Fréttir

Lang­tíma­lán frá NIB í tengsl­um við ný­bygg­ingu bank­ans

Landsbankinn
12. janúar 2023

Landsbankinn hefur samið við Norræna fjárfestingarbankann (NIB) um lán til 15 ára að fjárhæð 40 milljónir Bandaríkjadala (5,8 milljarðar króna) í tengslum við nýbyggingu bankans við Austurbakka í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að húsið fái framúrskarandi einkunn samkvæmt BREEAM-vottunarkerfinu og fellur lánveitingin undir fjármögnunarramma tengdum umhverfisskuldabréfum NIB.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, segir: „Við höfum sett okkur skýr og metnaðarfull markmið í umhverfismálum. Í öllu hönnunar- og byggingarferli hússins höfum við haft það að markmiði að það fái framúrskarandi einkunn í BREEAM-vottunarkerfinu. Með þeirri ákvörðun stuðlum við að minni mengun á framkvæmdar- og rekstrartíma byggingarinnar. Um leið höfðum við þann möguleika í huga að framúrskarandi umhverfiseinkunn gæfi okkur kost á að fjármagna húsið með hagkvæmari hætti en annars væri í boði. Það er ánægjulegt að sú hefur orðið raunin með samkomulaginu við NIB, en frá árinu 2015 höfum við unnið með þeim að þremur vel heppnuðum verkefnum og er þessi samningur til marks um það mikla traust sem hefur myndast í samstarfinu.“

Nýbygging Landsbankans er alls um 16.500 fermetrar. Bankinn mun nýta rúmlega 10.000 fermetra en íslenska ríkið hefur keypt svonefnt Norðurhús byggingarinnar sem er alls um 6.000 fermetrar. Alþjóðlega BREEAM-vottunarkerfið snýr m.a. að umhverfisstjórnun á byggingar- og rekstrartíma, góðri orkunýtingu og vatnssparnaði, vali á umhverfisvænum byggingarefnum og lágmörkun ýmiskonar mengunar frá byggingunni. 

Norræni fjárfestingarbankinn er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu aðildarlandanna átta: Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháen, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn lánar til opinberra verkefna og einkaverkefna jafnt innan sem utan aðildarríkjanna.

Nánar um NIB
Nánar um Austurbakka

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
25. maí 2023

Ný útgáfa af almennum viðskiptaskilmálum

Við höfum birt nýja útgáfu af almennum viðskiptaskilmálum bankans. Skilmálarnir gilda í viðskiptum milli Landsbankans og viðskiptavina, hvort sem um er að ræða einstakling eða fyrirtæki. Auk skilmálanna gilda, eftir atvikum, ákvæði samninga, skilmála og reglna um einstakar vörur eða þjónustu sem bankinn kann að veita viðskiptavini.
Gluggar
17. maí 2023

Fjármál og frami ungs fólks

Landsbankinn býður ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á atvinnumarkaði upp á fræðsluerindi í nýju húsnæði bankans við Reykjastræti, þriðjudaginn 23. maí 2023.
HönnunarMars
9. maí 2023

Frábær HönnunarMars að baki

Fjöldi fólks lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans við Reykjastræti í liðinni viku til að sækja þrjá viðburði bankans í samstarfi við HönnunarMars.
5. maí 2023

Landsbankinn er áfram fremstur í flokki í UFS-áhættumati Sustainalytics

Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS-áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 8,5 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi hættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).
Fólk í sumarbústað
3. maí 2023

Einfalt að stilla sameiginlega sýn á fjármálin í appinu

Nú getur þú notað Landsbankaappið til að velja hvort þú veitir öðrum skoðunaraðgang að fjármálunum þínum eða leyfi til að framkvæma helstu aðgerðir fyrir þína hönd. Þú getur einnig fellt aðgangsheimildir niður með einföldum hætti.
New temp image
27. apríl 2023

Godziny otwarcia w Kópasker i Raufarhöfn ulegną w lecie zmianie

Godziny otwarcia oddziałów Landsbankinn w Kópasker i Raufarhöfn ulegną w lecie zmianie, która będzie obowiązywać od 1 maja do 30 września br.
New temp image
27. apríl 2023

Afgreiðslutími á Kópaskeri og Raufarhöfn breytist í sumar

Afgreiðslutími Landsbankans á Kópaskeri og Raufarhöfn mun breytast í sumar og gilda breytingarnar frá 1. maí til 30. september.
27. apríl 2023

Hönnunarmars í Landsbankanum – viðburðir og heimsóknir til hönnuða

Landsbankinn er styrktaraðili Hönnunarmars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í nýju húsi bankans við Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við átta hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
New temp image
26. apríl 2023

Kortareikningar nú gefnir út af Rapyd Europe en ekki Valitor

Við vekjum athygli á því að þar sem kortafyrirtækin Valitor og Rapyd Europe hafa sameinast verða reikningar vegna notkunar á VISA-kreditkortum framvegis gefnir út af Rapyd Europe en ekki Valitor. 
Landslag
24. apríl 2023

Hagspá 2023-2025: Hægari taktur eftir hraðan viðsnúning

Í nýrri hagspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir 3,2% hagvexti á árinu 2023 sem er töluvert bjartsýnna en spá deildarinnar frá því í haust. Ein helsta ástæðan fyrir bjartsýnni spá er að horfur í ferðaþjónustu eru betri en áður.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur