Fréttir

Not­aðu Lands­banka­app­ið til að milli­færa af reikn­ing­um í öðr­um bönk­um

1. nóvember 2023

Nú er hægt að nota Landsbankaappið til að tengjast öðrum bönkum og millifæra út af reikningum þar. Þau sem eiga reikninga í fleiri en einum banka þurfa því ekki að skrá sinn í önnur bankaöpp, því í Landsbankaappinu er bæði hægt að sjá stöðuna á reikningunum og millifæra annað.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Viðskiptavinir eru mjög ánægðir með Landsbankaappið og þróunin á appinu hefur verið hröð. Með því að geta notað Landsbankaappið til að bæði sjá stöðuna og millifæra af greiðslureikningum í öðrum bönkum, verða persónulegu og sameiginlegu fjármálin mun auðveldari og einfaldari. Þessi þjónusta, sem er hvergi í boði nema í Landsbankaappinu, er töluverður tæknilegur áfangi og við ætlum svo sannarlega að halda áfram að vera í fararbroddi í fjártækni á Íslandi.“

Viðskiptavinir þurfa að samþykkja tengingu

Ný löggjöf um greiðsluþjónustu (PSD2) mælir fyrir um að fjármálafyrirtæki skuli opna fyrir aðgang að greiðslureikningum viðskiptavina sinna fyrir þjónustuveitendur sem hafa til þess starfsleyfi. Aðgangurinn er ávallt háður samþykki viðskiptavina.

Í Landsbankaappinu er nú hægt er að millifæra af reikningum í Arion banka og Íslandsbanka og Kvika banki mun bætast í hópinn á næstu dögum. Þegar önnur fjármálafyrirtæki opna fyrir möguleikann á tengingu bætast þau við um leið.

Bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki

Nýjungin er bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki og byggir þjónustan á lausn frá Meniga sem veitir aðgang að greiðslureikningum í öðrum bönkum í gegnum samræmd netskil (API). Til að aðrir bankar og fjártæknifyrirtæki geti tengst Landsbankanum er notast við þjónustu frá kanadíska fjártæknifyrirtækinu Salt Edge.

Nánari leiðbeiningar um hvernig á að tengjast öðrum bönkum

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Fjármálamót Hvernig stækkað ég fyrirtækið mitt
14. feb. 2025
Hvernig stækka ég fyrirtækið mitt? Opinn fundur á Akureyri 20. febrúar
Á opnum fundi Landsbankans næstkomandi fimmtudag, 20. febrúar kl. 16.30, ætla eigendur og stjórnendur þriggja fyrirtækja á Akureyri og í Eyjafirði fjalla um hvernig þeir stækkuðu sín fyrirtæki og hvaða áskoranir þeir tókust á við á þeirri vegferð.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Landsbankinn
6. feb. 2025
Engar lokanir lengur vegna veðurs
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Landsbankinn
5. feb. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að kvöldi miðvikudags 5. febrúar frá kl. 21.30 til 23.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
4. feb. 2025
Morgunfundur um fjármögnun og uppbyggingu innviða
Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins heldur morgunfund fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur