Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

S&P hækk­ar láns­hæf­is­mat Lands­bank­ans í A-

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði verið hækkað úr BBB+ í A-. Lánshæfismatið hefur ekki verið hærra frá árinu 2014, þegar S&P hóf að veita bankanum lánshæfiseinkunnir.
Austurbakki
28. apríl 2025

Hækkun á lánshæfismatinu er á grundvelli aukins viðnámsþróttar (e. additional loss absorbing capacity, ALAC). Enn fremur eru lánshæfiseinkunnir fyrir skuldir sem njóta verndar í skilameðferð (e. resolution counterparty ratings, RCR) til lengri og skemmri tíma hækkaðar úr A-/A-2 í A/A-1.

Lánshæfismatið er með stöðugar horfur.

Í rökstuðningi sínum vísar S&P til stöðu skulda bankans með aukinni tapgleypni (e. ALAC buffer) í kjölfar útgáfu víkjandi forgangsskuldabréfa þar sem bankinn sýndi fram á traust markaðsaðgengi. S&P gerir ráð fyrir að Landsbankinn muni viðhalda hlutfalli ALAC-hæfra skulda yfir 4% viðmiði og S&P áhættuvegnu eiginfjárhlutfalli (e. risk adjusted capital ratio, RAC) yfir 15% næstu tvö árin, ásamt því að viðhalda sterkri stöðu, góðri tekjuöflun og traustum eignagæðum.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Við erum hæstánægð með hækkun á lánshæfiseinkunn Landsbankans upp í A-flokk hjá S&P Global Ratings. Lánshæfiseinkunn er til marks um traustan rekstur og gott aðgengi bankans að innlendum og erlendum fjármagnsmörkuðum.

Undanfarin ár hefur Landsbankinn unnið markvisst að því að auka hagkvæmni fjármagnsskipunar bankans og mæta auknum kröfum í regluverki kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja. Við höfum meðal annars gefið út eiginfjárgerninga sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 og nú síðast gáfum við út víkjandi forgangsbréf í erlendri mynt. Bankinn er vel fjármagnaður erlendis og innanlands og í sterkri stöðu til að styðja við sína viðskiptavini.“

Nánari upplýsingar eru í tilkynningu S&P sem aðgengileg er á vef bankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Samfélagsstyrkir 2025
11. des. 2025
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 32 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
10. des. 2025
Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.
Dagatal Landsbankans 2025
10. des. 2025
Dagatal Landsbankans 2026
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2026 er komið úr prentun. Í ár verður dagatalið sent út til viðskiptavina okkar sem eru 67 ára og eldri og eru þau nú þegar farin að berast viðskiptavinum. Aðrir viðskiptavinir, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, geta nálgast eintak í útibúum okkar á næstu vikum.
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
4. des. 2025
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.
Maður við tölvu
4. des. 2025
Gamlársdagur ekki bankadagur – áhrif á eindaga og greiðslur
Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.
26. nóv. 2025
Ljósin tendruð á Hamborgartrénu 29. nóvember
Ljósin verða tendruð á 60 ára afmæli Hamborgartrésins þann 29. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Landsbankinn
21. nóv. 2025
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti inn- og útlána. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir nýrra íbúðalána lækka um 0,10 -0,20 prósentustig.
18. nóv. 2025
Landsbankinn styrkir Örninn í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Arnarsins.
Landsbankinn
14. nóv. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember 2025. Lokað verður frá miðnætti til um kl. 4.00 á mánudagsmorgun. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.