Fréttir

Aukakrón­urn­ar eru komn­ar í sím­ann

Greitt með Aukakrónum
16. nóvember 2022

Nú getur þú notað símann þinn til að borga með Aukakrónum! Þú bætir Aukakrónukortinu einfaldlega við Google Wallet eða Apple Wallet í gegnum Landsbankaappið og velur síðan Aukakrónur þegar þú borgar fyrir vörur eða þjónustu hjá um 200 samstarfsaðilum um allt land.

Aukakrónur safnast inn á sérstakt Aukakrónukort. Kortið finnur þú á Aukakrónusíðunni í Landsbankaappinu og getur sett það í farsímalausnir á sama hátt og öll önnur greiðslukort bankans. Þar getur þú einnig sótt fullt kortanúmer til að nota í vefverslunum samstarfsaðila.

Koma beint í símann

Ef þú ert með kreditkort eða fyrirframgreitt kort frá bankanum sem tengt er við Aukakrónur, færð þú Aukakrónur frá Landsbankanum af allri innlendri veltu og einnig afslátt í formi Aukakróna frá samstarfsaðilum okkar.

Ef þú verslar til dæmis fyrir 10.000 krónur hjá samstarfsaðila sem er með 5% afslátt, færðu 500 Aukakrónur inn á Aukakrónukortið. Til viðbótar færð þú Aukakrónur frá Landsbankanum af innlendri veltu. Aukakrónurnar geta því safnast hratt upp og þú getur síðan notað þær til að kaupa vörur eða greiða fyrir þjónustu hjá hvaða samstarfaðila sem er. Ferlið er allt sjálfvirkt og ekki þarf að virkja tilboð eða annað í þeim dúr.

Söfnuðu yfir 430 milljónum Aukakróna á einu ári

Aukakrónur eru eitt elsta og stærsta vildarkerfi landsins. Árið 2021 söfnuðu um 70.000 viðskiptavinir bankans meira 431 milljón Aukakróna. Mælingar sýna að mikil ánægja er með Aukakrónur, bæði meðal viðskiptavina og samstarfsaðila.

Nánari upplýsingar um Aukakrónur

Þú gætir einnig haft áhuga á
10. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur