Fréttir

Not­aðu Lands­banka­app­ið til að milli­færa af reikn­ing­um í öðr­um bönk­um

1. nóvember 2023

Nú er hægt að nota Landsbankaappið til að tengjast öðrum bönkum og millifæra út af reikningum þar. Þau sem eiga reikninga í fleiri en einum banka þurfa því ekki að skrá sinn í önnur bankaöpp, því í Landsbankaappinu er bæði hægt að sjá stöðuna á reikningunum og millifæra annað.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Viðskiptavinir eru mjög ánægðir með Landsbankaappið og þróunin á appinu hefur verið hröð. Með því að geta notað Landsbankaappið til að bæði sjá stöðuna og millifæra af greiðslureikningum í öðrum bönkum, verða persónulegu og sameiginlegu fjármálin mun auðveldari og einfaldari. Þessi þjónusta, sem er hvergi í boði nema í Landsbankaappinu, er töluverður tæknilegur áfangi og við ætlum svo sannarlega að halda áfram að vera í fararbroddi í fjártækni á Íslandi.“

Viðskiptavinir þurfa að samþykkja tengingu

Ný löggjöf um greiðsluþjónustu (PSD2) mælir fyrir um að fjármálafyrirtæki skuli opna fyrir aðgang að greiðslureikningum viðskiptavina sinna fyrir þjónustuveitendur sem hafa til þess starfsleyfi. Aðgangurinn er ávallt háður samþykki viðskiptavina.

Í Landsbankaappinu er nú hægt er að millifæra af reikningum í Arion banka og Íslandsbanka og Kvika banki mun bætast í hópinn á næstu dögum. Þegar önnur fjármálafyrirtæki opna fyrir möguleikann á tengingu bætast þau við um leið.

Bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki

Nýjungin er bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki og byggir þjónustan á lausn frá Meniga sem veitir aðgang að greiðslureikningum í öðrum bönkum í gegnum samræmd netskil (API). Til að aðrir bankar og fjártæknifyrirtæki geti tengst Landsbankanum er notast við þjónustu frá kanadíska fjártæknifyrirtækinu Salt Edge.

Nánari leiðbeiningar um hvernig á að tengjast öðrum bönkum

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur