Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa

Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.
Viðskiptavinir sem eiga viðskipti með sjóði Landsbréfa í Landsbankaappinu eða netbankanum borga framvegis ekki afgreiðslugjöld, hvorki vegna stakra viðskipta né vegna mánaðarlegrar áskriftar.
Kaupþóknun í skuldabréfasjóðum og blönduðum sjóðum Landsbréfa lækkar í 0,25% en með 25% afslætti í appinu og netbanka verður hún 0,188%. Kaupþóknun í hlutabréfasjóðum Landsbréfa lækkar í 0,50% en með 25% afslætti í appi og netbanka verður hún 0,375%.
Þessar breytingar hafa þegar tekið gildi.
Aðrar breytingar á verðskrá
Þann 1. nóvermber 2025 mun afgreiðslugjald vegna verðbréfaviðskipta hækka úr 450 krónum í 600 krónur. Með 50% afslætti í appi og netbanka fer afgreiðslugjald í hlutabréfaviðskiptum úr 225 krónum í 300 krónur.
Um áramótin mun lágmarksþóknun vegna vörslu verðbréfa fyrir einstaklinga hækka úr 2.900 krónum í 3.100 krónur.









