Fréttir

Að­al­heið­ur verð­ur sjálf­bærn­i­stjóri bank­ans

Aðalheiður Snæbjarnardóttir
22. mars 2022

Aðalheiður Snæbjarnardóttir hefur tekið við nýrri stöðu sjálfbærnistjóra Landsbankans. Aðalheiður hefur unnið að sjálfbærnimálum hjá bankanum frá árinu 2019. Með þessari nýju stöðu viljum við skerpa enn frekar fókusinn á sjálfbærnimálin sem verða sífellt mikilvægari og eru stór þáttur í okkar starfi. Aðalheiður mun halda áfram að starfa náið með starfsfólki vítt og breitt um bankann, s.s. í Fjármálum og rekstri, á Fyrirtækjasviði, í Áhættustýringu og við vöruþróun.

 „Sjálfbærnimálin teygja anga sína inn á öll svið bankans og út í samfélagið. Hlutverk mitt er að tryggja að þjónustustig málaflokksins uppfylli kröfur bankans og einnig að við séum að uppfylla allar skuldbindingar okkar út á við. Umfang sjálfbærnimála hjá bankanum jókst umtalsvert á árinu 2021 og við erum hvergi nærri hætt. Það verður nóg að gera nú á áratug aðgerða og munu fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Því markmiði þurfum við að ná til að tryggja afkomu og lífsgæði mannkyns til frambúðar. Landsbankinn ætlar sér að vera áfram leiðandi í starfi fjármálafyrirtækja í sjálfbærnimálum,“ segir Aðalheiður.

Sjálfbærari fjármál

Við höfum lengi unnið af krafti að sjálfbærari fjármálum til að stuðla að betra umhverfi og samfélagi og við vinnum markvisst að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Á síðasta ári tókum við fleiri stór skref í sjálfbærnivinnu okkar. Við áætluðum losun gróðurhúsalofttegunda frá útlánum, gáfum tvisvar út græn skuldabréf, sjálfbærnimerki bankans fyrir sjálfbæra fjármögnun fyrirtækja leit dagsins ljós og við kynntum til sögunnar nýjan sparireikning og sjóð sem stuðla að sjálfbærni. Auk þess gerðum við ítarlega grein fyrir kolefnisspori okkar og fengum okkar bestu einkunn í UFS-áhættumati Sustainalytics. Sjálfbærnisjóður bankans var einnig stofnaður og mun hann styrkja verkefni sem tengjast orkuskiptum.

Heimsmarkmiðin
Þú gætir einnig haft áhuga á
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
18. nóv. 2024
Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Á mynd er stjórn sjóðsins: Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, Vigdís S. Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins,  Jón Þ. Sigurgeirsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.  
11. nóv. 2024
Háskólasjóður Eimskipafélagsins 60 ára
Í dag, 11. nóvember, eru 60 ár liðin frá því að Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands var stofnaður. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stofnun Eimskipafélagsins.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur