Mannauðsstefna

Hringur mannauðsstefnu

Mannauð­ur­inn er lyk­ill­inn að traust­um banka

Okk­ur er um­hug­að um vel­ferð og vellíð­an starfs­fólks og leggj­um áherslu á gagn­kvæmt traust og sveigj­an­leika þar sem þarf­ir einka­lífs og vinnu fara sam­an.

Mannauðsstefnan

Landsbankinn er eftirsóttur vinnustaður. Við leggjum áherslu á að skapa skemmtilegan vinnustað þar sem heilbrigð liðsheild þrífst við jákvæða og árangursdrifna menningu. Okkur er umhugað um velferð og vellíðan starfsfólks og leggjum áherslu á gagnkvæmt traust og sveigjanleika þar sem þarfir einkalífs og vinnu fara saman. Þekking, metnaður og kraftur starfsfólks er lykillinn að traustum banka fyrir farsæla framtíð.

Menning

Við berum sameiginlega ábyrgð á árangri og starfsánægju á vinnustaðnum. Vinnustaðamenning okkar er í stöðugri þróun og starfsfólk er meðvitað um ábyrgð á eigin þekkingu og vexti. Við leggjum ríka áherslu á fagleg vinnubrögð og að nýtt starfsfólk fái góðar móttökur, nauðsynlegar upplýsingar og góðan aðbúnað til að sinna starfi sínu vel.

Starfsmaður

Umhverfi

Okkur er umhugað um að starfsemin sé árangursrík og skilvirk og leggjum því áherslu á gagnkvæman sveigjanleika þar sem þarfir einkalífs og starfs fara saman. Aðbúnaður og aðstaða er eins og best verður á kosið og við nýtum snjallar lausnir til að koma til móts við starfsfólk sem hefur kost á að nýta sér ólíkar starfsstöðvar.

Starfsfólk við tölvu

Velferð

Til að starfsfólk geti sinnt starfi sínu vel og veitt viðskiptavinum bankans bestu þjónustu sem völ er á þarf starfsumhverfið að vera hvetjandi, styðjandi og stuðla að velferð og vellíðan í vinnu. Öflug og traust liðsheild sem byggir á frumkvæði og lausnamiðuðu hugarfari finnur leið til að gera betur og leysa áskoranir í sameiningu.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur