Hag­sjá: Fast­eigna­verð sér­býla á Arn­ar­nesi – mikl­ar breyt­ing­ar milli 2016 og 2017

Ef þróun fermetraverðs á Arnarnesi er skoðað frá 2010 má sjá að sveiflurnar undanfarin ár eru ekkert einsdæmi heldur er venjulegt að mun meiri breytingar séu á fermetraverði milli ára þar en í öðrum hverfum. Þessar breytingar virðast þó ekki skýrast vegna stærð eða aldrurs sérbýlanna líkt og ætla mætti.
6. júní 2018

Samantekt

Í nýlegri Hagsjá mátti lesa að fermetraverð sérbýla á Arnarnesi hefur sveiflast meira en í öðrum hverfum. Verðið hækkaði t.a.m. um 48,0% milli áranna 2016 og 2017 sem var umtalsvert meiri hækkun en í öðrum hverfum höfuðborgasvæðisins. Breytingin var tæpum 22,2 prósentustigum meiri en hækkunin í Grafarvogi þar sem hækkunin var næst mest, eða 25,8%, og jafnaðist á við 2,3-falda meðalhækkun höfuðborgarsvæðisins. Töluvert minni munur var milli minnstu breytinganna sem voru í miðborginni, 11,2% og Grafarvogs, eða 14,6 prósentustig. Þróunin á Arnarnesi er gott dæmi um hversu mikið húsnæðisverð getur sveiflast á litlum svæðum.

Ef Arnarnes er borið saman við önnur hverfi á höfuðborgarsvæðinu má sjá að það er minnsta hverfið með einungis 13,5 seld sérbýli að meðaltali á ári á árunum 2016-2017. Á sama tíma var meðalfjöldi seldra sérbýla í öllum hverfum á höfuðborgarsvæðinu 74,0 og er því Arnarnesið einungis 18% af meðaltalinu.

Arnarnes hefur einnig þá sérstöðu að meðalstærð sérbýla þar er meiri en í öðrum hverfum. Meðalstærð á Arnarnesi 2016-2017 var 296 m2 sem var 36 fermetrum meira en það hverfi sem kom næst á eftir; Kórar, Hvörf og Þing. Á höfuðborgarsvæðinu var meðalstærði sérbýla 213 m2 og Arnarnesið því 83 fermetrum yfir því.

Ætla mætti að hluti af skýringunni fyrir miklum breytingum á fermetraverði síðustu ár liggi í því að stærri sérbýli hafi verið seld 2016 sem almennt lækkar fermetraverð. Raunin er önnur, en meðalstærð seldra sérbýla jókst milli áranna 2016 og 2017 og var aukningin mest á höfuðborgarsvæðinu, eða 46 m2. Að sama skapi mætti telja að meðalaldur sérbýla færi lækkandi þegar fermetraverð hækkar. Raunin var einnig önnur á Arnarnesi milli áranna 2016 og 2017. Meðalaldur sérbýlanna 2016 var 34 ár meðan meðalaldurinn var 44 ár árið 2017.

Sveiflurnar í fermetraverði á Arnarnesi skýrast meðal annars af smæð hverfisins. Eftir því sem hverfi er minna hafa einstakar sölur meira vægi. Að sama skapi geta verið meiri sveiflur í fermetraverði eftir því sem fasteignir eru stærri, vegna mismikilla gæða einstakra fasteigna. Því má vænta að árið 2016 hafi sérbýli í verra ástandi selst meðan árið 2017 hafi seldu sérbýlin verið í betra ástandi og því almennt búið yfir meiri gæðum. Telja má að þetta séu helstu ástæður þessara miklu breytingum á fermetraverði milli áranna 2016 og 2017.

Fermetraverð á Arnarnesi fór frá því að vera fjórða ódýrasta hverfið 2016 í að hafa næst hæsta fermetraverðið af 17 hverfum höfuðborgarsvæðisins 2017. Ef þróun fermetraverðs frá 2010 er skoðuð á Arnarnesi má sjá að sveiflurnar undanfarin ár eru ekkert einsdæmi heldur er venjulegt að meiri breytingar séu á fermetraverði milli ára þar en í öðrum hverfum.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fasteignaverð sérbýla á Arnarnesi – miklar breytingar milli 2016 og 2017 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur