Fréttir

Vör­um við svikasím­töl­um

18. september 2024

Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.

Símtölin virðast koma úr íslenskum símanúmerum en svikararnir eru enskumælandi. Þeir hafa meðal annars sagst vera að bjóða upp á fjárfestingartækifæri í rafmynt, tilkynna að viðmælandinn eigi eignir í rafmynt eða bjóða fólki að fá greitt fyrir að vera milliliðir í fjárfestingum í rafmynt.

Svikararnir hafa fengið fólk til að hlaða niður forritinu AnyDesk á tækin sín en með því fá svikararnir fullan aðgang að tækinu. Einnig hefur fólk verið gabbað til að gefa upp leyninúmer rafrænna skilríkja og hafa svikararnir nýtt þær upplýsingar til að skrá sig inn í bankaapp viðkomandi, millifært út af reikningum og samþykkt greiðslukortafærslur. Þá hefur borið á að svikararnir noti greiðslukortaupplýsingar fólks til að kaupa rafmynt hjá fyrirtæki sem nefnist Bintense en þar með eru fjármunirnir tapaðir.

Málið er enn að skýrast og við munum uppfæra þessa frétt ef þörf krefur.

Vegna svikanna viljum við ítreka eftirfarandi:

  • Taktu öllum símtölum eða skilaboðum sem snúast um að kynna fyrir þér einfaldar leiðir til að græða peninga með miklum fyrirvara.
  • Ef þú telur að sá sem hringdi í þig sé að reyna að blekkja þig, skaltu strax slíta samtalinu. Það hefur ítrekað komið í ljós að eftir því sem fólk ræðir lengur við svikarana, því meiri hætta er á að það láti blekkjast og tjónið verði meira.
  • Fara skal varlega í notkun á rafrænum skilríkjum og aldrei gefa öðrum upp leyninúmer fyrir rafræn skilríki. Enginn annar en þú á að vita leyninúmerið fyrir rafrænu skilríkin þín.
  • Forritið AnyDesk, og fleiri forrit af sama toga, gefa utanaðkomandi fullan aðgang að tölvu eða síma sé búið að hlaða því niður á tækið og samþykkja aðgang. Ekki dugir að eyða forritinu út heldur getur þurft að fá fagmann til að tryggja að engin óværa leynist í tölvunni.
  • Aldrei samþykkja innskráningar, millifærslu, kortafærslu eða aðrar aðgerðir í netbanka/appi nema þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir.

Ef þú telur þig hafa orðið þolandi svika er mikilvægt að láta bankann þinn og lögreglu vita sem fyrst. Nánari upplýsingar eru á landsbankinn.is/oryggi.

Málið er enn að skýrast og við munum uppfæra þessa frétt ef þörf krefur. Ekkert lát virðist vera á þessum svikum og því viljum við ítreka þessi varnaðarorð.

Fréttin var fyrst birt 10. september 2024 og uppfærð 18. september 2024.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur