Afgreiðslutími um jól og áramót
Útibú og afgreiðslur Landsbankans verða lokuð annan í jólum, mánudaginn 26. desember. Að öðru leyti verður opið samkvæmt auglýstum afgreiðslutíma. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Við vekjum athygli á að hægt er að kaupa gjafakort Landsbankans í gjafakortasjálfsölum sem eru aðgengilegir allan sólarhringinn í útibúum okkar í Mjódd og Vesturbæ.
Við bendum líka á að hraðbankarnir okkar eru staðsettir um allt land og flestir eru aðgengilegir allan sólarhringinn. Hægt er að sjá staðsetningu og fjarlægð í næsta hraðbanka í appinu eða hér á vefnum.
Gleðilega hátíð!