Fréttir

Vel heppn­að­ur fund­ur um skattaum­hverfi styrkt­ar­sjóða

25. febrúar 2022

Landsbankinn stóð fyrir vel heppnuðum fræðslufundi þann 24. febrúar um nýlegar breytingar á skattlagningu almannaheillafélaga og styrktarsjóða.

Breytingarnar létta mjög skattbyrði almannaheillafélaga og styrktarsjóða og gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Á fundinum var fjallað um þessar breytingar, væntingar og áhrif, og um ávöxtun fjármuna styrktarsjóða.

Fyrirlesarar á fundinum voru:

Atli Þór Jóhannsson

Atli Þór er löggiltur endurskoðandi og starfar hjá PwC á Íslandi þar sem hann er meðeigandi. Hann hefur einnig verið stundarkennari við Háskólann í Reykjavík þar sem hann kenndi fyrirtækjaskattarétt á meistarastigi og hann annast m.a. endurskoðun fyrir ýmsa styrktarsjóði og almannaheillafélög. Í fyrirlestri sínum fjallaði Atli Þór m.a. um hvernig almannaheillafélög skrá sig hjá ríkisskattstjóra, hvaða áhrif nýlegar lagabreytingar hafa á fjármagnstekjuskatt félaganna og á einstaklinga og fyrirtæki í rekstri.

Glærukynning Atla Þórs (pdf)

Jón Atli Benediktsson

Jón Atli er rektor Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við skólann. Hann situr jafnframt í stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélagsins. Í erindi sínu fjallaði Jón Atli um umhverfi, umfang og mikilvægi styrktarsjóða Háskóla Íslands og ræddi sérstaklega um Háskólasjóð Eimskipafélagsins. Hann ræddi m.a. um þær afar jákvæðu breytingar sem nýlega voru gerðar á skattalöggjöfinni og hvaða viðbótarskref mætti taka í framhaldinu.

Glærukynning Jóns Atla (pdf)

Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir

Vigdís Sif er viðskiptastjóri í Eignastýringarþjónustu (fagfjárfestaþjónustu) Landsbankans. Hún hefur yfir 23 ára reynslu af fjármálamarkaði og hefur í starfi sínum hjá bankanum veitt lögaðilum ráðgjöf um ávöxtun, og þá ekki síst styrktarsjóðum og almannaheillafélögum. Hún hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Háskólasjóðs Eimskipafélagsins frá árinu 2011. Hennar erindi fjallaði um þær fjölmörgu áskoranir sem styrktarsjóðir standa frammi fyrir við ávöxtun fjármuna sinna og hvaða leiðir standa þeim til boða í þeim efnum.

Glærukynning Vigdísar Sifjar (pdf)

Við bendum einnig á grein eftir Eyrúnu Önnu Einarsdóttur og Vigdísi Sif Hrafnkelsdóttur sem birtist í nýlega í Morgunblaðinu og á vef bankans.

Lesa grein: Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ræstitækni fær sjálfbærnimerki
4. maí 2022

Ræstitækni fær sjálfbærnimerki Landsbankans

Ræstitækni ehf. hefur hlotið sjálfbærnimerki Landsbankans fyrir Svansvottun á vöru og þjónustu. Sjálfbærnimerkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjámálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn eða félagsleg verkefni.
Netöryggi
4. maí 2022

Vörum við fölskum SMS skilaboðum

Við vörum við fölskum SMS skilaboðum sem send hafa verið þar sem fólki er bent á að uppfæra öryggisupplýsingar sínar með því að smella á hlekk. Ef smellt er á hlekkinn opnast fölsk innskráningarsíða.
New temp image
29. apríl 2022

Landsbankinn breytir föstum vöxtum íbúðalána

Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,35 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,30 prósentustig. Fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða lækka um 0,20 prósentustig.
Mosfellsbær
29. apríl 2022

Інформація  для клієнтів з України - Upplýsingar til viðskiptavina frá Úkraínu

Það er ekki flókið að stofna bankareikning á Íslandi. Til að stofna til bankaviðskipta þarf fyrst og fremst að hafa íslenska kennitölu. Á vefnum okkar birtum við upplýsingar um bankaviðskipti á Íslandi og hvernig þú getur stofnað bankareikning. Upplýsingarnar eru á nokkrum tungumálum, m.a. ensku, pólsku, úkraínsku og rússnesku.
Mosfellsbær
28. apríl 2022

Вы переезжаете в Исландию, и Вам нужен банковский счет?

Открыть банковский счет несложно, даже если Вы приехали в Исландию совсем недавно. Для того, чтобы стать клиентом исландского банка, Вам необходим исландский идентификационный номер (kennitala). Если у Вас нет исландского идентификационного номера, Ваш первый шаг – получить его в Государственном регистрационном управлении Исландии (Þjóðskrá Íslands).
Mosfellsbær
28. apríl 2022

Ви приїжджаєте в країну і потребуєте відкриття банківського рахунку?

Відкриття банківського рахунку не є складним, навіть якщо ви новачок в країні. Щоб відкрити рахунок в банку в Ісландії, вам потрібно мати ісландський ідентифікаційний номер (kennitala). Якщо у вас немає ідентифікаційного номера, першим кроком буде ​​створення ідентифікаційного номера в Національному реєстрі Ісландії.
13. apríl 2022

Usługi w Święta Wielkanocne – aplikacja może być przydatna!

W czasie Świąt Wielkanocnych oddziały bankowe będą zamknięte, ale przypominamy o możliwości korzystania z aplikacji bankowej w celu załatwienia większości spraw. W aplikacji bankowej i bankowości elektronicznej możesz np. zamrozić swoje karty w przypadku zgubienia, kradzieży lub wykorzystania Twojego numeru karty przez osoby trzecie bez Twojej zgody. Po znalezieniu karty możesz je na nowo odblokować. Ponadto posiadacze kart kredytowych mogą przez całą dobę dzwonić na numer alarmowy banku.
13. apríl 2022

Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!

Við lokum um páskana en minnum á að þú getur notað Landsbankaappið til að leysa flest mál. Þú getur t.d. fryst kortin þín í appinu og netbankanum ef þau týnast, er stolið eða kortanúmer misnotuð. Þú getur síðan opnað þau aftur ef þau finnast. Einnig geta kreditkorthafar haft samband við neyðaraðstoð allan sólarhringinn.
12. apríl 2022

Landsnet fær sjálfbærnimerki Landsbankans

Landsnet hf. hefur fengið sjálfbærnimerki Landsbankans vegna flutnings á raforku með lágu kolefnisspori. Merkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
7. apríl 2022

Sigtún þróunarfélag fær sjálfbærnimerki Landsbankans

Sigtún þróunarfélag hefur hlotið sjálfbærnimerki Landsbankans fyrir Svansvottun á húsnæði í miðbæ Selfoss. Sjálfbærnimerkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjámálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn eða félagsleg verkefni.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur