Fréttir

Kröft­ug­ur hag­vöxt­ur en kaup­mátt­ur dregst aft­ur úr

Hagspá 2022
19. október 2022 - Landsbankinn

Hagfræðideild Landsbankans spáir 6,5% hagvexti á þessu ári, þeim mesta frá 2007, en að svo hægi töluvert á hagkerfinu. Samkvæmt spánni byrja stýrivextir að lækka á seinni hluta ársins 2023 en verðbólga fer ekki undir 4% fyrr en árið 2025. Á þessu ári stefnir í að kaupmáttur dragist saman um 0,4% og að hann muni aðeins aukast um 0,5% á næsta ári, mun minna en undanfarin ár.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri hagspá Hagfræðideildar Landsbankans sem nær til ársins 2025. Hagspáin er kynnt á fundi í Hörpu sem stendur frá kl. 8.30-10.00 miðvikudaginn 19. október og hún er aðgengileg á vef Landsbankans.

Streymi af morgunfundi um hagspá

Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, segir:

„Eftir tólf ára samfellda kaupmáttaraukningu, sem er sögulega langt tímabil, sjáum við nú fram á að kaupmáttur muni rýrna á þessu ári og vaxa mun hægar á næsta ári en við eigum orðið að venjast. Margt bendir til þess að tekið sé að hægja á hagkerfinu og þótt horfur í efnahagsmálum hér á landi séu almennt mjög góðar ríkir samt töluverð óvissa, einkum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og áhrifa hennar á alþjóðahagkerfið. Óvissa vegna kjarasamninga er líka mikil. Spá okkar um verulega aukinn hagvöxt á þessu ári byggir aðallega á því að fleiri ferðamenn komi til landsins en við gerðum ráð fyrir í spá okkar í maí. Hagvöxtur til næstu ára ræðst einnig að stórum hluta af fjölda ferðamanna. Verði efnahagsástandið erlendis verra en við gerum ráð fyrir í spánni og ferðavilji fólks minni má búast við minni hagvexti. Verði ástandið betra mun ferðamönnum fjölga hraðar og hagvöxtur aukast hraðar.“

Helstu niðurstöður:

 • Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að landsframleiðslan aukist um 6,5% á þessu ári og 2,1% á því næsta.
 • Hagvöxturinn ræðst að miklu leyti af uppgangi ferðaþjónustunnar og verður þannig talsvert minni á næsta ári en á þessu ári, vegna hægari fjölgunar ferðamanna. Hagvöxtur verði 3% árið 2024 og 1,9% árið 2025.
 • Hagfræðideildin reiknar með 1,7 milljónum ferðamanna til landsins í ár og 1,9 milljónum á næsta ári. Árið 2024 verði ferðamenn 2,3 milljónir og 2,5 milljónir árið 2025.
 • Útflutningur mun aukast um 22,4% á milli ára í ár. Á næsta ári verður vöxturinn fremur lítill (3,7%) vegna minni fjölgunar ferðamanna og samdráttar í loðnuveiðum. Vöxtur útflutnings verður síðan nokkur árið 2024 (7%), að því gefnu að staða heimila í Evrópu verði orðin betri.
 • Horfur eru á að innflutningur aukist mjög í ár og skýrist það m.a. af ferðagleði Íslendinga í sumar. Hagfræðideildin býst við 18,6% vexti innflutnings í ár en að svo hægi verulega á vextinum á næstu árum og hann liggi á bilinu 2,2-3,5% á árunum 2023-2025.
 • Viðskiptajöfnuður við útlönd verður neikvæður í ár um alls 2,2% af landsframleiðslu, gangi spáin eftir. Þegar líður á spátímabilið munu utanríkisviðskipti færast úr halla í afgang sem verði mestur árið 2025, 1,9% af landsframleiðslu.
 • Krónan mun styrkjast ögn á næsta ári en styrkingin verði svo töluvert meiri árið 2024 þegar deildin sér fram á meiri afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum.
 • Einkaneysla hefur aukist mjög það sem af er ári og m.a. verið drifin áfram af ferðalögum Íslendinga erlendis. Hagfræðideildin gerir ráð fyrir að aukningin verði 6,7% á yfirstandandi ári en svo taki að hægja á og að einkaneysla aukist aðeins um 2% á næsta ári og 3-3,3% árin þar á eftir.
 • Óvissa í spánni snýr einna helst að vinnumarkaði í aðdraganda kjarasamninga. Vinnumarkaður hefur verið sterkur, launaskrið talsvert og fyrirtæki fundið fyrir skorti á starfsfólki. Hagfræðideild gerir ráð fyrir að laun hækki um 7,6% á þessu ári og svo 7,1% á næsta ári, sem er nokkuð í takt við breytingar síðustu ára.
 • Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði nokkuð stöðugt á spátímabilinu, að jafnaði 3,2% á næsta ári.
 • Verðbólga hefur náð hámarki og mun að jafnaði mælast 6,5% á næsta ári, samkvæmt hagspánni. Það er nokkur hjöðnun miðað við þá 8,1% verðbólgu sem Hagfræðideildin spáir í ár. Verðbólgumarkmiði Seðlabankans verður ekki náð á spátímanum.
 • Gert er ráð fyrir að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé lokið. Núverandi vaxtastigi verði haldið næstu misseri og vaxtalækkunarferli hefjist ekki fyrr en á þriðja fjórðungi næsta árs.
 • Loks er tekið að hægja á hækkunum íbúðaverðs og í spánni er gert ráð fyrir nánast kyrrstöðu á þeim markaði næstu mánuði. Að jafnaði muni íbúðaverð hækka um 5% á næsta ári sem er undir meðalbreytingu frá aldamótum og mikil breyting frá 22% verðhækkun þessa árs.

Hagspá Hagfræðideildar Landsbankans 2022-2025

Þú gætir einnig haft áhuga á
Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti
22. sept. 2023
Síðasti dagurinn í Austurstræti
Í dag er síðasti dagurinn sem dyr útibús Landsbankans við Austurstræti 11 standa opnar og lokar húsið klukkan 16.00.
Grænland
21. sept. 2023
Fyrirtækjaráðgjöf bankans umsjónaraðili við flutning Amaroq á aðalmarkað
Amaroq Minerals, með auðkennið „AMRQ“, hefur nú verið skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Auk skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland eru hlutabréf Amaroq skráð á markað í Kanada (TSX-V) og London (AIM). Samhliða flutningnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hefur félagið verið afskráð af First North Iceland. Amaroq Minerals er fyrsta skráða félag sinnar tegundar á Íslandi. Félagið leggur megináherslu á leit að gulli og öðrum verðmætum málmum og hefur víðtækar rannsóknar- og vinnsluheimildir á Grænlandi, þar sem finna má gull, kopar, nikkel og aðra málma sem eru nauðsynlegir fyrir orkuskipti framtíðarinnar. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með skráningarferlinu og óskum við starfsfólki og hluthöfum Amaroq til hamingju með skráninguna.
Reykjastræti
21. sept. 2023
Afgreiðsla danskra peningaseðla
Viðskiptavinir geta nálgast danska peningaseðla í útibúum og hraðbönkum Landsbankans um allt land. Við viljum benda viðskiptavinum á að við höfum nú hætt móttöku á 1.000 kr. og 500 kr. dönskum peningaseðlum, sem og móttöku á öllum færeyskum peningaseðlum. Engar breytingar eru á viðskiptum með 200 kr., 100 kr. og 50 kr. danska peningaseðla. Viðskipti með reiðufé fylgja kröfum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Með hertum reglum í Danmörku hefur móttaka reiðufjár frá erlendum bönkum verið takmörkuð og því getur bankinn ekki lengur átt viðskipti með 500 kr. og 1000 kr. danska peningaseðla.
Tölva á vinnuborði
14. sept. 2023
Uppfærsla á RSA-appinu - nýtt tákn og heiti
Við vekjum athygli á að RSA SecurID appið sem notað er fyrir öruggar innskráningar og greiðslur í netbanka fyrirtækja er að breytast.
Reykjastræti
13. sept. 2023
Opnum útibúið í Reykjastræti
Við opnum í dag útibú í nýja húsnæðinu okkar í Reykjastræti 6. Þar er hægt að fá þjónustu hjá gjaldkera frá kl. 10-16 og hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Sunna Ósk Friðbertsdóttir
12. sept. 2023
Sunna Ósk Friðbertsdóttir nýr regluvörður bankans
Sunna Ósk Friðbertsdóttir hefur verið ráðin regluvörður Landsbankans og hefur hún tekið til starfa. Sunna lauk BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og ML-gráðu frá sama skóla árið 2010. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Sunna hóf störf sem lögfræðingur hjá Landsbankanum árið 2010 og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum, bæði varðandi innleiðingu löggjafar og daglega starfsemi bankans. Hún hefur starfað við regluvörslu hjá bankanum frá árinu 2017 og var staðgengill regluvarðar frá árinu 2022. Regluvarsla hefur umsjón og eftirlit með því að Landsbankinn starfi í samræmi við innra og ytra regluverk og sinnir fræðslu og ráðgjöf um kröfur laga og reglna sem hafa áhrif á starfsemi bankans.
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur