Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Rík­ið kaup­ir Norð­ur­hús Aust­ur­bakka, hús Lands­bank­ans

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
29. september 2022 - Landsbankinn

Samið hefur verið um kaup ríkisins á Norðurhúsi í nýju húsi Landsbankans sem nú rís við Austurbakka í miðbæ Reykjavíkur. Til stendur að nýta það undir starfsemi utanríkisráðuneytisins og sýningar- og menningartengda starfsemi Listasafns Íslands. Þá hefur ríkið lýst yfir vilja til að ganga til samninga um kaup á Austurstræti 11.

Austurbakki er nútímalegt og sveigjanlegt skrifstofu- og þjónustuhúsnæði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við Norðurhús verði lokið á árinu 2023 og að þá muni um 700-800 manns starfa í öllu húsinu.

Norðurhús Austurbakka er samtals um 5.900 fermetrar. Við ákvörðun kaupverðs var aflað verðmata og er kaupverðið meðaltal þeirra. Ríkissjóður greiðir 4,6 milljarða króna miðað við skil á húsinu í samræmi við upphaflegar áætlanir en þær gera ráð fyrir að húsnæði á jarðhæð og í kjallara verði skilað tilbúnu til innréttinga á meðan skrifstofuhúsnæði á 2.-4. hæð verði afhent fullbúið. Í kaupsamningnum er kveðið á um að bankinn afhendi alla húshluta fullbúna og er áætlað að um 1,4 milljarðar króna bætist við kaupverðið vegna fullnaðarfrágangs á jarðhæð og kjallara og aðlögunar að starfsemi ríkisins. Kaupverðið er því samtals um sex milljarðar króna.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, segir: „Við erum afar ánægð með að samningar hafi tekist um að ríkið kaupi Norðurhús og ætli að flytja þangað starfsemi utanríkisráðuneytisins og nýta fyrir lista- og menningarstarfsemi. Austurbakki er vel hannað og fallegt hús sem fellur vel að umhverfi sínu. Starfsemi bankans, ráðuneytisins og ekki síður listasafnsins á góða samleið og mun án efa hleypa miklu lífi í allt svæðið. Við sem störfum í bankanum erum mjög spennt fyrir því að flytja í nýja húsið, úr tólf húsum í Kvosinni og tveimur húsum í Borgartúni. Það verður mikill munur að fá starfsemina loksins í eitt og miklu minna hús og flutningarnir munu leiða til aukinnar hagkvæmni, samvinnu og stuðla að enn betri þjónustu bankans. Við fögnum því líka að ríkið skoði kosti þess að kaupa Austurstræti 11, enda er mikilvægt að það góða hús fái hlutverk við hæfi.“

Nánar um Austurbakka

Landsbankinn í Austurstræti 11 frá 1898

Landsbankinn hóf starfsemi í Austurstræti 11 árið 1898 en húsið skemmdist mikið í miðbæjarbrunanum 1915. Húsið var endurreist og flutti bankinn starfsemi sína þangað árið 1924, eftir stuttan stans í Austurstræti 16, sem seinna hýsti Reykjavíkurapótek. Guðjón Samúelsson teiknaði Landsbankahúsið og taldi hann að það væri „án efa vandaðasta húsið sem reist hefir verið hér á landi“, eins og fram kemur í ítarlegri grein Péturs H. Ármannssonar sem er á Umræðunni. Austurstræti 11 er eitt af tólf húsum sem hýsa starfsemi bankans í Kvosinni.

Bankinn í miðborginni: Úr Bakarabrekku í Austurstræti

Á meðfylgjandi mynd eru: Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
28. apríl 2025
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í A-
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði verið hækkað úr BBB+ í A-. Lánshæfismatið hefur ekki verið hærra frá árinu 2014, þegar S&P hóf að veita bankanum lánshæfiseinkunnir.
16. apríl 2025
Þjónusta um páskana – appið og Ellí loka ekki
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 22. apríl nk.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.