Fréttir

Not­aðu Lands­banka­app­ið til að milli­færa af reikn­ing­um í öðr­um bönk­um

1. nóvember 2023

Nú er hægt að nota Landsbankaappið til að tengjast öðrum bönkum og millifæra út af reikningum þar. Þau sem eiga reikninga í fleiri en einum banka þurfa því ekki að skrá sinn í önnur bankaöpp, því í Landsbankaappinu er bæði hægt að sjá stöðuna á reikningunum og millifæra annað.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Viðskiptavinir eru mjög ánægðir með Landsbankaappið og þróunin á appinu hefur verið hröð. Með því að geta notað Landsbankaappið til að bæði sjá stöðuna og millifæra af greiðslureikningum í öðrum bönkum, verða persónulegu og sameiginlegu fjármálin mun auðveldari og einfaldari. Þessi þjónusta, sem er hvergi í boði nema í Landsbankaappinu, er töluverður tæknilegur áfangi og við ætlum svo sannarlega að halda áfram að vera í fararbroddi í fjártækni á Íslandi.“

Viðskiptavinir þurfa að samþykkja tengingu

Ný löggjöf um greiðsluþjónustu (PSD2) mælir fyrir um að fjármálafyrirtæki skuli opna fyrir aðgang að greiðslureikningum viðskiptavina sinna fyrir þjónustuveitendur sem hafa til þess starfsleyfi. Aðgangurinn er ávallt háður samþykki viðskiptavina.

Í Landsbankaappinu er nú hægt er að millifæra af reikningum í Arion banka og Íslandsbanka og Kvika banki mun bætast í hópinn á næstu dögum. Þegar önnur fjármálafyrirtæki opna fyrir möguleikann á tengingu bætast þau við um leið.

Bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki

Nýjungin er bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki og byggir þjónustan á lausn frá Meniga sem veitir aðgang að greiðslureikningum í öðrum bönkum í gegnum samræmd netskil (API). Til að aðrir bankar og fjártæknifyrirtæki geti tengst Landsbankanum er notast við þjónustu frá kanadíska fjártæknifyrirtækinu Salt Edge.

Nánari leiðbeiningar um hvernig á að tengjast öðrum bönkum

Þú gætir einnig haft áhuga á
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur