Útibúin verða lokuð 24. október vegna kvennaverkfalls

Landsbankinn leggur áherslu á jafnrétti og fjölbreytni. Við höfum unnið markvisst að því að jafna kjör og skapa vinnustað þar sem allt starfsfólk nýtur virðingar og hefur jafnan aðgang að tækifærum. Við viljum líka hafa jákvæð áhrif á samfélagið og stuðla að farsælli framtíð. Á þessu kvennaári höfum við nýtt tækifærið til að vinna enn frekar að þessum málefnum með því að:
- Vera bakhjarl UN Women 2025
- Endurskoða jafnréttisstefnu bankans og færa hana inn í mannauðsstefnuna
- Auka fjölda og fjölbreytileika fræðsluerinda um jafnrétti og fjölbreytni
- Tefla konum fram á listasýningu bankans á Menningarnótt og styrkja listaverkavefinn með sérstakri kvennasíðu
Fjölmörg félagasamtök standa að baki kvennaverkfallinu 24. október 2025 og hvetja konur og kvár til að leggja niður störf eins og gert var með svo eftirminnilegum hætti þegar fyrst var boðað til kvennafrís árið 1975.
Þar sem meirihluti starfsfólks í útibúum eru konur sem ætla að taka þátt í kvennaverkfallinu verða útibú bankans lokuð á föstudaginn. Þá verður færra starfsfólk í Þjónustuverinu en vanalega. Hægt er að hafa samband við okkur í síma 410 4000, í netspjallinu eða með tölvupósti.
Við minnum líka á appið og netbankann þar sem hægt er að ljúka nánast öllum bankaerindum.









