Fréttir

Fyrsta al­þjóð­lega lofts­lags­mæl­in­um fyr­ir banka hleypt af stokk­un­um

Alþjóðlegi loftslagsmælirinn PCAF Standard, sem Landsbankinn hefur tekið virkan þátt í að þróa, var kynntur í dag á vegum verkefnisins Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF).
18. nóvember 2020

Loftslagsmælirinn gerir bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum kleift að mæla og greina frá losun gróðurhúsalofttegunda frá lána- og fjárfestingarstarfsemi sinni. Hann markar ákveðin þáttaskil í sjálfbærnivinnu fjármálafyrirtækja því samræmdan staðal og viðmið hefur hingað til skort til að mæla þessi óbeinu umhverfisáhrif þeirra.

Landsbankinn hefur undanfarið ár, einn íslenskra banka, tekið þátt í þróun loftslagsmælisins með 15 öðrum fjármálafyrirtækjum víðsvegar að úr heiminum. Má þar nefna Morgan Stanley, Bank of America og Amalgamated Bank í Bandaríkjunum og hollensku bankana ABN AMR, Robeco og FMO, auk ýmissa hagsmunaaðila. Nú þegar eru 86 fjármálafyrirtæki aðilar að verkefninu.

Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum segir: „Útgáfa PCAF loftslagsmælisins gerir fjármálafyrirtækjum kleift að mæla kolefnislosun eignasafns síns á vísindalegan og samræmdan hátt. Landsbankinn vill þekkja raunverulega losun lána- og eignasafns síns og getur núna hafið vinnu við þær mælingar af krafti. Þegar niðurstöður liggja fyrir verða þær birtar reglulega svo að fjárfestar og aðrir haghafar bankans sjái hver raunveruleg losun safnsins er og hvernig hún þróast. Þetta munu verða lykilupplýsingar í samanburði fjármálafyrirtækja í náinni framtíð.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fjármálamót Hvernig stækkað ég fyrirtækið mitt
14. feb. 2025
Hvernig stækka ég fyrirtækið mitt? Opinn fundur á Akureyri 20. febrúar
Á opnum fundi Landsbankans næstkomandi fimmtudag, 20. febrúar kl. 16.30, ætla eigendur og stjórnendur þriggja fyrirtækja á Akureyri og í Eyjafirði fjalla um hvernig þeir stækkuðu sín fyrirtæki og hvaða áskoranir þeir tókust á við á þeirri vegferð.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Landsbankinn
6. feb. 2025
Engar lokanir lengur vegna veðurs
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Landsbankinn
5. feb. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að kvöldi miðvikudags 5. febrúar frá kl. 21.30 til 23.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
4. feb. 2025
Morgunfundur um fjármögnun og uppbyggingu innviða
Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins heldur morgunfund fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála.
Landsbankinn
4. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn lokuð snemma á miðvikudagsmorgun
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni miðvikudagsins 5. febrúar frá kl. 06.00 til 07.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Dagatal Landsbankans 2025 sýning
3. feb. 2025
Sýning á dagatalsmyndunum – listamannaspjall 3. febrúar
Myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans í ár eru nú til sýnis í Landsbankanum Reykjastræti 6. Stefán „Mottan“ Óli Baldursson, sem málaði myndirnar, verður í bankanum mánudaginn 3. febrúar, frá kl. 13-15.30, og þar verður hægt að spjalla við hann um myndirnar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur