Fréttir

Rík­ið kaup­ir Norð­ur­hús Aust­ur­bakka, hús Lands­bank­ans

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
29. september 2022 - Landsbankinn

Samið hefur verið um kaup ríkisins á Norðurhúsi í nýju húsi Landsbankans sem nú rís við Austurbakka í miðbæ Reykjavíkur. Til stendur að nýta það undir starfsemi utanríkisráðuneytisins og sýningar- og menningartengda starfsemi Listasafns Íslands. Þá hefur ríkið lýst yfir vilja til að ganga til samninga um kaup á Austurstræti 11.

Austurbakki er nútímalegt og sveigjanlegt skrifstofu- og þjónustuhúsnæði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við Norðurhús verði lokið á árinu 2023 og að þá muni um 700-800 manns starfa í öllu húsinu.

Norðurhús Austurbakka er samtals um 5.900 fermetrar. Við ákvörðun kaupverðs var aflað verðmata og er kaupverðið meðaltal þeirra. Ríkissjóður greiðir 4,6 milljarða króna miðað við skil á húsinu í samræmi við upphaflegar áætlanir en þær gera ráð fyrir að húsnæði á jarðhæð og í kjallara verði skilað tilbúnu til innréttinga á meðan skrifstofuhúsnæði á 2.-4. hæð verði afhent fullbúið. Í kaupsamningnum er kveðið á um að bankinn afhendi alla húshluta fullbúna og er áætlað að um 1,4 milljarðar króna bætist við kaupverðið vegna fullnaðarfrágangs á jarðhæð og kjallara og aðlögunar að starfsemi ríkisins. Kaupverðið er því samtals um sex milljarðar króna.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, segir: „Við erum afar ánægð með að samningar hafi tekist um að ríkið kaupi Norðurhús og ætli að flytja þangað starfsemi utanríkisráðuneytisins og nýta fyrir lista- og menningarstarfsemi. Austurbakki er vel hannað og fallegt hús sem fellur vel að umhverfi sínu. Starfsemi bankans, ráðuneytisins og ekki síður listasafnsins á góða samleið og mun án efa hleypa miklu lífi í allt svæðið. Við sem störfum í bankanum erum mjög spennt fyrir því að flytja í nýja húsið, úr tólf húsum í Kvosinni og tveimur húsum í Borgartúni. Það verður mikill munur að fá starfsemina loksins í eitt og miklu minna hús og flutningarnir munu leiða til aukinnar hagkvæmni, samvinnu og stuðla að enn betri þjónustu bankans. Við fögnum því líka að ríkið skoði kosti þess að kaupa Austurstræti 11, enda er mikilvægt að það góða hús fái hlutverk við hæfi.“

Nánar um Austurbakka

Landsbankinn í Austurstræti 11 frá 1898

Landsbankinn hóf starfsemi í Austurstræti 11 árið 1898 en húsið skemmdist mikið í miðbæjarbrunanum 1915. Húsið var endurreist og flutti bankinn starfsemi sína þangað árið 1924, eftir stuttan stans í Austurstræti 16, sem seinna hýsti Reykjavíkurapótek. Guðjón Samúelsson teiknaði Landsbankahúsið og taldi hann að það væri „án efa vandaðasta húsið sem reist hefir verið hér á landi“, eins og fram kemur í ítarlegri grein Péturs H. Ármannssonar sem er á Umræðunni. Austurstræti 11 er eitt af tólf húsum sem hýsa starfsemi bankans í Kvosinni.

Bankinn í miðborginni: Úr Bakarabrekku í Austurstræti

Á meðfylgjandi mynd eru: Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Þú gætir einnig haft áhuga á
30. nóv. 2022

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans var umsjónaraðili með söluferli og ráðgjafi við sölu á Freyju

Eigendur sælgætisgerðarinnar Freyju og Langasjávar ehf. hafa komist að samkomulagi um kaup Langasjávar á K-102 ehf. sem á dótturfélagið Freyju að fullu og einnig fasteignir sem tengjast rekstrinum. Kaupin eru háð hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans var umsjónaraðili með söluferli K-102 ehf. og ráðgjafi seljenda.
28. nóv. 2022

Um 100 manns í sögugöngu um Austurstræti 11

Mikill áhugi var á sögugöngum um Austurstræti 11 síðastliðinn sunnudag, 27. nóvember. Boðið var upp á tvær göngur og var fullt í þær báðar og rúmlega það.
Austurstræti 11
21. nóv. 2022

Söguganga um Austurstræti 11 með Pétri H. Ármannssyni

Við bjóðum upp á tvær sögugöngur um Austurstræti 11 með Pétri H. Ármannssyni, arkitekt, fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember 2022.
Greitt með Aukakrónum
16. nóv. 2022

Aukakrónurnar eru komnar í símann

Nú getur þú notað símann þinn til að borga með Aukakrónum! Þú bætir Aukakrónukortinu einfaldlega við Google Wallet eða Apple Wallet í gegnum Landsbankaappið og velur síðan Aukakrónur þegar þú borgar fyrir vörur eða þjónustu hjá um 200 samstarfsaðilum um allt land.
11. nóv. 2022

Viggó Ásgeirsson til liðs við bankann

Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Viðskiptaþróunar á Einstaklingssviði Landsbankans.
11. nóv. 2022

Guðrún og Hildur verða forstöðumenn hjá bankanum

Guðrún S. Ólafsdóttir og Hildur Sveinsdóttir hafa tekið við sem forstöðumenn á Einstaklingssviði Landsbankans. Báðar hafa þær mikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði.
New temp image
11. nóv. 2022

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans aðstoðar við undirbúning að skráningu Bláa Lónsins

Bláa Lónið hefur ráðið Landsbankann til að annast undirbúning að fyrirhugaðri skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.
New temp image
9. nóv. 2022

Breyting á föstum vöxtum nýrra íbúðalána

Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,15 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig.
Bergið
4. nóv. 2022

Landsbankinn styrkir Bergið headspace í nafni Framúrskarandi fyrirtækja

Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrki til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Bergsins headspace.
New temp image
2. nóv. 2022

Óskum Amaroq Minerals til hamingju með skráningu á First North á Íslandi

Amaroq Minerals Ltd. var skráð á First North markaðinn í gær, 1. nóvember. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans aðstoðaði félagið við hlutafjáraukningu þess í aðdraganda skráningar og þakkar félaginu kærlega fyrir ánægjulegt samstarf.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur