Fréttir

Aukakrón­urn­ar eru komn­ar í sím­ann

Greitt með Aukakrónum
16. nóvember 2022

Nú getur þú notað símann þinn til að borga með Aukakrónum! Þú bætir Aukakrónukortinu einfaldlega við Google Wallet eða Apple Wallet í gegnum Landsbankaappið og velur síðan Aukakrónur þegar þú borgar fyrir vörur eða þjónustu hjá um 200 samstarfsaðilum um allt land.

Aukakrónur safnast inn á sérstakt Aukakrónukort. Kortið finnur þú á Aukakrónusíðunni í Landsbankaappinu og getur sett það í farsímalausnir á sama hátt og öll önnur greiðslukort bankans. Þar getur þú einnig sótt fullt kortanúmer til að nota í vefverslunum samstarfsaðila.

Koma beint í símann

Ef þú ert með kreditkort eða fyrirframgreitt kort frá bankanum sem tengt er við Aukakrónur, færð þú Aukakrónur frá Landsbankanum af allri innlendri veltu og einnig afslátt í formi Aukakróna frá samstarfsaðilum okkar.

Ef þú verslar til dæmis fyrir 10.000 krónur hjá samstarfsaðila sem er með 5% afslátt, færðu 500 Aukakrónur inn á Aukakrónukortið. Til viðbótar færð þú Aukakrónur frá Landsbankanum af innlendri veltu. Aukakrónurnar geta því safnast hratt upp og þú getur síðan notað þær til að kaupa vörur eða greiða fyrir þjónustu hjá hvaða samstarfaðila sem er. Ferlið er allt sjálfvirkt og ekki þarf að virkja tilboð eða annað í þeim dúr.

Söfnuðu yfir 430 milljónum Aukakróna á einu ári

Aukakrónur eru eitt elsta og stærsta vildarkerfi landsins. Árið 2021 söfnuðu um 70.000 viðskiptavinir bankans meira 431 milljón Aukakróna. Mælingar sýna að mikil ánægja er með Aukakrónur, bæði meðal viðskiptavina og samstarfsaðila.

Nánari upplýsingar um Aukakrónur

Þú gætir einnig haft áhuga á
Peningaseðlar
1. mars 2024
Útleiðum skandinavíska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur skandinavískum gjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur. 
28. feb. 2024
Öflugra netspjall á landsbankinn.is
Netspjallið á vef Landsbankans er nú orðið enn öflugra eftir að við tókum í notkun nýtt spjallmenni sem getur svarað einföldum en samt mjög fjölbreyttum, fyrirspurnum um bankaþjónustu og fjármál og leiðbeint viðskiptavinum í notkun sjálfsafgreiðslulausna.
Netöryggi
23. feb. 2024
Vörum við þjófum við hraðbanka
Við vörum við þjófum sem stela kortum frá fólki sem er að taka út peninga í hraðbanka og ítrekum mikilvægi þess að enginn sjái þegar PIN er slegið inn.
Grindavík
22. feb. 2024
Grindvíkingar halda óbreyttum vaxtakjörum við kaup á nýrri íbúð
Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign.
Krossmói
22. feb. 2024
Zebranie dotyczące finansów: Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn oraz Związek Zawodowy Marynarzy i Rybaków w Keflavíku i okolicach (VSFK) zapraszają na zebranie informacyjne w języku polskim na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego.
Krossmói
22. feb. 2024
Fjármálamót: Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Landsbankinn og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis (VSFK) standa fyrir fræðslufundi á pólsku um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi.
Grænland
13. feb. 2024
Fyrirtækjaráðgjöf bankans ráðgjafi í vel heppnuðu hlutafjárútboði Amaroq
Amaroq Minerals Ltd., félag sem starfar á sviði námuvinnslu og er handhafi réttinda til leitar að verðmætum málmum í jörðu á Suður-Grænlandi, lauk í gær vel heppnuðu hlutafjárútboði að andvirði 7,6 milljarða íslenskra króna.
Reykjanesbær
13. feb. 2024
Nasz oddział w Reykjanesbær przy Krossmóar 4a został ponownie otwarty
Serdecznie witamy Klientów w tych samych godzinach otwarcia co wcześniej, tj. w godz. 10.00‒16.00 w każdy dzień roboczy.
Reykjanesbær
12. feb. 2024
Útibú bankans í Reykjanesbæ opið
Útibú okkar í Reykjanesbæ að Krossmóum 4a hefur verið opnað að nýju.
Gulleggið 2024
9. feb. 2024
Sea Growth er sigurvegari Gulleggsins 2024
Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur