Fréttir

Flóa­skóli sigr­aði í Skóla­hreysti 2022

Flóaskóli er sigurvegari Skólahreysti 2022 eftir æsispennandi úrslitakeppni í Mýrinni laugardaginn 21. maí.
23. maí 2022

Flóaskóli lauk keppni með 61,5 stig. Hraunvallaskóli komst í fyrsta skipti á verðlaunapall og endaði í öðru sæti með 58 stig. Holtaskóli endaði  í þriðja sæti með 54,5 stig.

Flóaskóli tók forystuna eftir fyrstu keppnisgrein þegar Auðunn Ingi Davíðsson gerði 58 upphífingar. Natalía Dóra Snæland Rúnarsdóttir gerði flestar armbeygjur, 57 talsins. Almar Örn Arnarson úr Holtaskóli gerði 57 dýfur og vann þá grein örugglega. Hagaskóli vann síðustu tvær keppnisgreinarnar hreystigreipina og hraðaþrautina. Matthildur Helgadóttir Folkmann hékk lengst allra eða í 11 mínútur og 24 sekúndur og svo fóru Bessi Teitsson og Hekla Petronella hraðabrautina á frábærum tíma, 2.04 mínútum.

Sigurlið Flóaskóla skipa Viðar Hrafn Victorsson og Hanna Dóra Höskuldsdóttir (hraðaþraut),  Auðunn Ingi Davíðsson (upphífingar og dýfur) og Þórunn Ólafsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Silfurlið Hraunvallaskóla skipa Magnús Ingi Halldórsson og Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir (hraðaþraut), Aron Haraldsson (upphífingar og dýfur) og Natalía Dóra Snæland Rúnarsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Bronslið Holtaskóla skipa Dagur Stefán Örvarsson og Helen María Margeirsdóttir (hraðaþraut), Almar Örn Arnarson (upphífingar og dýfur) og Margrét Júlía Jóhannsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Aðrir skólar er kepptu í ár voru Akurskóli, Dalvíkurskóli,, Hagaskóli, Heiðarskóli, Laugalækjarskóli, Stapaskóli, Sunnulækjarskóli, Varmahlíðarskóli og grunnskóli Húnaþings vestra.

Skólahreysti og Landsbankinn óskar keppendum og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.

Stuðningur við samfélagið

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
29. júní 2022

Landsbankinn breytir vöxtum

Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,85 prósentustig og verða 6,25%. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána hækka um 0,20-0,35 prósentustig. Fastir vextir nýrra verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,20 prósentustig en breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir.
29. júní 2022

Nýr forstöðumaður Þjónustuvers

Gróa Helga Eggertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Þjónustuvers Landsbankans.
28. júní 2022

Nýir starfsmenn í Fyrirtækjaráðgjöf

Guðmundur Már Þórsson og Júlíus Fjeldsted hafa verið ráðnir til Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans.
Kristín Rut Einarsdóttir
27. júní 2022

Nýr útibússtjóri í Hafnarfirði

Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði.
23. júní 2022

Óskum Alvotech til hamingju með skráningu á First North á Íslandi

Í kjölfar skráningar hlutabréfa Alvotech á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn í New York í síðustu viku hefur félagið nú einnig verið skráð á Nasdaq First North Iceland vaxtarmarkaðinn. 
Sjálfbærnistyrkir 2022
20. júní 2022

Fjölbreytt verkefni fá sjálfbærnistyrk Landsbankans

Sex áhugaverð verkefni hafa hlotið styrk úr Sjálfbærnisjóði Landsbankans, alls að upphæð 10 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.
16. júní 2022

Vel heppnuð skráning Alvotech á Nasdaq í New York

Hlutabréf í Alvotech voru tekin til viðskipta í kauphöll Nasdaq í New York í dag.
Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans
16. júní 2022

Styrkjum fimmtán framúrskarandi námsmenn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 15. júní. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og þriðja skipti. Heildarupphæð námsstyrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 300 umsóknir í ár.
New temp image
16. júní 2022

Breyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaði – upptaka frá fræðslufundi

Nú er hægt að horfa á upptöku af fræðslufundi sem Stefnir Kristjánsson, gjaldeyrismiðlari hjá Landsbankanum, hélt um breyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaði fyrr í þessari viku.
New temp image
15. júní 2022

Landsbankinn breytir föstum vöxtum

Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,50 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,45 prósentustig. Fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,30 prósentustig.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur