Fréttir
Tilkynning vegna Fly PLAY hf.

29. september 2025
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
- Hægt er að óska eftir endurgreiðslu flugfargjalds hafi flugmiði verið greiddur með greiðslukorti (kredit, debet og fyrirframgreiddu korti). Til þess þarf að gera endurkröfu á vef bankans. Þar er spurt um tegund endurkröfu og velja þarf: Þjónusta vegna flugs ekki veitt.
- Viðskiptavinir sem greiddu flugmiða með öðrum hætti en greiðslukorti geta gert kröfu á félagið.
- Tímafrestur til að gera endurkröfu er 120 dagar frá því flug átti að eiga sér stað.
- Við bendum korthöfum á að senda inn endurkröfubeiðni sem fyrst þar sem afgreiðsla þessara mála getur dregist.
- Bent er á að samkvæmt skilmálum korta- og ferðatrygginga eru ekki greiddar bætur við gjaldþrot flugfélags vegna annarra útgjalda sem tengjast ferðalaginu, s.s. hótelgistingar erlendis.
- Korthöfum sem bókuðu ferð í gegnum ferðaskrifstofu er bent á að hafa samband við ferðaskrifstofuna.
- Við hvetjum viðskiptavini sem notuðu Aukakrónur til að kaupa flugferðir með Play að láta reyna á endurgreiðslu með því að skrá endurkröfu.
Ofangreindar upplýsingar eiga við um þá korthafa sem eru með greiðslukort frá Landsbankanum. Aðrir korthafar þurfa að leita upplýsinga hjá sínum viðskiptabanka eða kortaútgefanda.
Þú gætir einnig haft áhuga á

25. sept. 2025
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.

23. sept. 2025
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.

19. sept. 2025
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.

17. sept. 2025
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.

15. sept. 2025
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.

10. sept. 2025
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.

3. sept. 2025
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.

3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum!

26. ágúst 2025
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.

25. ágúst 2025
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.