Er úti­lokað að eign­ast fyrstu fast­eign?

Á síðustu árum hefur sú skoðun verið áberandi í umræðu um fasteignamarkað að nú sé mun erfiðara fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu fasteign en áður var.
Skólavörðustígur í Reykjavík
19. janúar 2017

Sé litið til baka er sannleikurinn líklega sá að það hefur alltaf verið erfitt fyrir ungt fólk að eignast íbúð, nema helst á árunum fyrir hrun, en þá var aðgangur að tiltölulega ódýru fjármagni mjög auðveldur. Fjármagnskostnaður lækkaði þá mikið og lánshlutföll voru sögulega mjög há, eða 90-100%, enda tóku margir stökkið til þess að kaupa sína fyrstu fasteign þá.

Allir þekkja söguna um hrunið. Skyndilega breyttust allar forsendur og margir lentu í miklum erfiðleikum með að standa í skilum og misstu jafnvel íbúðir sínar. Í kjölfarið voru reglur um lán til fasteignakaupa hertar mikið. Lánshlutföll voru lækkuð miðað við það sem áður var, krafa um eigið fé við kaup var hert verulega og þá varð erfiðara en áður að komast í gegnum greiðslumat til þess að fá fasteignalán.

Allt bitnaði þetta illa á fólki með lágar tekjur og ungu fólki sem ekki hefur haft tækifæri til að safna nógu miklu eigin fé til þess að geta ráðist í fasteignakaup. Allt frá hruni hefur verið litið á það sem algild sannindi að ungt fólk ráði yfirleitt ekki við að kaupa húsnæði.

Þjóðskrá safnar upplýsingum um fyrstu fasteignakaup

Þjóðskrá Íslands birtir reglulega tölur um hversu margir eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þannig er hægt að sjá hversu stór hluti fyrstu kaupendur eru af kaupendahópnum hverju sinni. Nú er ekki sjálfgefið að allir þeir sem kaupa fyrstu íbúð sé ungt fólk, en það er samt mjög líklegt að ungt fólk sé stærstur hluti fyrstu kaupenda.

Línurit fyrstu kaup fasteigna sem hlutfall af viðskiptum

Á árinu 2008 voru fyrstu kaup yfirleitt lítill hluti viðskipta, t.d. undir 10% á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, þar sem viðskiptin eru einna mest. Fyrstu kaup á Norðurlandi eystra voru mun stærra hlutfall af viðskiptum. Á fyrstu 3 ársfjórðungum ársins 2016 voru fyrstu kaup 27-29% viðskipta á Suðurnesjum og Norðurlandi eystra og 23% á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu kaupum hefur þannig ekki einungis fjölgað, heldur hefur þeim fjölgað hlutfallslega mikið.

Sé litið á landið allt kemur sama mynd í ljós. Ef staðan á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2016 er borin saman við meðaltal áranna 2008-2015 sést að hlutfall fyrstu kaupa er allsstaðar mun hærra en meðaltal áranna á undan. Þróunin er allsstaðar sú sama.

Súlurit fyrstu kaup sem hlutfall af viðskiptum

Er stuðningur foreldra forsenda fyrir fasteignakaupum?

Það er því ljóst að ungt fólk hefur verið að eignast sínar fyrstu fasteignir á síðustu árum og virkni þess á markaðnum hefur aukist töluvert með árunum. Því miður eru tölur um fyrstu kaup ekki til nema frá árinu 2008 og því ekki hægt að gera samanburð við önnur tímabil.

Þessi niðurstaða stangast nokkuð á við þá skoðun að ungt fólk geti ekki eignast fasteignir og vekur líka upp margar spurningar. Það t.d. má spyrja hvort ungt fólk geti almennt gert þetta hjálparlaust eða fær það stuðning frá foreldrum eða öðrum ættingjum? Í beinu framhaldi af því má einnig spyrja hvort það sé fyrst og fremst ungt fólk úr betur stæðum fjölskyldum sem á möguleika á að kaupa húsnæði? Spurningarnar eru fleiri en margar þeirra snúast um hvort núverandi fyrirkomulag á íbúðalánamarkaði sé að auka aðstöðumun milli hópa.

Tengt efni

Ari Skúlason: Miklu munar á leiguverði eftir hverfum og landshlutum

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Hjón úti í náttúru
12. mars 2024
Það gæti borgað sig að spara í sjóðum ef þú færð greiðslur frá TR
Þau sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins hafa mörg hver rekið sig á að fjármagnstekjur umfram ákveðna fjárhæð geta skert greiðslurnar. Það er eðlilegt að spyrja sig hvaða leiðir séu bestar fyrir sparnaðinn, sérstaklega eftir að vextir tóku að hækka, og hvernig best er að haga sparnaði með tilliti til fjármagnstekna.
Verðbréfasíða í netbanka
24. jan. 2024
Viltu ná árangri með eignadreifingu?
Okkur er oft ráðlagt að dreifa eignum okkar til þess að draga úr sveiflum. Viðkvæðið „ekki setja öll eggin í sömu körfuna“ stendur fyrir sínu, en með því að dreifa áhættunni getum við varið okkur gegn ófyrirséðu tapi af stökum fjárfestingum.
18. jan. 2024
Hvernig er fjármálaheilsan?
Við upphaf nýs árs er mjög algengt að fólk byrji í heilsuátaki, enda oft ekki vanþörf á eftir margra vikna sykurát og óhóflega neyslu á mat og drykk. Það er upplagt að nota tækifærið til að velta líka fyrir sér fjármálaheilsunni og setja sér markmið um að bæta fjármálin.
16. jan. 2024
Hægt að spara stórfé með því að leggja bílnum
Svigrúmið til að skera niður föst útgjöld heimilisins þannig að virkilega muni um er oft lítið. Eitt liggur þó betur við höggi en flest annað, nefnilega hinn rándýri einkabíll!
Verðbréf í appi
4. jan. 2024
Þetta er gott að vita áður en þú kaupir í sjóði
Fjárfesting í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum er vinsæl leið til að ávaxta sparifé. Ef þú ert að velta fyrir þér að setja sparnaðinn þinn, eða hluta af honum, í sjóð er gott að þekkja nokkur lykilhugtök.
20. des. 2023
Hvað á að borga fyrir barnapössun?
Stundum þurfa foreldrar að skreppa eða geta ekki sótt börn á réttum tíma vegna vinnu eða náms. Frí í skólum eru líka lengri en sumarfrí foreldra og sumarnámskeið eru yfirleitt styttri en vinnudagur. Því þarf stundum að redda pössun. En hvað á að borga á tímann fyrir barnapössun?
Rafræn greiðsla
10. nóv. 2023
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-44% ársvöxtum. Og það er slatti!
2. nóv. 2023
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur