Fréttir

Flóa­skóli sigr­aði í Skóla­hreysti 2022

Flóaskóli er sigurvegari Skólahreysti 2022 eftir æsispennandi úrslitakeppni í Mýrinni laugardaginn 21. maí.
23. maí 2022

Flóaskóli lauk keppni með 61,5 stig. Hraunvallaskóli komst í fyrsta skipti á verðlaunapall og endaði í öðru sæti með 58 stig. Holtaskóli endaði  í þriðja sæti með 54,5 stig.

Flóaskóli tók forystuna eftir fyrstu keppnisgrein þegar Auðunn Ingi Davíðsson gerði 58 upphífingar. Natalía Dóra Snæland Rúnarsdóttir gerði flestar armbeygjur, 57 talsins. Almar Örn Arnarson úr Holtaskóli gerði 57 dýfur og vann þá grein örugglega. Hagaskóli vann síðustu tvær keppnisgreinarnar hreystigreipina og hraðaþrautina. Matthildur Helgadóttir Folkmann hékk lengst allra eða í 11 mínútur og 24 sekúndur og svo fóru Bessi Teitsson og Hekla Petronella hraðabrautina á frábærum tíma, 2.04 mínútum.

Sigurlið Flóaskóla skipa Viðar Hrafn Victorsson og Hanna Dóra Höskuldsdóttir (hraðaþraut),  Auðunn Ingi Davíðsson (upphífingar og dýfur) og Þórunn Ólafsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Silfurlið Hraunvallaskóla skipa Magnús Ingi Halldórsson og Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir (hraðaþraut), Aron Haraldsson (upphífingar og dýfur) og Natalía Dóra Snæland Rúnarsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Bronslið Holtaskóla skipa Dagur Stefán Örvarsson og Helen María Margeirsdóttir (hraðaþraut), Almar Örn Arnarson (upphífingar og dýfur) og Margrét Júlía Jóhannsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Aðrir skólar er kepptu í ár voru Akurskóli, Dalvíkurskóli,, Hagaskóli, Heiðarskóli, Laugalækjarskóli, Stapaskóli, Sunnulækjarskóli, Varmahlíðarskóli og grunnskóli Húnaþings vestra.

Skólahreysti og Landsbankinn óskar keppendum og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.

Stuðningur við samfélagið

Þú gætir einnig haft áhuga á
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur