Hag­sjá: Húsa­leiga hækk­aði meira en kaup­verð íbúða milli 2017 og 2018

Leiguverð hækkaði meira en kaupverð íbúða milli 2017 og 2018. Leiguverð hækkaði um 8,3%, á meðan kaupverð íbúða hækkaði um 5,4%. Á tímabilinu 2011-2018 hefur leiguverð hækkað meira en kaupverð milli ára í þrjú skipti, en kaupverðið hefur hækkað meira fjórum sinnum. Alls hefur leiguverðið hækkað um 77,2% á þessum 7 árum og kaupverðið um 95,5%. Meðalhækkun kaupverðs á á ári þessu tímabili er því 10,1% og meðalhækkun leiguverðs 8,8%.
22. janúar 2019

Samantekt

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,7% í desember og hafði þá hækkað um 7,8% frá desember 2017. Á sama tíma hafði verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu einungis hækkað um 5,5%. Breytingar á leigu- og kaupverði fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu fylgdust nokkuð náið að allt frá árinu 2011 þegar farið var að birta vísitölu leiguverðs fram til ársins 2015. Frá þeim tíma fram á mitt ár 2017 dróst vísitala leiguverðs töluvert aftur úr vísitölu kaupverðs. Síðan þá hefur dregið saman með þessum stærðum og leiguverð hækkað töluvert meira en kaupverð íbúða, sérstaklega á seinni hluta síðasta árs.

Sé litið á breytingar milli 2017 og 2018 má sjá að leiguverð hækkaði meira, eða um 8,3%, á meðan kaupverð íbúða hækkaði um 5,4%. Á tímabilinu 2011-2018 hefur leiguverð hækkað meira en kaupverð milli ára í þrjú skipti, en kaupverðið hefur hækkað meira fjórum sinnum. Alls hefur leiguverðið hækkað um 77,2% á þessum 7 árum og kaupverðið um 95,5%. Meðalhækkun kaupverðs milli ára á þessu tímabili er því 10,1% og meðalhækkun leiguverðs 8,8%.

Vísitala leiguverðs er byggð á þinglýstum samningum um húsaleigu og er ætlað að sýna þau leiguverð sem eru í gangi hverju sinni. Fjöldi samninga er nokkuð breytilegur eftir mánuðum og því byggja mælingarnar á mistraustum grunni. Á myndinni hér til hliðar má t.d. sjá samanburð á þróun vísitölunnar og leiguverðs 3ja herbergja íbúða í vesturhluta Reykjavíkur, sem er einna stærsta svæðið í úrtakinu. Upphafs- og lokapunktarnir eru þeir sömu en sveiflurnar í leiguverði íbúða á þessu svæði eru mun meiri en í vísitölunni fyrir allar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Það er því ljóst að staða einstakra mánaða á einstökum svæðum getur verið mjög frábrugðin vístölu leiguverðs.

Markverður munur er á leiguverði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Leiguverð pr. m2 fyrir 2ja herbergja íbúðir er nær alls staðar töluvert hærra en á 3ja herbergja íbúðum, nema á Akureyri. Munur á leiguverði 2ja og 3ja herbergja íbúða var mestur á Suðurnesjum og á Suðurlandi, um 30%, en er að meðaltali um 20% á öllum svæðum.

Hæsta leiguverðið fyrir 2ja herbergja íbúðir var í Breiðholti og hæsta verðið fyrir 3ja herbergja íbúðir í austurhluta Reykjavíkur. Miðborg Reykjavíkur telst hér til vesturhlutans. Hátt leiguverð í Breiðholti vekur athygli, en sé tekið meðaltal síðustu 3ja mánaða ársins er leiguverð 2ja herbergja íbúða í Breiðholti það lægsta á höfuðborgarsvæðinu.

Hér er leiguverðið borið saman milli desembermánaða 2017 og 2018. Vísitala leiguverðs hækkaði um 7,8% á milli þessara tímapunkta. Mesta breyting á leiguverði á þessum tíma er 46% hækkun 2ja herbergja íbúða á Suðurnesjum og þar á eftir koma 2ja herbergja íbúðir í Breiðholti. Minnstu breytingarnar eru 12% lækkun á 3ja herbergja íbúðum á Suðurlandi og um 6% lækkun á 2ja herbergja íbúðum í vesturhluta Reykjavíkur og á Akureyri.

Eins og oft hefur verið undirstrikað í Hagsjám Hagfræðideildar er jafnan um að ræða mikla dreifingu á bak við meðaltöl ýmissa stærða á fasteignamarkaði. Þá eru einnig töluverðar sveiflur á milli mælinga í einstökum mánuðum. Þessar aðstæður eiga ekki síður við um leigumarkaðinn en kaup- og sölumarkaðinn.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Húsaleiga hækkaði meira en kaupverð íbúða milli 2017 og 2018 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fasteignir
24. mars 2025
Vikubyrjun 24. mars 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin var í takt við væntingar. Vísitala íbúðaverðs hélst nokkurn veginn óbreytt á milli mánaða í febrúar. Til samanburðar hækkaði verðið mun meira í febrúar í fyrra, um tæp 2%. Kortavelta landsmanna innanlands hélt áfram að aukast á milli ára í febrúar en jókst þó aðeins minna en undanfarna mánuði.
Ferðamenn
17. mars 2025
Vikubyrjun 17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.
Seðlabanki
13. mars 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,25 prósentustig
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.
13. mars 2025
Spáum verðbólgu undir 4% í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.
Flutningaskip
10. mars 2025
Vikubyrjun 10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Epli
27. feb. 2025
Verðbólga hjaðnar í 4,2%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur