Stelpur í 9. bekk kynntu sér tæknistörf í bankanum
Í síðustu viku fengum við góða heimsókn frá 25 stelpum í 9. bekk í Háteigsskóla á vegum verkefnisins Stelpur og tækni. Þær ræddu við okkur um upplýsingatækni, kynntu sér starfsemi bankans og fræddust um tækni og tæknistörf. Síðan tók við hópavinna þar sem stelpurnar þróuðu skemmtilegar hugmyndir að nýjum vörum og þjónustu.
Markmiðið með verkefninu er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. Við þökkum stelpunum kærlega fyrir heimsóknina!