Fréttir

Rík­ið kaup­ir Norð­ur­hús Aust­ur­bakka, hús Lands­bank­ans

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
29. september 2022 - Landsbankinn

Samið hefur verið um kaup ríkisins á Norðurhúsi í nýju húsi Landsbankans sem nú rís við Austurbakka í miðbæ Reykjavíkur. Til stendur að nýta það undir starfsemi utanríkisráðuneytisins og sýningar- og menningartengda starfsemi Listasafns Íslands. Þá hefur ríkið lýst yfir vilja til að ganga til samninga um kaup á Austurstræti 11.

Austurbakki er nútímalegt og sveigjanlegt skrifstofu- og þjónustuhúsnæði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við Norðurhús verði lokið á árinu 2023 og að þá muni um 700-800 manns starfa í öllu húsinu.

Norðurhús Austurbakka er samtals um 5.900 fermetrar. Við ákvörðun kaupverðs var aflað verðmata og er kaupverðið meðaltal þeirra. Ríkissjóður greiðir 4,6 milljarða króna miðað við skil á húsinu í samræmi við upphaflegar áætlanir en þær gera ráð fyrir að húsnæði á jarðhæð og í kjallara verði skilað tilbúnu til innréttinga á meðan skrifstofuhúsnæði á 2.-4. hæð verði afhent fullbúið. Í kaupsamningnum er kveðið á um að bankinn afhendi alla húshluta fullbúna og er áætlað að um 1,4 milljarðar króna bætist við kaupverðið vegna fullnaðarfrágangs á jarðhæð og kjallara og aðlögunar að starfsemi ríkisins. Kaupverðið er því samtals um sex milljarðar króna.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, segir: „Við erum afar ánægð með að samningar hafi tekist um að ríkið kaupi Norðurhús og ætli að flytja þangað starfsemi utanríkisráðuneytisins og nýta fyrir lista- og menningarstarfsemi. Austurbakki er vel hannað og fallegt hús sem fellur vel að umhverfi sínu. Starfsemi bankans, ráðuneytisins og ekki síður listasafnsins á góða samleið og mun án efa hleypa miklu lífi í allt svæðið. Við sem störfum í bankanum erum mjög spennt fyrir því að flytja í nýja húsið, úr tólf húsum í Kvosinni og tveimur húsum í Borgartúni. Það verður mikill munur að fá starfsemina loksins í eitt og miklu minna hús og flutningarnir munu leiða til aukinnar hagkvæmni, samvinnu og stuðla að enn betri þjónustu bankans. Við fögnum því líka að ríkið skoði kosti þess að kaupa Austurstræti 11, enda er mikilvægt að það góða hús fái hlutverk við hæfi.“

Nánar um Austurbakka

Landsbankinn í Austurstræti 11 frá 1898

Landsbankinn hóf starfsemi í Austurstræti 11 árið 1898 en húsið skemmdist mikið í miðbæjarbrunanum 1915. Húsið var endurreist og flutti bankinn starfsemi sína þangað árið 1924, eftir stuttan stans í Austurstræti 16, sem seinna hýsti Reykjavíkurapótek. Guðjón Samúelsson teiknaði Landsbankahúsið og taldi hann að það væri „án efa vandaðasta húsið sem reist hefir verið hér á landi“, eins og fram kemur í ítarlegri grein Péturs H. Ármannssonar sem er á Umræðunni. Austurstræti 11 er eitt af tólf húsum sem hýsa starfsemi bankans í Kvosinni.

Bankinn í miðborginni: Úr Bakarabrekku í Austurstræti

Á meðfylgjandi mynd eru: Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur