Fréttir

Ein­falt að stilla sam­eig­in­lega sýn á fjár­málin í app­inu

Fólk í sumarbústað
3. maí 2023 - Landsbankinn

Nú getur þú notað Landsbankaappið til að velja hvort þú veitir öðrum skoðunaraðgang að fjármálunum þínum eða leyfi til að framkvæma helstu aðgerðir fyrir þína hönd. Þú getur einnig fellt aðgangsheimildir niður með einföldum hætti.

Aðgangsheimildir í sjálfsafgreiðslu í appi er ný þjónusta sem getur nýst hjónum eða fólki í skráðri sambúð sem vilja hafa sameiginlega sýn á fjármálin og fleirum. 

Að veita öðrum aðgangsheimild felur í sér að þú veitir viðkomandi umboð til þess að sjá eða framkvæma aðgerðir fyrir þína hönd. Viðkomandi getur fengið heimild til að sjá upplýsingar um reikninginn þinn, kortin þín, ógreiddar kröfur, rafræn skjöl eða verðbréf. Viðkomandi getur líka fengið heimild til að greiða af reikningnum þínum og kaupa og selja verðbréf fyrir þína hönd.

Þú skalt ekki veita öðrum aðgangsheimild nema þú þekkir og treystir viðkomandi vel. Ástæðan er sú að ef þú veitir öðrum aðgangsheimild ert þú að veita viðkomandi leyfi til þess að skoða upplýsingar um þig og, ef viðkomandi fær millifærsluheimild, að heimila viðkomandi að greiða af þínum reikningi. Það er því mikilvægt að þú íhugir vandlega hvort þú þurfir og viljir veita öðrum aðgangsheimild áður en þú gerir það.

Aðgangsheimildir í appinu eru aðgengilegar undir Stillingar -> Aðgangsheimildir. Þar sérðu upplýsingar um aðgangsheimildir sem þú hefur veitt og getur líka afturkallað heimildir.

Nánar um sameiginlega sýn á fjármálin

Þú gætir einnig haft áhuga á
10. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur