Hag­sjá: Korta­velta ferða­manna dregst sam­an

Færri ferðamenn komu til landsins um Leifsstöð í september en á sama tíma fyrir ári en dvalartími og meðaleyðsla hvers ferðamanns hefur hins vegar aukist.
7. nóvember 2019

Samantekt

Í september komu um 180 þús. ferðamenn til landsins um Leifsstöð og voru þeir 21% færri en í september fyrir ári síðan. Allt frá áramótum hefur verið stöðug fækkun á mánaðarlegum komum ferðamanna til landsins samanborið við sama mánuð árið áður og á fyrstu 9 mánuðum ársins komu 14% færri ferðamenn til landsins samanborið við fyrstu 9 mánuðina í fyrra.

Fækkun ferðamanna hefur auðvitað þau áhrif að erlend kortavelta hér á landi dregst einnig saman. Kortaveltan dróst saman um 10% í september samanborið við sama tíma í fyrra í krónum talið og um 16% sé litið til veltunnar miðað við fast gengi.

Ef heildarkortaveltu erlendra greiðslukorta er deilt niður á fjölda ferðamanna má áætla meðaleyðslu hvers ferðamanns. Miðað við þann mælikvarða eyddi hver ferðamaður um 119 þús. kr. í heimsókn sinni hér á landi í september sem er 14% meira en hver ferðamaður eyddi í september í fyrra í krónum talið. Gengið veiktist yfir tímabilið sem gerir það að verkum að kaupmáttur ferðmanna jókst og því gátu þeir eytt fleiri krónum án þess að vera að eyða meiru í sinni eigin mynt.

Hver ferðamaður sem kom hingað til lands í september dvaldi að meðaltali 5,4 nætur, óháð gististað, sem er heilli gistinótt lengur en meðal ferðamaðurinn dvaldi hér á landi í september í fyrra. Það kemur því ekki á óvart að meðalkortavelta ferðamanna hafi aukist þegar dvalartíminn lengist.

Ferðamenn virðast þó eyða minna á hvern dag eftir því sem dvölin verður lengri. Í september eyddi hver ferðamaður um 160 evrum á dag sem jafngildir 22 þús. kr. Fyrir ári síðan eyddi hver ferðamaður 183 evrum á dag sem jafngilti rúmum 23 þús. kr. Samdrátturinn í september varð meiri í evrum en í krónum sem skýrist af gengisveikingu krónunnar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Kortavelta ferðamanna dregst saman (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Bananar í verslun
28. feb. 2024
Verðbólga 6,6% og hjaðnar mun minna en búist var við
Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,33% milli mánaða í febrúar og við það hjaðnaði ársverðbólga lítillega, úr 6,7% í 6,6%. Janúarútsölur gengu hraðar til baka en oft áður og gjaldskrárhækkanir fyrir sorphirðu, holræsi og kalt vatn höfðu meiri áhrif til hækkunar en við höfðum spáð. Reiknuð húsaleiga hækkaði minna en við gerðum ráð fyrir, en flugfargjöld til útlanda hækkuðu þvert á spá okkar um lækkun á milli mánaða.
Vöruhótel
26. feb. 2024
Vikubyrjun 26. febrúar 2024
Á árunum 2010 til 2019 var samfelldur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd. Nokkur halli var árin 2020 og 2021 á meðan heimsfaraldurinn geisaði, en síðan hafa utanríkisviðskipti verið nokkurn veginn í jafnvægi.
Gata í Reykjavík
22. feb. 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkar áfram örlítið milli mánaða
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,4% á milli mánaða í janúar. Sérbýli hækkaði um 0,1% og fjölbýli um 0,4%. Raunverð íbúða er nokkurn veginn það sama og fyrir einu ári. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði á milli ára síðustu fjóra mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021.
Bátur
19. feb. 2024
Vikubyrjun 19. febrúar 2024
Nokkur breyting hefur orðið á samsetningu vinnumarkaðarins hér á landi frá árinu 1991. Stjórnendum, sérfræðingum, sérmenntuðu starfsfólki, þjónustu- og verslunarfólki hefur fjölgað verulega á sama tíma og skrifstofufólki, bændum og fiskveiðifólki hefur fækkað.
Peningaseðlar
15. feb. 2024
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 6,7% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% milli mánaða í febrúar og að ársverðbólga hjaðni úr 6,7% í 6,1%. Útsölulok munu hafa mest áhrif til hækkunar á milli mánaða í febrúar, samkvæmt spánni. Þá koma gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni inn í mælingar nú í febrúar. Lægri flugfargjöld til útlanda vega þyngst á móti hækkunum, gangi spáin eftir.
Flugvél
12. feb. 2024
Ferðamenn dvelja skemur og eyða færri krónum
Um 131 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í janúar. Þeir voru fleiri en í janúar í fyrra en færri en árin fyrir faraldur. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs var sá fjölmennasti frá upphafi.
Smiður
12. feb. 2024
Vikubyrjun 12. febrúar 2024
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs voru fleiri atvinnulausir á Íslandi en sem nam lausum störfum. Því var öfugt farið um mitt ár 2022 þegar spennan á vinnumarkaði var sem mest og fyrirtæki kepptust um starfsfólk. Þessi viðsnúningur er eitt merki þess að tekið sé að draga út spennu á vinnumarkaði, ekki síst vegna aukins peningalegs aðhalds.
Hús í Reykjavík
9. feb. 2024
Meirihluti útistandandi íbúðalána nú verðtryggður
Hátt vaxtastig hefur breytt samsetningu íbúðalána til heimila. Meirihluti útistandandi íbúðalána heimila er nú verðtryggður, en heimili hafa frá byrjun síðasta árs í auknum mæli fært sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð. Hrein ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða hafa aukist frá miðju síðasta ári en drógust nú saman milli mánaða í desember.
5. feb. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - janúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Mynt 100 kr.
5. feb. 2024
Vikubyrjun 5. febrúar 2024
Verðbólga hefur hjaðnað síðustu mánuði, en auk þess hefur hlutfall undirliða sem hafa hækkað um meira en 10% á undanförnum 12 mánuðum fækkað.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur