Fréttir

Orku­skipti fyrsta áhersla nýs sjálf­bærni­sjóðs

Landsbankinn hefur stofnað nýjan styrktarsjóð, Sjálfbærnisjóðinn. Markmið sjóðsins er að styðja verkefni sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið.
Aðalheiður Snæbjarnardóttir, Lilja Björk Einarsdóttir, Sara Pálsdóttir
31. janúar 2022 - Landsbankinn

Við fyrstu úthlutun  mun sjóðurinn styðja sérstaklega við verkefni sem snúa að orkuskiptum. Alls verður úthlutað 10 milljónum króna úr Sjálfbærnisjóðnum á hverju ári.

Sjóðurinn tengist tveimur heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem við vinnum markvisst að hjá Landsbankanum: Nr. 13., um aðgerðir í loftslagsmálum og nr. 9, um nýsköpun og uppbyggingu.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Við viljum leggja okkar af mörkum til að þróa lausnir sem flýta orkuskiptum frá jarðefnaeldsneyti yfir í orkugjafa með lágt kolefnisspor. Sjálfbærnisjóðurinn er ekki síst ætlaður nemendum og sprotafyrirtækjum. Loftslagsmálin eru helsta áskorun samtímans og við viljum styðja við góðar hugmyndir og verkefni sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið okkar. Á þessu sviði liggja gríðarlega mörg tækifæri til nýsköpunar. Við erum í stöðugri framþróun, hvort sem það snýr að sjálfbærri fjármögnun, grænu vöruframboði eða í fjölbreyttum stuðningi okkar við samfélagið. Sjálfbærnisjóðurinn styður vel við stefnu okkar um Landsbanka nýrra tíma og við þurfum öll að leggjast á eitt til að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum.“

Fjölbreyttur stuðningur

Sjálfbærnisjóðurinn kemur til viðbótar við árlega náms- og samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans. Alls verða því veittar 31 milljón króna árlega úr Samfélagssjóði og Sjálfbærnisjóði til stuðnings verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag. Að auki styrkir bankinn fjölbreytt verkefni um land allt, m.a.  á sviði mannúðarmála, lista og menningar, menntunar og  íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Stefnt er að því að fyrsta úthlutun úr Sjálfbærnisjóðnum fari fram í vor. Opnað verður fyrir umsóknir  í byrjun mars og verður nánar auglýst síðar.

Mynd að ofan: Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sérfræðingur í sjálfbærni, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur