Hag­sjá: Áfram merki um veik­ingu vinnu­mark­að­ar­ins

Atvinnuþátttaka í nóvember var 77,8% og hefur ekki verið jafn lág í einum mánuði síðan í september 2011. Atvinnuþátttaka er auðvitað háð hagsveiflunni hverju sinni og bent hefur verið á það í Hagsjám að minni atvinnuþátttaka kunni að fela í sér dulið atvinnuleysi. Meðal atvinnuþátttaka síðustu 12 mánaða var 81,1% í nóvember og hefur leitað nær stöðugt niður á við síðustu mánuði. Samsvarandi atvinnuþátttaka hefur ekki verið jafn lítil síðan í september 2013.
19. desember 2019

Samantekt

Samkvæmt niðurstöðum vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar er áætlað að um 201.300 manns hafi verið á vinnumarkaði í nóvember 2019, sem jafngildir 77,8% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 194.100 starfandi og 7.200 atvinnulausir. Starfandi fólki fækkaði um 8.100 milli mánaða og um 4.900 frá nóvember í fyrra. Atvinnulausum fækkaði hins vegar um 200 milli mánaða og fjölgaði um 1.300 frá nóvember í fyrra. Starfandi fólki fjölgaði mikið í uppsveiflu síðustu ára sem nú er að ljúka og virðist sem fjölgun starfandi fólks sé einnig að gefa eftir.

Eins og áður segir voru 7.200 manns atvinnulausir í nóvember samkvæmt vinnumarkaðskönnun, eða um 3,6% af vinnuafli. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru 8.279 manns á atvinnuleysiskrá í lok nóvember og hafði fjölgað um 579 frá lokum október.

Frá því í nóvember í fyrra hefur skráðum atvinnulausum fjölgað um 3.202 manns, eða um 63%. Atvinnulausum körlum hefur fjölgað um 1.937 (72%) og konum um 1.265 (53%).

Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða hefur verið mjög svipað síðustu mánuði, bæði á mælikvarða Hagstofunnar og Vinnumálastofnunar og var þannig 3,4% nú í nóvember.

Atvinnuþátttaka í nóvember var 77,8% og hefur ekki verið jafn lág í einum mánuði síðan í september 2011. Atvinnuþátttaka er auðvitað háð hagsveiflunni hverju sinni og bent hefur verið á það í Hagsjám að minni atvinnuþátttaka kunni að fela í sér dulið atvinnuleysi. Meðal atvinnuþátttaka síðustu 12 mánaða var 81,1% í nóvember og hefur leitað nær stöðugt niður á við síðustu mánuði. Samsvarandi atvinnuþátttaka hefur ekki verið jafn lítil síðan í september 2013.

Vikulegur vinnutími var að jafnaði 38,9 stundir í nóvember og hafði lengst um 0,9 stundir frá fyrra ári. Sé miðað við 12 mánaða meðaltal var vinnutíminn nú í nóvember 39 stundir sem er 0,1 stundum minna en í nóvember 2018. Vinnutími hefur smám saman verið að styttast frá árinu 2016.

Séu breytingar á fjölda starfandi og vikulegum vinnutíma teknar saman milli ára hefur vinnuaflsnotkun aukist nær samfellt allt frá árinu 2012. Frá nóvember 2018 fram til nóvember 2019 fækkaði starfandi fólki um 2,5% á meðan meðalvinnutími lengdist um 2,4%. Þetta felur í sér að vinnuaflsnotkun minnkaði um 0,1% milli ára. Á síðustu 12 mánuðum hefur breyting vinnuaflsnotkunar verið jákvæð í átta mánuðum og neikvæð í fjórum. Sé litið til þeirrar þróunar má því enn halda því fram að vinnumarkaðurinn sé í nokkuð góðu lagi.

Fyrr á árinu var reiknað með töluvert auknu atvinnuleysi eftir því sem liði á árið og að staða á vinnumarkaði myndi versna. Þróunin í þá átt hefur verið hægari en reiknað var með í upphafi.

Líklegt má telja að atvinnuleysi muni aukast eitthvað á næstu misserum, þó ekki eins mikið og reikna mátti með á tímabili.

Nýjustu niðurstöður Gallup könnunar fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svipaðar og var í síðustu könnun. 14% fyrirtækjanna búast við fjölgun starfsmanna á næstu sex mánuðum en 24% við fækkun. Sú niðurstaða bendir til þess að starfsmönnum viðkomandi fyrirtækja gæti fækkað um 0,5% á næstu sex mánuðum, eða um rúmlega 600. Horfurnar eru því áfram frekar neikvæðar hvað fjölda starfa varðar.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Áfram merki um veikingu vinnumarkaðarins (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ský
13. jan. 2025
Vikubyrjun 13. janúar 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur