Fréttir

Vinn­ings­haf­ar Plúskorta­leiks him­in­lif­andi á Way Out West

Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
3. september 2024

Tveir heppnir viðskiptavinir voru dregnir út í lok júlí og fóru út á hátíðina þann 7. ágúst. Að þeirra sögn gekk ferðin mjög vel og hátíðin var skemmtileg.

Sylvía Rut Gunnarsdóttir og Hrafnhildur Hávarðardóttir:

„Ferðin til Gautaborgar á Way Out West var mjög skemmtileg upplifun. Við fengum ekki bara flug, gistingu og miða á hátíðina heldur var einnig búið að skipuleggja far til og frá flugvelli fyrir okkur og í anddyri hótelsins biðu okkar 72 klst. miðar í tram-ið til þess að komast á hátíðina og milli staða. Þessi auka skipulagning setti algjörlega punktinn yfir i-ið þar sem við þurftum í rauninni ekki að pæla í neinu öðru en bara að hafa gaman. Hátíðin sjálf var mun stærri en við höfðum gert okkur grein fyrir en var algjörlega upplifun í sjálfu sér. Hátíðarsvæðið var stórt og voru mörg svið þar inni svo við gátum flakkað á milli og fengið að sjá hina ýmsu listamenn. Þessi vinningur var svo sannarlega af betri gerðinni og erum við mjög þakklátar að hafa fengið þessa upplifun. Takk fyrir okkur!“

Vinningshafi Way Out West sumarleiks 2024
Vinningshafi Way Out West sumarleiks 2024

Plúskort eru hagstæð fyrirframgreidd kort fyrir fólk á öllum aldri. Plúskortið er án færslu- og árgjalda á meðan Plúskort+ er með lágu árgjaldi. Bæði kortin safna Aukakrónum, en Plúskort+ er að auki með grunnferðatryggingu.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
2. ágúst 2024
Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna
Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi í dag, föstudaginn 2. ágúst. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 5. ágúst.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur