Fréttir

Fjöl­breytt verk­efni fá sjálf­bærnistyrk Lands­bank­ans

Sex áhugaverð verkefni hafa hlotið styrk úr Sjálfbærnisjóði Landsbankans, alls að upphæð 10 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
Sjálfbærnistyrkir 2022
20. júní 2022

Verkefnin eru fjölbreytt en eiga það sameiginlegt að stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Sérstök áhersla var lögð á að styðja við þróun lausna sem hraða orkuskiptum frá jarðefnaeldsneyti yfir í orkugjafa með lágt kolefnisspor.

Fjögur verkefni hlutu styrk að fjárhæð 2 milljónir og tvö verkefni að fjárhæð 1 milljón króna. Alls bárust sjóðnum tæplega 50 umsóknir í ár.

Sjálfbærnistyrkir 2022

2.000.000 kr.

Icewind - Vindtúrbínur sem eru sérstaklega hannaðar fyrir öfgafullt veðurfar á norðurslóðum. Stefnt er að því koma nýjustu útgáfunni í prófanir. Túrbínurnar eru hannaðar til að koma í stað díselvéla í fjarskipta-, eftirlits- og neyðarkerfum þar sem ekki er aðgangur að rafmagni.

SoGreen - Loftslagslausn sem miðar að því að minnka kolefnisspor verulega samtímis því að styrkja menntun stúlkna. Markmiðið er að brúa bilið milli fyrirtækja sem vilja kolefnisjafna rekstur með því að kaupa vottaðar kolefniseiningar, og samtaka sem leita eftir fjármagni til verkefna sem styrkja menntun og jafnrétti.

Snerpa Power - Markmiðið er að virkja raforkunotendur á Íslandi til þátttöku á raforkumarkaði, bæta þannig auðlindanýtingu og skapa aukið svigrúm fyrir orkuskiptin. Byggt er á hugbúnaðarlausn sem Snerpa Power hefur þróað.

Græn lína - Ráðgarður skiparáðgjöf. Verkefnið miðar að því að þróa og hanna nýjan 30 brúttótonna línubát með umhverfisvænum orku- og aflgjafa og stuðla þannig að minni útblæstri í sjávarúrvegi.

1.000.000 kr.

Gerosion – Þróun aðferðar til að nýta plastúrgang í stað kola í kísilmálms- og málmblendiframleiðslu.

Spaksmannsspjarir - Verkefnið miðar að því að þróa og aðlaga nýjar, framsæknar aðferðir við hönnun, prufugerð og sölu á fatnaði sem styður við hringrásarhagkerfi textíls fyrir fatahönnun og fataiðnað framtíðarinnar.

Tengist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

Sjálfbærnisjóður Landsbankans tengist tveimur heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem við vinnum markvisst að hjá bankanum: Nr. 13., um aðgerðir í loftslagsmálum og nr. 9, um nýsköpun og uppbyggingu.

Í úthlutunarnefnd 2022 sátu Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans , Guðmundur Þorbjörnsson ráðgjafi hjá EFLU verkfræðistofu, Kristján Vigfússon háskólakennari í Háskólanum í Reykjavík og Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum.

Nánar um sjálfbærnistyrki

Á myndinni eru styrkþegar ársins 2022 ásamt Söru Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Samfélags hjá Landsbankanum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur