Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Er úti­lok­að að eign­ast fyrstu fast­eign?

Á síðustu árum hefur sú skoðun verið áberandi í umræðu um fasteignamarkað að nú sé mun erfiðara fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu fasteign en áður var.
Skólavörðustígur í Reykjavík
19. janúar 2017

Sé litið til baka er sannleikurinn líklega sá að það hefur alltaf verið erfitt fyrir ungt fólk að eignast íbúð, nema helst á árunum fyrir hrun, en þá var aðgangur að tiltölulega ódýru fjármagni mjög auðveldur. Fjármagnskostnaður lækkaði þá mikið og lánshlutföll voru sögulega mjög há, eða 90-100%, enda tóku margir stökkið til þess að kaupa sína fyrstu fasteign þá.

Allir þekkja söguna um hrunið. Skyndilega breyttust allar forsendur og margir lentu í miklum erfiðleikum með að standa í skilum og misstu jafnvel íbúðir sínar. Í kjölfarið voru reglur um lán til fasteignakaupa hertar mikið. Lánshlutföll voru lækkuð miðað við það sem áður var, krafa um eigið fé við kaup var hert verulega og þá varð erfiðara en áður að komast í gegnum greiðslumat til þess að fá fasteignalán.

Allt bitnaði þetta illa á fólki með lágar tekjur og ungu fólki sem ekki hefur haft tækifæri til að safna nógu miklu eigin fé til þess að geta ráðist í fasteignakaup. Allt frá hruni hefur verið litið á það sem algild sannindi að ungt fólk ráði yfirleitt ekki við að kaupa húsnæði.

Þjóðskrá safnar upplýsingum um fyrstu fasteignakaup

Þjóðskrá Íslands birtir reglulega tölur um hversu margir eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þannig er hægt að sjá hversu stór hluti fyrstu kaupendur eru af kaupendahópnum hverju sinni. Nú er ekki sjálfgefið að allir þeir sem kaupa fyrstu íbúð sé ungt fólk, en það er samt mjög líklegt að ungt fólk sé stærstur hluti fyrstu kaupenda.

Línurit fyrstu kaup fasteigna sem hlutfall af viðskiptum

Á árinu 2008 voru fyrstu kaup yfirleitt lítill hluti viðskipta, t.d. undir 10% á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, þar sem viðskiptin eru einna mest. Fyrstu kaup á Norðurlandi eystra voru mun stærra hlutfall af viðskiptum. Á fyrstu 3 ársfjórðungum ársins 2016 voru fyrstu kaup 27-29% viðskipta á Suðurnesjum og Norðurlandi eystra og 23% á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu kaupum hefur þannig ekki einungis fjölgað, heldur hefur þeim fjölgað hlutfallslega mikið.

Sé litið á landið allt kemur sama mynd í ljós. Ef staðan á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2016 er borin saman við meðaltal áranna 2008-2015 sést að hlutfall fyrstu kaupa er allsstaðar mun hærra en meðaltal áranna á undan. Þróunin er allsstaðar sú sama.

Súlurit fyrstu kaup sem hlutfall af viðskiptum

Er stuðningur foreldra forsenda fyrir fasteignakaupum?

Það er því ljóst að ungt fólk hefur verið að eignast sínar fyrstu fasteignir á síðustu árum og virkni þess á markaðnum hefur aukist töluvert með árunum. Því miður eru tölur um fyrstu kaup ekki til nema frá árinu 2008 og því ekki hægt að gera samanburð við önnur tímabil.

Þessi niðurstaða stangast nokkuð á við þá skoðun að ungt fólk geti ekki eignast fasteignir og vekur líka upp margar spurningar. Það t.d. má spyrja hvort ungt fólk geti almennt gert þetta hjálparlaust eða fær það stuðning frá foreldrum eða öðrum ættingjum? Í beinu framhaldi af því má einnig spyrja hvort það sé fyrst og fremst ungt fólk úr betur stæðum fjölskyldum sem á möguleika á að kaupa húsnæði? Spurningarnar eru fleiri en margar þeirra snúast um hvort núverandi fyrirkomulag á íbúðalánamarkaði sé að auka aðstöðumun milli hópa.

Tengt efni

Ari Skúlason: Miklu munar á leiguverði eftir hverfum og landshlutum

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fasteignir
15. apríl 2025
Ætti ég að festa vextina á íbúðaláninu mínu?
Stýrivextir Seðlabankans eru í dag 7,75% en þeir fóru lægst í 0,75% í nóvember 2020. Stýrivextir byrjuðu að hækka í maí 2021 og fóru þeir hæst í 9,25% árið 2023 og voru þeir óbreyttir til október 2024 þegar stýrivextir byrjuðu að lækka.
Íbúðahús
15. apríl 2025
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
Stúlkur á hlaupahjólum
9. apríl 2025
Hvað á ég að gera við fermingarpeninginn?
Í gamla daga voru fermingargjafir oft hlutir sem áttu að tákna að nú væru fullorðinsárin að hefjast – pennar, ljóðasöfn eða orðabækur, armbandsúr eða flottar ferðatöskur. Það er enginn í vandræðum með að setja á sig úrið og fletta bókunum, en hvað áttu að gera ef þú færð peninga?
Mæðgin
4. apríl 2025
Hvaða rétt og skyldur hafa foreldrar þegar kemur að peningum barna?
Það dýrmætasta sem við eigum er að sjálfsögðu börnin okkar, ekki peningar. Öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að tryggja börnunum farsæla framtíð og heilbrigð fjármál eru eitt af því sem mynda grunninn að henni. En hverjar eru skyldur okkar í þeim efnum – og réttindi? 
26. nóv. 2024
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Rafræn greiðsla
20. nóv. 2024
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-40% ársvöxtum. Og það er slatti!
Fjölskylda úti í náttúru
18. nóv. 2024
Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna íbúðalánið?
Það er alltaf skynsamlegt að hafa á hreinu hvaða kjör eru á íbúðaláninu þínu og kanna reglulega hvort það gæti verið hagstætt að skipta um lánsform eða lánveitanda. Með því að endurfjármagna getum við oft sparað okkur háar fjárhæðir.
24. okt. 2024
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að fara reglulega yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort við séum að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?