Flóaskóli sigraði í Skólahreysti 2022
Flóaskóli lauk keppni með 61,5 stig. Hraunvallaskóli komst í fyrsta skipti á verðlaunapall og endaði í öðru sæti með 58 stig. Holtaskóli endaði í þriðja sæti með 54,5 stig.
Flóaskóli tók forystuna eftir fyrstu keppnisgrein þegar Auðunn Ingi Davíðsson gerði 58 upphífingar. Natalía Dóra Snæland Rúnarsdóttir gerði flestar armbeygjur, 57 talsins. Almar Örn Arnarson úr Holtaskóli gerði 57 dýfur og vann þá grein örugglega. Hagaskóli vann síðustu tvær keppnisgreinarnar hreystigreipina og hraðaþrautina. Matthildur Helgadóttir Folkmann hékk lengst allra eða í 11 mínútur og 24 sekúndur og svo fóru Bessi Teitsson og Hekla Petronella hraðabrautina á frábærum tíma, 2.04 mínútum.
Sigurlið Flóaskóla skipa Viðar Hrafn Victorsson og Hanna Dóra Höskuldsdóttir (hraðaþraut), Auðunn Ingi Davíðsson (upphífingar og dýfur) og Þórunn Ólafsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).
Silfurlið Hraunvallaskóla skipa Magnús Ingi Halldórsson og Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir (hraðaþraut), Aron Haraldsson (upphífingar og dýfur) og Natalía Dóra Snæland Rúnarsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).
Bronslið Holtaskóla skipa Dagur Stefán Örvarsson og Helen María Margeirsdóttir (hraðaþraut), Almar Örn Arnarson (upphífingar og dýfur) og Margrét Júlía Jóhannsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).
Aðrir skólar er kepptu í ár voru Akurskóli, Dalvíkurskóli,, Hagaskóli, Heiðarskóli, Laugalækjarskóli, Stapaskóli, Sunnulækjarskóli, Varmahlíðarskóli og grunnskóli Húnaþings vestra.
Skólahreysti og Landsbankinn óskar keppendum og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.