Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Kröft­ug­ur hag­vöxt­ur en kaup­mátt­ur dregst aft­ur úr

Hagspá 2022
19. október 2022 - Landsbankinn

Hagfræðideild Landsbankans spáir 6,5% hagvexti á þessu ári, þeim mesta frá 2007, en að svo hægi töluvert á hagkerfinu. Samkvæmt spánni byrja stýrivextir að lækka á seinni hluta ársins 2023 en verðbólga fer ekki undir 4% fyrr en árið 2025. Á þessu ári stefnir í að kaupmáttur dragist saman um 0,4% og að hann muni aðeins aukast um 0,5% á næsta ári, mun minna en undanfarin ár.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri hagspá Hagfræðideildar Landsbankans sem nær til ársins 2025. Hagspáin er kynnt á fundi í Hörpu sem stendur frá kl. 8.30-10.00 miðvikudaginn 19. október og hún er aðgengileg á vef Landsbankans.

Streymi af morgunfundi um hagspá

Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, segir:

„Eftir tólf ára samfellda kaupmáttaraukningu, sem er sögulega langt tímabil, sjáum við nú fram á að kaupmáttur muni rýrna á þessu ári og vaxa mun hægar á næsta ári en við eigum orðið að venjast. Margt bendir til þess að tekið sé að hægja á hagkerfinu og þótt horfur í efnahagsmálum hér á landi séu almennt mjög góðar ríkir samt töluverð óvissa, einkum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og áhrifa hennar á alþjóðahagkerfið. Óvissa vegna kjarasamninga er líka mikil. Spá okkar um verulega aukinn hagvöxt á þessu ári byggir aðallega á því að fleiri ferðamenn komi til landsins en við gerðum ráð fyrir í spá okkar í maí. Hagvöxtur til næstu ára ræðst einnig að stórum hluta af fjölda ferðamanna. Verði efnahagsástandið erlendis verra en við gerum ráð fyrir í spánni og ferðavilji fólks minni má búast við minni hagvexti. Verði ástandið betra mun ferðamönnum fjölga hraðar og hagvöxtur aukast hraðar.“

Helstu niðurstöður:

  • Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að landsframleiðslan aukist um 6,5% á þessu ári og 2,1% á því næsta.
  • Hagvöxturinn ræðst að miklu leyti af uppgangi ferðaþjónustunnar og verður þannig talsvert minni á næsta ári en á þessu ári, vegna hægari fjölgunar ferðamanna. Hagvöxtur verði 3% árið 2024 og 1,9% árið 2025.
  • Hagfræðideildin reiknar með 1,7 milljónum ferðamanna til landsins í ár og 1,9 milljónum á næsta ári. Árið 2024 verði ferðamenn 2,3 milljónir og 2,5 milljónir árið 2025.
  • Útflutningur mun aukast um 22,4% á milli ára í ár. Á næsta ári verður vöxturinn fremur lítill (3,7%) vegna minni fjölgunar ferðamanna og samdráttar í loðnuveiðum. Vöxtur útflutnings verður síðan nokkur árið 2024 (7%), að því gefnu að staða heimila í Evrópu verði orðin betri.
  • Horfur eru á að innflutningur aukist mjög í ár og skýrist það m.a. af ferðagleði Íslendinga í sumar. Hagfræðideildin býst við 18,6% vexti innflutnings í ár en að svo hægi verulega á vextinum á næstu árum og hann liggi á bilinu 2,2-3,5% á árunum 2023-2025.
  • Viðskiptajöfnuður við útlönd verður neikvæður í ár um alls 2,2% af landsframleiðslu, gangi spáin eftir. Þegar líður á spátímabilið munu utanríkisviðskipti færast úr halla í afgang sem verði mestur árið 2025, 1,9% af landsframleiðslu.
  • Krónan mun styrkjast ögn á næsta ári en styrkingin verði svo töluvert meiri árið 2024 þegar deildin sér fram á meiri afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum.
  • Einkaneysla hefur aukist mjög það sem af er ári og m.a. verið drifin áfram af ferðalögum Íslendinga erlendis. Hagfræðideildin gerir ráð fyrir að aukningin verði 6,7% á yfirstandandi ári en svo taki að hægja á og að einkaneysla aukist aðeins um 2% á næsta ári og 3-3,3% árin þar á eftir.
  • Óvissa í spánni snýr einna helst að vinnumarkaði í aðdraganda kjarasamninga. Vinnumarkaður hefur verið sterkur, launaskrið talsvert og fyrirtæki fundið fyrir skorti á starfsfólki. Hagfræðideild gerir ráð fyrir að laun hækki um 7,6% á þessu ári og svo 7,1% á næsta ári, sem er nokkuð í takt við breytingar síðustu ára.
  • Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði nokkuð stöðugt á spátímabilinu, að jafnaði 3,2% á næsta ári.
  • Verðbólga hefur náð hámarki og mun að jafnaði mælast 6,5% á næsta ári, samkvæmt hagspánni. Það er nokkur hjöðnun miðað við þá 8,1% verðbólgu sem Hagfræðideildin spáir í ár. Verðbólgumarkmiði Seðlabankans verður ekki náð á spátímanum.
  • Gert er ráð fyrir að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé lokið. Núverandi vaxtastigi verði haldið næstu misseri og vaxtalækkunarferli hefjist ekki fyrr en á þriðja fjórðungi næsta árs.
  • Loks er tekið að hægja á hækkunum íbúðaverðs og í spánni er gert ráð fyrir nánast kyrrstöðu á þeim markaði næstu mánuði. Að jafnaði muni íbúðaverð hækka um 5% á næsta ári sem er undir meðalbreytingu frá aldamótum og mikil breyting frá 22% verðhækkun þessa árs.

Hagspá Hagfræðideildar Landsbankans 2022-2025

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki fyrirtækja
16. jan. 2026
Breyting á fjárhæðum í millibankakerfi Seðlabankans
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að breyta fjárhæðamörkum í millibankakerfi sínu.
16. jan. 2026
Orden vann í hugmyndahraðhlaupi Gulleggsins og Landsbankans
Teymið Orden bar sigur úr býtum í hugmyndahraðhlaupi Gulleggsins og Landsbankans og hlaut að launum 150.000 krónur í verðlaunafé og sæti í 10 liða lokakeppni Gulleggsins.
Dagatal Landsbankans 2025
14. jan. 2026
Sýning á dagatalsmyndunum opnar 20. janúar
Þorvaldur Jónsson listmálari gerði myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans 2026. Þorvaldur mun opna sýningu á myndunum í Landsbankanum Reykjastræti 6 þriðjudaginn 20. janúar klukkan 15.00. Sýningin verður opin á afgreiðslutíma bankans og mun standa fram á vor.
14. jan. 2026
TM er komið í samstarf við Aukakrónur!
Það gleður okkur að segja frá því að nú er TM samstarfsaðili Aukakróna. Allir sem eru með tryggingarnar sínar hjá TM fá 1% endurgreiðslu í formi Aukakróna þegar greitt er með korti tengdu við Aukakrónukerfið. Svo er líka hægt að borga fyrir tryggingarnar sínar með Aukakrónum.
7. jan. 2026
Landsbankinn hefur samstarf við Drift EA
Landsbankinn og Drift EA hafa gert samstarfssamning sem miðar að því að styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarf á Íslandi með því að styrkja umgjörð, ráðgjöf og tengslanet fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK og Hjalti Harðarson, forstöðumaður markaðsmála hjá Landsbankanum
5. jan. 2026
Landsbankinn áfram aðalbakhjarl Gulleggsins
KLAK – Icelandic Startups og Landsbankinn hafa endurnýjað samstarf sitt um frumkvöðlakeppnina Gulleggið með undirritun nýs þriggja ára samnings. Með samningnum treystir Landsbankinn hlutverk sitt sem aðalbak­hjarl keppninnar enn frekar og undirstrikar langvarandi stuðning sinn við íslenska nýsköpun.
Jólakveðja
19. des. 2025
Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót
Þjónustuver og útibú Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag verða útibú lokuð en Þjónustuverið verður opið á milli kl. 9-12.
Fjölskylda
19. des. 2025
Click to Pay: Ný og öruggari leið til að greiða á netinu
Nú geta viðskiptavinir Landsbankans tengt greiðslukortin sín við Click to Pay, nýja og öruggari greiðslulausn sem netverslanir eru óðum að taka í notkun.
Samfélagsstyrkir 2025
11. des. 2025
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 32 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
10. des. 2025
Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.