Aukakrónurnar eru komnar í símann
Nú getur þú notað símann þinn til að borga með Aukakrónum! Þú bætir Aukakrónukortinu einfaldlega við Google Wallet eða Apple Wallet í gegnum Landsbankaappið og velur síðan Aukakrónur þegar þú borgar fyrir vörur eða þjónustu hjá um 200 samstarfsaðilum um allt land.
Aukakrónur safnast inn á sérstakt Aukakrónukort. Kortið finnur þú á Aukakrónusíðunni í Landsbankaappinu og getur sett það í farsímalausnir á sama hátt og öll önnur greiðslukort bankans. Þar getur þú einnig sótt fullt kortanúmer til að nota í vefverslunum samstarfsaðila.
Koma beint í símann
Ef þú ert með kreditkort eða fyrirframgreitt kort frá bankanum sem tengt er við Aukakrónur, færð þú Aukakrónur frá Landsbankanum af allri innlendri veltu og einnig afslátt í formi Aukakróna frá samstarfsaðilum okkar.
Ef þú verslar til dæmis fyrir 10.000 krónur hjá samstarfsaðila sem er með 5% afslátt, færðu 500 Aukakrónur inn á Aukakrónukortið. Til viðbótar færð þú Aukakrónur frá Landsbankanum af innlendri veltu. Aukakrónurnar geta því safnast hratt upp og þú getur síðan notað þær til að kaupa vörur eða greiða fyrir þjónustu hjá hvaða samstarfaðila sem er. Ferlið er allt sjálfvirkt og ekki þarf að virkja tilboð eða annað í þeim dúr.
Söfnuðu yfir 430 milljónum Aukakróna á einu ári
Aukakrónur eru eitt elsta og stærsta vildarkerfi landsins. Árið 2021 söfnuðu um 70.000 viðskiptavinir bankans meira 431 milljón Aukakróna. Mælingar sýna að mikil ánægja er með Aukakrónur, bæði meðal viðskiptavina og samstarfsaðila.