Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?

Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
Á næsta Fjármálamóti 15. október 2025 fáum við innsýn í hagnýtar lausnir og reynslu úr atvinnulífinu og skoðum hvernig fyrirtæki af ólíkri stærð og úr ólíkum greinum nýta gögn til að hámarka árangur og stuðla að auknum vexti.
Fundurinn verður haldinn í Landsbankanum Reykjastræti 6 og stendur frá kl. 17-18.30.
Dagskrá
- Arnheiður K. Gísladóttir, forstöðumaður á Fyrirtækjasviði Landsbankans.
- Haraldur Þór Jónsson, eigandi Heima Holiday Homes.
- Sigurður Máni Helguson, framkvæmdastjóri Brauð & Co.
- Egill Þorsteinsson, yfirmaður tækni- og þróunarmála hjá Domino’s á Íslandi.
- Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab.
Að dagskrá lokinni verða umræður þar sem gestir fá tækifæri til að spyrja frummælendur spjörunum úr.
Komdu og fáðu innblástur, hagnýta þekkingu og nýja sýn á hvernig gögn eru notuð til að styðja við reksturinn. Léttar veitingar verða í boði.









