Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Öfl­ugt sjálf­bærniteymi vinn­ur að vax­andi verk­efn­um

Sjálfbærniteymi
2. mars 2023

Landsbankinn leggur mikla áherslu á sjálfbærni, enda gerir markaðurinn kröfu um að málaflokknum sé sinnt vel, viðskiptavinir hafa áhuga á þessum málum og regluverk í kringum málaflokkinn færist í aukanna. Sjálfbærnistarf bankans hefur aukist að umfangi og hjá bankanum starfar öflugt sjálfbærniteymi.

Aðalheiður Snæbjarnardóttir tók við nýrri stöðu sjálfbærnistjóra Landsbankans árið 2022. Hún hefur starfað við sjálfbærnimál í rúmlega áratug, fyrst sem sjálfstæður ráðgjafi, en hún gekk til liðs við bankann árið 2019. Hún er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc.-gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands en einnig er hún menntaður klæðskeri. Aðalheiður er varaformaður Festu, miðstöðvar um sjálfbærni og er fulltrúi Festu í Loftslagsráði.

Með henni í teyminu eru Árni Páll Árnason og Jón Ragnar Guðmundsson. Árni Páll er með B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og starfaði áður í Hagfræðideild Landsbankans. Jón Ragnar er með B.Sc.-gráðu í heilbrigðisverkfræði og M.Sc.-gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Jón Ragnar starfaði áður sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Orkustofnun.

Sjálfbær fjármögnun

Sjálfbærnistefna Landsbankans er innleidd í starfsemi allra sviða bankans, skilgreinir helstu áherslur okkar í sjálfbærni og lýsir því hvernig við hyggjumst tileinka okkur þær í starfseminni.

Meðal verkefna sjálfbærniteymisins er umsjón með sjálfbærri fjármálaumgjörð Landsbankans og að tryggja að hún sé í samræmi við kröfur markaðarins um sjálfbær fjármál. Fyrirtæki sem uppfylla kröfur sjálfbæru fjármálaumgjarðarinnar geta fengið sjálfbæra fjármögnun og fengið því til staðfestingar sjálfbærnimerki Landsbankans.

Vísindalegt markmið í loftslagsmálum

Þá vinnur teymið nú að því að að gera bankanum kleift að setja sér vísindalegt markmið í loftslagsmálum (e. science-based target) sem verði samþykkt af samtökunum Science-Based Targets initiative. Markmiðið beinist að samdrætti í óbeinni losun Landsbankans frá útlánum í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C að meðaltali frá iðnbyltingu. Önnur verkefni eru m.a. að reikna út óbeina losun frá lána- og eignasafni bankans og upplýsingagjöf í tengslum við græna skuldabréfaútgáfu Landsbankans, svokölluð áhrifaskýrsla (e. impact report). Teymið ber einnig meginábyrgð á innleiðingu á nýjum reglum sem tengjast flokkunarkerfi Evrópusambandsins (EU Taxonomy) og SFDR-reglugerðinni. Þá vinnur teymið með samtökunum PBAF sem eru að þróa aðferðarfræði til að mæla áhrif fjármálafyrirtækja á líffræðilega fjölbreytni.

Nánar er fjallað um sjálfbærnistarf bankans í sérstökum kafla í árs- og sjálfbærniskýrslunni sem kom út í febrúar.

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2022

Á myndinni hér að ofan eru Árni Páll Árnason, Aðalheiður Snæbjarnardóttir og Jón Ragnar Guðmundsson.

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.