Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Orku­skipti fyrsta áhersla nýs sjálf­bærni­sjóðs

Landsbankinn hefur stofnað nýjan styrktarsjóð, Sjálfbærnisjóðinn. Markmið sjóðsins er að styðja verkefni sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið.
Aðalheiður Snæbjarnardóttir, Lilja Björk Einarsdóttir, Sara Pálsdóttir
31. janúar 2022 - Landsbankinn

Við fyrstu úthlutun  mun sjóðurinn styðja sérstaklega við verkefni sem snúa að orkuskiptum. Alls verður úthlutað 10 milljónum króna úr Sjálfbærnisjóðnum á hverju ári.

Sjóðurinn tengist tveimur heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem við vinnum markvisst að hjá Landsbankanum: Nr. 13., um aðgerðir í loftslagsmálum og nr. 9, um nýsköpun og uppbyggingu.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Við viljum leggja okkar af mörkum til að þróa lausnir sem flýta orkuskiptum frá jarðefnaeldsneyti yfir í orkugjafa með lágt kolefnisspor. Sjálfbærnisjóðurinn er ekki síst ætlaður nemendum og sprotafyrirtækjum. Loftslagsmálin eru helsta áskorun samtímans og við viljum styðja við góðar hugmyndir og verkefni sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið okkar. Á þessu sviði liggja gríðarlega mörg tækifæri til nýsköpunar. Við erum í stöðugri framþróun, hvort sem það snýr að sjálfbærri fjármögnun, grænu vöruframboði eða í fjölbreyttum stuðningi okkar við samfélagið. Sjálfbærnisjóðurinn styður vel við stefnu okkar um Landsbanka nýrra tíma og við þurfum öll að leggjast á eitt til að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum.“

Fjölbreyttur stuðningur

Sjálfbærnisjóðurinn kemur til viðbótar við árlega náms- og samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans. Alls verða því veittar 31 milljón króna árlega úr Samfélagssjóði og Sjálfbærnisjóði til stuðnings verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag. Að auki styrkir bankinn fjölbreytt verkefni um land allt, m.a.  á sviði mannúðarmála, lista og menningar, menntunar og  íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Stefnt er að því að fyrsta úthlutun úr Sjálfbærnisjóðnum fari fram í vor. Opnað verður fyrir umsóknir  í byrjun mars og verður nánar auglýst síðar.

Mynd að ofan: Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sérfræðingur í sjálfbærni, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
7. jan. 2026
Landsbankinn hefur samstarf við Drift EA
Landsbankinn og Drift EA hafa gert samstarfssamning sem miðar að því að styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarf á Íslandi með því að styrkja umgjörð, ráðgjöf og tengslanet fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK og Hjalti Harðarson, forstöðumaður markaðsmála hjá Landsbankanum
5. jan. 2026
Landsbankinn áfram aðalbakhjarl Gulleggsins
KLAK – Icelandic Startups og Landsbankinn hafa endurnýjað samstarf sitt um frumkvöðlakeppnina Gulleggið með undirritun nýs þriggja ára samnings. Með samningnum treystir Landsbankinn hlutverk sitt sem aðalbak­hjarl keppninnar enn frekar og undirstrikar langvarandi stuðning sinn við íslenska nýsköpun.
Jólakveðja
19. des. 2025
Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót
Þjónustuver og útibú Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag verða útibú lokuð en Þjónustuverið verður opið á milli kl. 9-12.
Fjölskylda
19. des. 2025
Click to Pay: Ný og öruggari leið til að greiða á netinu
Nú geta viðskiptavinir Landsbankans tengt greiðslukortin sín við Click to Pay, nýja og öruggari greiðslulausn sem netverslanir eru óðum að taka í notkun.
Samfélagsstyrkir 2025
11. des. 2025
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 32 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
10. des. 2025
Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.
Dagatal Landsbankans 2025
10. des. 2025
Dagatal Landsbankans 2026
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2026 er komið úr prentun. Í ár verður dagatalið sent út til viðskiptavina okkar sem eru 67 ára og eldri og eru þau nú þegar farin að berast viðskiptavinum. Aðrir viðskiptavinir, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, geta nálgast eintak í útibúum okkar á næstu vikum.
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
4. des. 2025
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.
Maður við tölvu
4. des. 2025
Gamlársdagur ekki bankadagur – áhrif á eindaga og greiðslur
Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.