Fréttir

Flóa­skóli sigr­aði í Skóla­hreysti 2022

Flóaskóli er sigurvegari Skólahreysti 2022 eftir æsispennandi úrslitakeppni í Mýrinni laugardaginn 21. maí.
23. maí 2022

Flóaskóli lauk keppni með 61,5 stig. Hraunvallaskóli komst í fyrsta skipti á verðlaunapall og endaði í öðru sæti með 58 stig. Holtaskóli endaði  í þriðja sæti með 54,5 stig.

Flóaskóli tók forystuna eftir fyrstu keppnisgrein þegar Auðunn Ingi Davíðsson gerði 58 upphífingar. Natalía Dóra Snæland Rúnarsdóttir gerði flestar armbeygjur, 57 talsins. Almar Örn Arnarson úr Holtaskóli gerði 57 dýfur og vann þá grein örugglega. Hagaskóli vann síðustu tvær keppnisgreinarnar hreystigreipina og hraðaþrautina. Matthildur Helgadóttir Folkmann hékk lengst allra eða í 11 mínútur og 24 sekúndur og svo fóru Bessi Teitsson og Hekla Petronella hraðabrautina á frábærum tíma, 2.04 mínútum.

Sigurlið Flóaskóla skipa Viðar Hrafn Victorsson og Hanna Dóra Höskuldsdóttir (hraðaþraut),  Auðunn Ingi Davíðsson (upphífingar og dýfur) og Þórunn Ólafsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Silfurlið Hraunvallaskóla skipa Magnús Ingi Halldórsson og Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir (hraðaþraut), Aron Haraldsson (upphífingar og dýfur) og Natalía Dóra Snæland Rúnarsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Bronslið Holtaskóla skipa Dagur Stefán Örvarsson og Helen María Margeirsdóttir (hraðaþraut), Almar Örn Arnarson (upphífingar og dýfur) og Margrét Júlía Jóhannsdóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Aðrir skólar er kepptu í ár voru Akurskóli, Dalvíkurskóli,, Hagaskóli, Heiðarskóli, Laugalækjarskóli, Stapaskóli, Sunnulækjarskóli, Varmahlíðarskóli og grunnskóli Húnaþings vestra.

Skólahreysti og Landsbankinn óskar keppendum og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.

Stuðningur við samfélagið

Þú gætir einnig haft áhuga á
Krossmói
22. feb. 2024
Zebranie dotyczące finansów: Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn oraz Związek Zawodowy Marynarzy i Rybaków w Keflavíku i okolicach (VSFK) zapraszają na zebranie informacyjne w języku polskim na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego.
Krossmói
22. feb. 2024
Fjármálamót: Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Landsbankinn og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis (VSFK) standa fyrir fræðslufundi á pólsku um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi.
Grænland
13. feb. 2024
Fyrirtækjaráðgjöf bankans ráðgjafi í vel heppnuðu hlutafjárútboði Amaroq
Amaroq Minerals Ltd., félag sem starfar á sviði námuvinnslu og er handhafi réttinda til leitar að verðmætum málmum í jörðu á Suður-Grænlandi, lauk í gær vel heppnuðu hlutafjárútboði að andvirði 7,6 milljarða íslenskra króna.
Reykjanesbær
13. feb. 2024
Nasz oddział w Reykjanesbær przy Krossmóar 4a został ponownie otwarty
Serdecznie witamy Klientów w tych samych godzinach otwarcia co wcześniej, tj. w godz. 10.00‒16.00 w każdy dzień roboczy.
Reykjanesbær
12. feb. 2024
Útibú bankans í Reykjanesbæ opið
Útibú okkar í Reykjanesbæ að Krossmóum 4a hefur verið opnað að nýju.
Gulleggið 2024
9. feb. 2024
Sea Growth er sigurvegari Gulleggsins 2024
Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Sjávarklasinn
8. feb. 2024
Landsbankinn hefur samstarf við Íslenska sjávarklasann
Íslenski sjávarklasinn og Landsbankinn hafa hafið samstarf sem miðar að því að styðja við aukna verðmætasköpun í bláa hagkerfinu. Áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að lausnum á þeim áskorunum sem rótgrónari fyrirtæki standa frammi fyrir, auk þess að styðja við frumkvöðla sem vinna verðmæti úr því sem áður var fargað.
Netbanki
26. jan. 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 29. janúar. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti til kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Reykjastræti
23. jan. 2024
Skert þjónusta í hraðbönkum vegna kerfisuppfærslu
Vegna kerfisuppfærslu verða hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki lokuð milli kl. 21.00 og 23.30 þriðjudagskvöldið 23. janúar.
Ánægjuvogin
19. jan. 2024
Efstur banka í Ánægjuvoginni fimmta árið í röð
Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2023 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu og er þetta fimmta árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur