Fréttir

Kröft­ug­ur hag­vöxt­ur en kaup­mátt­ur dregst aft­ur úr

Hagspá 2022
19. október 2022 - Landsbankinn

Hagfræðideild Landsbankans spáir 6,5% hagvexti á þessu ári, þeim mesta frá 2007, en að svo hægi töluvert á hagkerfinu. Samkvæmt spánni byrja stýrivextir að lækka á seinni hluta ársins 2023 en verðbólga fer ekki undir 4% fyrr en árið 2025. Á þessu ári stefnir í að kaupmáttur dragist saman um 0,4% og að hann muni aðeins aukast um 0,5% á næsta ári, mun minna en undanfarin ár.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri hagspá Hagfræðideildar Landsbankans sem nær til ársins 2025. Hagspáin er kynnt á fundi í Hörpu sem stendur frá kl. 8.30-10.00 miðvikudaginn 19. október og hún er aðgengileg á vef Landsbankans.

Streymi af morgunfundi um hagspá

Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, segir:

„Eftir tólf ára samfellda kaupmáttaraukningu, sem er sögulega langt tímabil, sjáum við nú fram á að kaupmáttur muni rýrna á þessu ári og vaxa mun hægar á næsta ári en við eigum orðið að venjast. Margt bendir til þess að tekið sé að hægja á hagkerfinu og þótt horfur í efnahagsmálum hér á landi séu almennt mjög góðar ríkir samt töluverð óvissa, einkum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og áhrifa hennar á alþjóðahagkerfið. Óvissa vegna kjarasamninga er líka mikil. Spá okkar um verulega aukinn hagvöxt á þessu ári byggir aðallega á því að fleiri ferðamenn komi til landsins en við gerðum ráð fyrir í spá okkar í maí. Hagvöxtur til næstu ára ræðst einnig að stórum hluta af fjölda ferðamanna. Verði efnahagsástandið erlendis verra en við gerum ráð fyrir í spánni og ferðavilji fólks minni má búast við minni hagvexti. Verði ástandið betra mun ferðamönnum fjölga hraðar og hagvöxtur aukast hraðar.“

Helstu niðurstöður:

  • Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að landsframleiðslan aukist um 6,5% á þessu ári og 2,1% á því næsta.
  • Hagvöxturinn ræðst að miklu leyti af uppgangi ferðaþjónustunnar og verður þannig talsvert minni á næsta ári en á þessu ári, vegna hægari fjölgunar ferðamanna. Hagvöxtur verði 3% árið 2024 og 1,9% árið 2025.
  • Hagfræðideildin reiknar með 1,7 milljónum ferðamanna til landsins í ár og 1,9 milljónum á næsta ári. Árið 2024 verði ferðamenn 2,3 milljónir og 2,5 milljónir árið 2025.
  • Útflutningur mun aukast um 22,4% á milli ára í ár. Á næsta ári verður vöxturinn fremur lítill (3,7%) vegna minni fjölgunar ferðamanna og samdráttar í loðnuveiðum. Vöxtur útflutnings verður síðan nokkur árið 2024 (7%), að því gefnu að staða heimila í Evrópu verði orðin betri.
  • Horfur eru á að innflutningur aukist mjög í ár og skýrist það m.a. af ferðagleði Íslendinga í sumar. Hagfræðideildin býst við 18,6% vexti innflutnings í ár en að svo hægi verulega á vextinum á næstu árum og hann liggi á bilinu 2,2-3,5% á árunum 2023-2025.
  • Viðskiptajöfnuður við útlönd verður neikvæður í ár um alls 2,2% af landsframleiðslu, gangi spáin eftir. Þegar líður á spátímabilið munu utanríkisviðskipti færast úr halla í afgang sem verði mestur árið 2025, 1,9% af landsframleiðslu.
  • Krónan mun styrkjast ögn á næsta ári en styrkingin verði svo töluvert meiri árið 2024 þegar deildin sér fram á meiri afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum.
  • Einkaneysla hefur aukist mjög það sem af er ári og m.a. verið drifin áfram af ferðalögum Íslendinga erlendis. Hagfræðideildin gerir ráð fyrir að aukningin verði 6,7% á yfirstandandi ári en svo taki að hægja á og að einkaneysla aukist aðeins um 2% á næsta ári og 3-3,3% árin þar á eftir.
  • Óvissa í spánni snýr einna helst að vinnumarkaði í aðdraganda kjarasamninga. Vinnumarkaður hefur verið sterkur, launaskrið talsvert og fyrirtæki fundið fyrir skorti á starfsfólki. Hagfræðideild gerir ráð fyrir að laun hækki um 7,6% á þessu ári og svo 7,1% á næsta ári, sem er nokkuð í takt við breytingar síðustu ára.
  • Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði nokkuð stöðugt á spátímabilinu, að jafnaði 3,2% á næsta ári.
  • Verðbólga hefur náð hámarki og mun að jafnaði mælast 6,5% á næsta ári, samkvæmt hagspánni. Það er nokkur hjöðnun miðað við þá 8,1% verðbólgu sem Hagfræðideildin spáir í ár. Verðbólgumarkmiði Seðlabankans verður ekki náð á spátímanum.
  • Gert er ráð fyrir að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé lokið. Núverandi vaxtastigi verði haldið næstu misseri og vaxtalækkunarferli hefjist ekki fyrr en á þriðja fjórðungi næsta árs.
  • Loks er tekið að hægja á hækkunum íbúðaverðs og í spánni er gert ráð fyrir nánast kyrrstöðu á þeim markaði næstu mánuði. Að jafnaði muni íbúðaverð hækka um 5% á næsta ári sem er undir meðalbreytingu frá aldamótum og mikil breyting frá 22% verðhækkun þessa árs.

Hagspá Hagfræðideildar Landsbankans 2022-2025

Þú gætir einnig haft áhuga á
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur