Fréttir

Fjöl­breytt verk­efni fá sjálf­bærnistyrk Lands­bank­ans

Sex áhugaverð verkefni hafa hlotið styrk úr Sjálfbærnisjóði Landsbankans, alls að upphæð 10 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
Sjálfbærnistyrkir 2022
20. júní 2022

Verkefnin eru fjölbreytt en eiga það sameiginlegt að stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Sérstök áhersla var lögð á að styðja við þróun lausna sem hraða orkuskiptum frá jarðefnaeldsneyti yfir í orkugjafa með lágt kolefnisspor.

Fjögur verkefni hlutu styrk að fjárhæð 2 milljónir og tvö verkefni að fjárhæð 1 milljón króna. Alls bárust sjóðnum tæplega 50 umsóknir í ár.

Sjálfbærnistyrkir 2022

2.000.000 kr.

Icewind - Vindtúrbínur sem eru sérstaklega hannaðar fyrir öfgafullt veðurfar á norðurslóðum. Stefnt er að því koma nýjustu útgáfunni í prófanir. Túrbínurnar eru hannaðar til að koma í stað díselvéla í fjarskipta-, eftirlits- og neyðarkerfum þar sem ekki er aðgangur að rafmagni.

SoGreen - Loftslagslausn sem miðar að því að minnka kolefnisspor verulega samtímis því að styrkja menntun stúlkna. Markmiðið er að brúa bilið milli fyrirtækja sem vilja kolefnisjafna rekstur með því að kaupa vottaðar kolefniseiningar, og samtaka sem leita eftir fjármagni til verkefna sem styrkja menntun og jafnrétti.

Snerpa Power - Markmiðið er að virkja raforkunotendur á Íslandi til þátttöku á raforkumarkaði, bæta þannig auðlindanýtingu og skapa aukið svigrúm fyrir orkuskiptin. Byggt er á hugbúnaðarlausn sem Snerpa Power hefur þróað.

Græn lína - Ráðgarður skiparáðgjöf. Verkefnið miðar að því að þróa og hanna nýjan 30 brúttótonna línubát með umhverfisvænum orku- og aflgjafa og stuðla þannig að minni útblæstri í sjávarúrvegi.

1.000.000 kr.

Gerosion – Þróun aðferðar til að nýta plastúrgang í stað kola í kísilmálms- og málmblendiframleiðslu.

Spaksmannsspjarir - Verkefnið miðar að því að þróa og aðlaga nýjar, framsæknar aðferðir við hönnun, prufugerð og sölu á fatnaði sem styður við hringrásarhagkerfi textíls fyrir fatahönnun og fataiðnað framtíðarinnar.

Tengist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

Sjálfbærnisjóður Landsbankans tengist tveimur heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem við vinnum markvisst að hjá bankanum: Nr. 13., um aðgerðir í loftslagsmálum og nr. 9, um nýsköpun og uppbyggingu.

Í úthlutunarnefnd 2022 sátu Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans , Guðmundur Þorbjörnsson ráðgjafi hjá EFLU verkfræðistofu, Kristján Vigfússon háskólakennari í Háskólanum í Reykjavík og Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum.

Nánar um sjálfbærnistyrki

Á myndinni eru styrkþegar ársins 2022 ásamt Söru Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Samfélags hjá Landsbankanum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur