfandi og vikulegum vinnutíma teknar saman jókst vinnuaflsnotkun nær samfellt á árinu 2018. Aukningin milli ára var mikil frá ágúst til nóvember, nokkuð minni í desember, en jókst svo aftur í janúar 2019. Vinnuaflsnotkun minnkaði hins vegar verulega í febrúar miðað við febrúar árið áður, eða um 2,4%. Skýringuna á því er aðallega að finna í styttingu vinnutíma um 3,4% milli ára. Febrúar er þriðji mánuðurinn í röð sem vinnutími styttist milli ára. Aukning vinnuaflsnotkunar, eða fjölda unninna vinnustunda, er jafnan talin merki um gott gengi í hagkerfinu og virðist þessi stærð þegar hafa stefnt niður á við í febrúar. Sé litið á breytinguna milli febrúarmánaða 2018 og 2019 minnkaði vinnuaflsnotkun um 3,5%. Fjöldi starfandi jókst um 0,9% milli ára, en vinnustundum fækkaði um 3,4%.

Hér á landi eru til tvær mælingar á atvinnuleysi, hjá Hagstofu Íslands og hjá Vinnumálastofnun. Þessar mælingar eru ólíkar og gefa því mismunandi niðurstöðu. Niðurstöður Hagstofunnar byggja á mánaðarlegri úrtakskönnun þar sem fólk er spurt um stöðu sína. Tölur Vinnumálastofnunar sýna hversu margir eru skráðir atvinnulausir og njóta atvinnuleysisbóta. Tölur Hagstofunnar eru oftast hærri hvað fjölda varðar og í þeim eru líka mun meiri sveiflur milli mánaða. Á árinu 2017 var meðalatvinnuleysi í hverjum mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar 5.567 manns en 4.171 samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Samsvarandi tölur fyrir 2018 voru 5.600 hjá Hagstofunni og 4.643 hjá Vinnumálastofnun. Á árinu 2017 voru tölur Hagstofunnar 33% hærri en hjá Vinnumálastofnun en um 20% hærri 2018. Ætla má að munurinn á þessum tveimur aðferðum minnki eftir því sem skráða atvinnuleysið eykst.

Sé litið á 12 mánaða hlaupandi meðaltal hefur atvinnuleysi samkvæmt mælingum Hagstofunnar verið nokkuð stöðugt í næstum tvö ár. Tölur Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi hafa hins vegar hækkað nokkuð á síðustu mánuðum. Skráð atvinnuleysi var þannig 3,1% nú í febrúar samanborið við 2,1% í febrúar 2018. Í febrúar voru 6.157 manns á atvinnuleysisskrá sem þýddi 3,1% atvinnuleysi. Búist er við fjölda uppsagna í tengslum við gjaldþrot WOW air, og samkvæmt Vinnumálastofnun er talið að alls hafi um 1.600 manns fengið uppsagnarbréf í marsmánuði. Færu þeir allir á atvinnuleysisskrá myndi skráð atvinnuleysi strax fara upp í kringum 4%. Það er nokkuð ljóst að mikil óvissa um framgang kjarasamninga hefur haft áhrif á væntingar og stöðu mála á vinnumarkaði. Við óvissuna hafa síðan bæst ýmis neikvæð tíðindi eins og loðnubrestur, erfiðleikar á byggingamarkaði og gjaldþrot WOW air. Verði nýgerðir kjarasamningar samþykktir hverfur sú óvissa, en þá á eftir að sjá hver áhrif samninganna verða á stöðu fyrirtækjanna og atvinnustig.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Sterkur vinnumarkaður á undanhaldi – atvinnuleysi eykst (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Byggingakrani og fjölbýlishús
25. sept. 2023
Vikubyrjun 25. september 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst, samkvæmt gögnum sem HMS birti í síðustu viku. Vísitalan lækkaði þó nokkuð í júní og júlí og hækkunin kom því nokkuð á óvart. Í næstu viku ber hæst birting Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs á fimmtudag.
Fasteignir
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar lítillega og verðbólguspáin með
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. sept. 2023
Aukinn þjónustuútflutningur skýrist allur af vexti ferðaþjónustu
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Hverasvæði
18. sept. 2023
Vikubyrjun 18. september 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Bláa lónið
4. sept. 2023
Vikubyrjun 4. september 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
Fataverslun
31. ágúst 2023
Hægir á hagvexti og einkaneysla á mann dregst saman
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur