Fréttir
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY

29. september 2025
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
- Hægt er að óska eftir endurgreiðslu flugfargjalds hafi flugmiði verið greiddur með greiðslukorti (kredit, debet og fyrirframgreiddu korti). Til þess þarf að gera endurkröfu á vef bankans. Þar er spurt um tegund endurkröfu og velja þarf: Play endurkrafa - þjónusta ekki veitt.
- Viðskiptavinir sem greiddu flugmiða með öðrum hætti en greiðslukorti geta gert kröfu á félagið.
- Tímafrestur til að gera endurkröfu er 120 dagar frá því flug átti að eiga sér stað.
- Við bendum korthöfum á að senda inn endurkröfubeiðni sem fyrst þar sem afgreiðsla þessara mála getur dregist.
- Bent er á að samkvæmt skilmálum korta- og ferðatrygginga eru ekki greiddar bætur við gjaldþrot flugfélags vegna annarra útgjalda sem tengjast ferðalaginu, s.s. hótelgistingar erlendis.
- Korthöfum sem bókuðu ferð í gegnum ferðaskrifstofu er bent á að hafa samband við ferðaskrifstofuna.
- Við hvetjum viðskiptavini sem notuðu Aukakrónur til að kaupa flugferðir með Play að láta reyna á endurgreiðslu með því að skrá endurkröfu.
Ofangreindar upplýsingar eiga við um þá korthafa sem eru með greiðslukort frá Landsbankanum. Aðrir korthafar þurfa að leita upplýsinga hjá sínum viðskiptabanka eða kortaútgefanda.
Þú gætir einnig haft áhuga á

19. des. 2025
Þjónustuver og útibú Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag verða útibú lokuð en Þjónustuverið verður opið á milli kl. 9-12.

19. des. 2025
Nú geta viðskiptavinir Landsbankans tengt greiðslukortin sín við Click to Pay, nýja og öruggari greiðslulausn sem netverslanir eru óðum að taka í notkun.

11. des. 2025
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.

10. des. 2025
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.

10. des. 2025
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2026 er komið úr prentun. Í ár verður dagatalið sent út til viðskiptavina okkar sem eru 67 ára og eldri og eru þau nú þegar farin að berast viðskiptavinum. Aðrir viðskiptavinir, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, geta nálgast eintak í útibúum okkar á næstu vikum.

4. des. 2025
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.

4. des. 2025
Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.

4. des. 2025
Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.

26. nóv. 2025
Ljósin verða tendruð á 60 ára afmæli Hamborgartrésins þann 29. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.

21. nóv. 2025
Landsbankinn lækkar vexti inn- og útlána. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir nýrra íbúðalána lækka um 0,10 -0,20 prósentustig.