Áfram mik­il hækk­un launa­vísi­tölu í októ­ber

Launavísitalan hækkaði um 0,5% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,6%, sem er svipaður árstaktur og verið hefur síðustu mánuði. Árshækkunartaktur launa hefur verið vel ofan við 7% allt frá því í október 2020 sem er töluvert hærra en hefur verið frá miðju ári 2017.
Smiður
24. nóvember 2021 - Hagfræðideild

Launavísitalan hækkaði um 0,5% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,6%, sem er svipaður árstaktur og verið hefur síðustu mánuði.

Launavísitalan hækkaði um 3,7% í janúar vegna  áfangahækkana í kjarasamningum og hefur hækkað nokkuð jafnt og þétt síðan. Hún hefur nú hækkað um samtals 7% á fyrstu tíu mánuðum ársins. Ekki hefur verið um almennar launahækkanir að ræða samkvæmt kjarasamningum síðan í janúar og kjarasamningsbundnar hækkanir verða næst í janúar 2022. Árshækkunartaktur launa hefur verið vel ofan við 7% allt frá því í október 2020 sem er töluvert hærra en hefur verið frá miðju ári 2017.

Verðbólga í október mældist 4,5% en árshækkun launavísitölunnar um 7,6%. Kaupmáttur launa jókst því um 3% þrátt fyrir óvenju mikla verðbólgu. Kaupmáttaraukning launa er því áfram nokkuð stöðug og mikil í sögulegu samhengi. Kaupmáttarvísitalan hefur lækkað eilítið frá því í janúar og var kaupmáttur launa í október 1% lægri en í janúar, en þá var kaupmáttur í sögulegu hámarki.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum milli ágústmánaða 2020 og 2021 sést að laun á almenna markaðnum hækkuðu um 6,3% á þessum tíma og um 11,3% á þeim opinbera; þar af 9,9% hjá ríkinu og 13,2% hjá sveitarfélögunum.

Opinberi markaðurinn hefur þannig verið leiðandi í launabreytingum á tímabilinu. Launastig er almennt lægra á opinbera markaðnum en á þeim almenna og því eðlilegt að kjarasamningsbundin krónutöluhækkun launa skili sér í hlutfallslega meiri hækkunum vegna áfangahækkana. Á þessu ári hefur  hluti hækkunarinnar á opinbera markaðnum komið til vegna vinnutímastyttingar, líkt og gerðist á almenna markaðnum í fyrra. Áhrif styttingar vinnutíma eru á hinn bóginn ekki metin inn í launavísitölu nema þau séu talin ígildi launahækkana.

Í nokkurn tíma hefur verið ljóst að mögulega myndu laun hækka vegna hagvaxtarauka í maí á næsta ári og myndu þær hækkanir koma til viðbótar launahækkunum 1. janúar nk. Þann 1. janúar 2022 munu taxtalaun hækka um kr. 25.000 á mánuði og öll önnur laun um kr. 17.250. Sé tekið mið af nýrri spá Seðlabankans um hagvöxt og fólksfjöldatölum Hagstofunnar má gera ráð fyrir að taxtalaun hækki svo aftur um kr. 8.000 þann 1. maí 2022 og öll önnur laun um kr. 6.000. Gangi spá Seðlabankans eftir má ætla að samsvarandi launahækkanir verði kr. 13.000 og 9.750 þann 1. maí 2023.

Í kjölfar síðustu stýrivaxtaákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabankans hefur umræða um launaþróun verið óvenju hvöss. Bæði seðlabankastjóri og einstakir nefndarmenn peningastefnunefndar hafa tekið sterkt til orða út af stöðunni og hefur þeim verið svarað fullum hálsi úr röðum samtaka launafólks.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Áfram mikil hækkun launavísitölu í október

Þú gætir einnig haft áhuga á
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur