Lista­safn Lands­bank­ans - Jó­hann­es S. Kjar­val

Mörg verk í Kjarvalssafni bankans teljast ótvírætt til lykilverka í sögu íslenskrar myndlistar. Hér fjallar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um listaverk eftir Kjarval sem eru í eigu bankans.
23. janúar 2020 - Landsbankinn

Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885—1972) var tvímælalaust sérstæðasti og ástsælasti myndlistarmaður Íslendinga á tuttugustu öld. Arfleifð hans er ákaflega umfangsmikil og fjölbreytt, og tekur til landslagsmynda, draumkenndra hugsýna og mannamynda sem oft og tíðum renna saman í eitt. Í hugsýnum sínum vann Kjarval framar öðru úr þjóðsagna- og skáldskapararfleifð þjóðarinnar og kenndi löndum sínum um leið að meta hrjóstruga náttúru íslenskra öræfa.

Þótt kalla megi Kjarval „íslenskastan“ allra listmálara, tók hann til handagagns og gerði að sínu ýmislegt úr ríkjandi myndlistarstefnum í útlöndum, t.d. frönskum impressjónisma og táknhyggju, kúbískri afbyggingu forma og fútúrískum tilraunum. Undirtónn allra þessara verka er yfirleitt dulúðugur, leitandi og persónulegur. Eitt helsta sýningarhús Reykvíkinga ber nafn Kjarvals og þar er jafnan að finna úrval verka hans. Tengsl listamannsins við Landsbankann voru ævinlega náin og í bankanum er að finna eitt besta safn verka hans í einkaeigu.

Hluti þessara verka, 24 talsins, var valinn til sýningar í útibúi Landsbankans í Austurstræti 11 sem var opnuð 13. janúar 2019, sú fyrsta í sýningarröð úr listasafni bankans sem hlotið hefur heitið Listasafn Landsbankans: Sýningarröð um menningararf.

Jóhannes Kjarval (Ljósmynd: Jón Kaldal).

Portrett af bankastjórum og veggmyndir

Það eru gildar ástæður fyrir því að hefja þessa sýningaröð úr listasafni Landsbankans á verkum Jóhannesar S. Kjarvals. Segja má að Landsbankinn og Kjarval séu nánast jafnaldrar. Listamaðurinn fæddist árið 1885, en á því ári litu dagsins ljós lög um Landsbanka Íslands. Eitt af fyrstu verkefnum Kjarvals eftir að hann sneri heim frá Danmörku um 1920 var síðan að mála portrettmyndir af fjórum fyrstu bankastjórum Landsbankans. Í kjölfarið var honum falið að gera veggmyndirnar miklu um útgerðarsögu landsmanna á annarri hæð nýbyggingarinnar sem reis í kjölfar miðbæjarbrunans 1915. Listamaðurinn lét sér annt um þær myndir alla tíð, og tók þær raunar til endurskoðunar á sjötta áratug síðustu aldar.

Fram á sín síðustu ár átti Kjarval regluleg samskipti við bankann, jafnt viðskiptaleg sem persónuleg, enda bjó hann um tíma í Austurstræti, gegnt bankanum. Hann naut lánafyrirgreiðslu þegar hann þurfti á að halda og seldi bankanum fjölda mynda þegar hann hagur hans stóð í blóma. Með tíð og tíma eignaðist Landsbankinn eitt stærsta einkasafn af verkum Kjarvals sem til er, alls rúmlega sjötíu verk.

Þjóðargersemar og glæsilegir „hausar“

Mörg verk í þessu Kjarvalssafni bankans teljast ótvírætt til lykilverka í sögu íslenskrar myndlistar og hafa raunar verið flokkuð sem þjóðargersemi af til þess bærum sérfræðingum. Veggmyndirnar um útgerðarsögu Íslendinga, einkum og sér í lagi sá hluti þeirra sem nefnist Fiskstöflun, eru einstakar í sögu opinberra listaverka á Íslandi, bæði hvað varðar efnistök og tækni. Portrett Kjarvals af Birni Kristjánssyni bankastjóra, gert í anda Edvards Munch, er meðal fyrstu markverðu portrettmynda eftir Íslending. Fjárbóndinn, mynd sem lengi verið hefur utanlands, og þar með utan seilingar, verður sömuleiðis að teljast meðal glæsilegustu portrettmynda af íslenskum sveitahöfðingja. Einnig á Landsbankinn andlitsteikningar sem jafnast á við bestu „hausana hans Kjarvals“ frá þriðja áratugnum og nokkrar landslagsmyndir listamannsins hafa verið eftirsóttar þegar haldnar hafa verið yfirlitssýningar á verkum hans, innanlands sem utan.

Loks má nefna úrvalsverkið Hvítasunnudagr, sem keypt var til bankans snemma á þessari öld við sögulegar kringumstæður, en það telja margir að varpi nýju ljósi á myndlistarlega þróun og hugmyndaheim Kjarvals á öðrum áratug tuttugustu aldar. Þau verk sem hér hafa verið nefnd, og nokkur önnur til viðbótar, eru hryggjarstykkið í þessari sýningu Landsbankans á listaverkakeign sinni. Í kjölfarið verður síðan kappkostað að sýna með reglulegu millibili helstu verk íslenskra myndlistarmanna í eigu bankans frá upphafi og til nútíðar.

Aðalsteinn Ingólfsson er listfræðingur og sýningarstjóri sýningaraðarinnar.

Fjórar myndir eftir Kjarval

Hér má sjá 4 af myndum Kjarvals sem eru í eigu bankans. Efst t.v. er Sjálfsmynd, við hliðina á henni er Fjárbóndinn, Hvítasunnudagr er neðst til vinstri og loks er Bænin mun aldrei bresta þig.

Þú gætir einnig haft áhuga á
24. maí 2023

Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?

Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023

Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku

Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Krani með stiga
21. mars 2023

Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera

Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023

Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023

Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023

Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum

Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Strönd
21. des. 2022

Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni

Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
Landslag
15. des. 2022

Sjálfbærni er framtíðin – þrátt fyrir erfiða fæðingu

Eftirlit með fjárfestingum sem tengjast umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS, e. ESG) er að aukast um allan heim. Það gildir jafnt um Bandaríkin, Evrópusambandið og alþjóðlegu samtökin IFRS sem fást við reikningsskilastaðla.
Jólaköttur
13. des. 2022

Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn

Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu.
Barn í jólaglugga
9. des. 2022

Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur