Fréttir

Orku­skipti fyrsta áhersla nýs sjálf­bærni­sjóðs

Landsbankinn hefur stofnað nýjan styrktarsjóð, Sjálfbærnisjóðinn. Markmið sjóðsins er að styðja verkefni sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið.
Aðalheiður Snæbjarnardóttir, Lilja Björk Einarsdóttir, Sara Pálsdóttir
31. janúar 2022 - Landsbankinn

Við fyrstu úthlutun  mun sjóðurinn styðja sérstaklega við verkefni sem snúa að orkuskiptum. Alls verður úthlutað 10 milljónum króna úr Sjálfbærnisjóðnum á hverju ári.

Sjóðurinn tengist tveimur heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem við vinnum markvisst að hjá Landsbankanum: Nr. 13., um aðgerðir í loftslagsmálum og nr. 9, um nýsköpun og uppbyggingu.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Við viljum leggja okkar af mörkum til að þróa lausnir sem flýta orkuskiptum frá jarðefnaeldsneyti yfir í orkugjafa með lágt kolefnisspor. Sjálfbærnisjóðurinn er ekki síst ætlaður nemendum og sprotafyrirtækjum. Loftslagsmálin eru helsta áskorun samtímans og við viljum styðja við góðar hugmyndir og verkefni sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið okkar. Á þessu sviði liggja gríðarlega mörg tækifæri til nýsköpunar. Við erum í stöðugri framþróun, hvort sem það snýr að sjálfbærri fjármögnun, grænu vöruframboði eða í fjölbreyttum stuðningi okkar við samfélagið. Sjálfbærnisjóðurinn styður vel við stefnu okkar um Landsbanka nýrra tíma og við þurfum öll að leggjast á eitt til að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum.“

Fjölbreyttur stuðningur

Sjálfbærnisjóðurinn kemur til viðbótar við árlega náms- og samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans. Alls verða því veittar 31 milljón króna árlega úr Samfélagssjóði og Sjálfbærnisjóði til stuðnings verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag. Að auki styrkir bankinn fjölbreytt verkefni um land allt, m.a.  á sviði mannúðarmála, lista og menningar, menntunar og  íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Stefnt er að því að fyrsta úthlutun úr Sjálfbærnisjóðnum fari fram í vor. Opnað verður fyrir umsóknir  í byrjun mars og verður nánar auglýst síðar.

Mynd að ofan: Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sérfræðingur í sjálfbærni, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélags hjá Landsbankanum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur