Fréttir

Lang­tíma­lán frá NIB í tengsl­um við ný­bygg­ingu bank­ans

Landsbankinn
12. janúar 2023

Landsbankinn hefur samið við Norræna fjárfestingarbankann (NIB) um lán til 15 ára að fjárhæð 40 milljónir Bandaríkjadala (5,8 milljarðar króna) í tengslum við nýbyggingu bankans við Austurbakka í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að húsið fái framúrskarandi einkunn samkvæmt BREEAM-vottunarkerfinu og fellur lánveitingin undir fjármögnunarramma tengdum umhverfisskuldabréfum NIB.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, segir: „Við höfum sett okkur skýr og metnaðarfull markmið í umhverfismálum. Í öllu hönnunar- og byggingarferli hússins höfum við haft það að markmiði að það fái framúrskarandi einkunn í BREEAM-vottunarkerfinu. Með þeirri ákvörðun stuðlum við að minni mengun á framkvæmdar- og rekstrartíma byggingarinnar. Um leið höfðum við þann möguleika í huga að framúrskarandi umhverfiseinkunn gæfi okkur kost á að fjármagna húsið með hagkvæmari hætti en annars væri í boði. Það er ánægjulegt að sú hefur orðið raunin með samkomulaginu við NIB, en frá árinu 2015 höfum við unnið með þeim að þremur vel heppnuðum verkefnum og er þessi samningur til marks um það mikla traust sem hefur myndast í samstarfinu.“

Nýbygging Landsbankans er alls um 16.500 fermetrar. Bankinn mun nýta rúmlega 10.000 fermetra en íslenska ríkið hefur keypt svonefnt Norðurhús byggingarinnar sem er alls um 6.000 fermetrar. Alþjóðlega BREEAM-vottunarkerfið snýr m.a. að umhverfisstjórnun á byggingar- og rekstrartíma, góðri orkunýtingu og vatnssparnaði, vali á umhverfisvænum byggingarefnum og lágmörkun ýmiskonar mengunar frá byggingunni. 

Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu aðildarlandanna átta: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna.

Nánar um NIB
Nánar um Austurbakka

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur