Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Nú færðu 2,5% endurgreiðslu í formi Aukakróna þegar þú notar greiðslukort sem er tengt við Aukakrónur til að greiða fyrir flugferð með PLAY. Aukakrónurnar getur þú síðan notað til að greiða fyrir flug með PLAY til útlanda eða hjá um 200 samstarfsaðilum Aukakróna um allt land!
Svona virka Aukakrónur hjá PLAY
- Þú notar kortanúmerið sem er á Aukakrónukortinu í Landsbankaappinu til að greiða fyrir flugferðina en ekki númerið sem er á plastkortinu. Það er einfalt að finna kortanúmerið í appinu. Þú velur Kort, síðan Aukakrónur og loks Aðgerðir og Sjá kortanúmer.
- Ef Aukakrónurnar duga ekki fyrir allri ferðinni getur þú keypt gjafakort hjá PLAY fyrir Aukakrónurnar.
- Þú notar síðan gjafakortið til að greiða fyrir flugið og borgar afganginn með greiðslukortinu þínu.
Í fríið og fleira fyrir Aukakrónur
Samstarfið við PLAY þýðir að þú safnar Aukakrónum þegar þú greiðir fyrir flugmiðann með greiðslukorti frá Landsbankanum sem er tengt við Aukakrónukerfið og getur líka notað Aukakrónurnar þínar til að borga fyrir ferðalagið. Mörg spennandi fyrirtæki hafa bæst í Aukakrónusamstarfið frá áramótum og enn fleiri bætast í hópinn innan skamms!
Þú safnar Aukakrónum þegar þú notar kreditkort eða fyrirframgreitt kort hjá samstarfsaðilum okkar. Landsbankinn leggur líka mánaðarlega inn í Aukakrónusöfnun þína 0,2%-0,5% af allri innlendri verslun. Auðvelt er að sjá stöðuna á Aukakrónusöfnuninni í appinu.