Fréttir

Öfl­ugt sjálf­bærniteymi vinn­ur að vax­andi verk­efn­um

Sjálfbærniteymi
2. mars 2023

Landsbankinn leggur mikla áherslu á sjálfbærni, enda gerir markaðurinn kröfu um að málaflokknum sé sinnt vel, viðskiptavinir hafa áhuga á þessum málum og regluverk í kringum málaflokkinn færist í aukanna. Sjálfbærnistarf bankans hefur aukist að umfangi og hjá bankanum starfar öflugt sjálfbærniteymi.

Aðalheiður Snæbjarnardóttir tók við nýrri stöðu sjálfbærnistjóra Landsbankans árið 2022. Hún hefur starfað við sjálfbærnimál í rúmlega áratug, fyrst sem sjálfstæður ráðgjafi, en hún gekk til liðs við bankann árið 2019. Hún er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc.-gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands en einnig er hún menntaður klæðskeri. Aðalheiður er varaformaður Festu, miðstöðvar um sjálfbærni og er fulltrúi Festu í Loftslagsráði.

Með henni í teyminu eru Árni Páll Árnason og Jón Ragnar Guðmundsson. Árni Páll er með B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og starfaði áður í Hagfræðideild Landsbankans. Jón Ragnar er með B.Sc.-gráðu í heilbrigðisverkfræði og M.Sc.-gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Jón Ragnar starfaði áður sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Orkustofnun.

Sjálfbær fjármögnun

Sjálfbærnistefna Landsbankans er innleidd í starfsemi allra sviða bankans, skilgreinir helstu áherslur okkar í sjálfbærni og lýsir því hvernig við hyggjumst tileinka okkur þær í starfseminni.

Meðal verkefna sjálfbærniteymisins er umsjón með sjálfbærri fjármálaumgjörð Landsbankans og að tryggja að hún sé í samræmi við kröfur markaðarins um sjálfbær fjármál. Fyrirtæki sem uppfylla kröfur sjálfbæru fjármálaumgjarðarinnar geta fengið sjálfbæra fjármögnun og fengið því til staðfestingar sjálfbærnimerki Landsbankans.

Vísindalegt markmið í loftslagsmálum

Þá vinnur teymið nú að því að að gera bankanum kleift að setja sér vísindalegt markmið í loftslagsmálum (e. science-based target) sem verði samþykkt af samtökunum Science-Based Targets initiative. Markmiðið beinist að samdrætti í óbeinni losun Landsbankans frá útlánum í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C að meðaltali frá iðnbyltingu. Önnur verkefni eru m.a. að reikna út óbeina losun frá lána- og eignasafni bankans og upplýsingagjöf í tengslum við græna skuldabréfaútgáfu Landsbankans, svokölluð áhrifaskýrsla (e. impact report). Teymið ber einnig meginábyrgð á innleiðingu á nýjum reglum sem tengjast flokkunarkerfi Evrópusambandsins (EU Taxonomy) og SFDR-reglugerðinni. Þá vinnur teymið með samtökunum PBAF sem eru að þróa aðferðarfræði til að mæla áhrif fjármálafyrirtækja á líffræðilega fjölbreytni.

Nánar er fjallað um sjálfbærnistarf bankans í sérstökum kafla í árs- og sjálfbærniskýrslunni sem kom út í febrúar.

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2022

Á myndinni hér að ofan eru Árni Páll Árnason, Aðalheiður Snæbjarnardóttir og Jón Ragnar Guðmundsson.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur