Fréttir

Vel heppn­að­ur fund­ur um skattaum­hverfi styrkt­ar­sjóða

25. febrúar 2022

Landsbankinn stóð fyrir vel heppnuðum fræðslufundi þann 24. febrúar um nýlegar breytingar á skattlagningu almannaheillafélaga og styrktarsjóða.

Breytingarnar létta mjög skattbyrði almannaheillafélaga og styrktarsjóða og gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Á fundinum var fjallað um þessar breytingar, væntingar og áhrif, og um ávöxtun fjármuna styrktarsjóða.

Fyrirlesarar á fundinum voru:

Atli Þór Jóhannsson

Atli Þór er löggiltur endurskoðandi og starfar hjá PwC á Íslandi þar sem hann er meðeigandi. Hann hefur einnig verið stundarkennari við Háskólann í Reykjavík þar sem hann kenndi fyrirtækjaskattarétt á meistarastigi og hann annast m.a. endurskoðun fyrir ýmsa styrktarsjóði og almannaheillafélög. Í fyrirlestri sínum fjallaði Atli Þór m.a. um hvernig almannaheillafélög skrá sig hjá ríkisskattstjóra, hvaða áhrif nýlegar lagabreytingar hafa á fjármagnstekjuskatt félaganna og á einstaklinga og fyrirtæki í rekstri.

Glærukynning Atla Þórs (pdf)

Jón Atli Benediktsson

Jón Atli er rektor Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við skólann. Hann situr jafnframt í stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélagsins. Í erindi sínu fjallaði Jón Atli um umhverfi, umfang og mikilvægi styrktarsjóða Háskóla Íslands og ræddi sérstaklega um Háskólasjóð Eimskipafélagsins. Hann ræddi m.a. um þær afar jákvæðu breytingar sem nýlega voru gerðar á skattalöggjöfinni og hvaða viðbótarskref mætti taka í framhaldinu.

Glærukynning Jóns Atla (pdf)

Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir

Vigdís Sif er viðskiptastjóri í Eignastýringarþjónustu (fagfjárfestaþjónustu) Landsbankans. Hún hefur yfir 23 ára reynslu af fjármálamarkaði og hefur í starfi sínum hjá bankanum veitt lögaðilum ráðgjöf um ávöxtun, og þá ekki síst styrktarsjóðum og almannaheillafélögum. Hún hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Háskólasjóðs Eimskipafélagsins frá árinu 2011. Hennar erindi fjallaði um þær fjölmörgu áskoranir sem styrktarsjóðir standa frammi fyrir við ávöxtun fjármuna sinna og hvaða leiðir standa þeim til boða í þeim efnum.

Glærukynning Vigdísar Sifjar (pdf)

Við bendum einnig á grein eftir Eyrúnu Önnu Einarsdóttur og Vigdísi Sif Hrafnkelsdóttur sem birtist í nýlega í Morgunblaðinu og á vef bankans.

Lesa grein: Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
5. des. 2023
Niðurstaða athugunar á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti í dag, 5. desember 2023, gagnsæistilkynningu vegna athugunar sem fram fór í apríl 2022 á aðgerðum Landsbankans gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Gerðar voru tilteknar athugasemdir við varnir bankans en ekki var talin ástæða til að beita bankann sektum eða öðrum viðurlögum.
Togari við Vestmannaeyjar
2. des. 2023
Tæplega fjórföld eftirspurn í hlutafjárútboði Ísfélags hf.
Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk kl. 14.00 þann 1. desember. Alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 ma.kr. sem samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. Rúmlega fimmföld eftirspurn var eftir þeim hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók A og rúmlega þreföld eftirspurn var eftir hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók B.
Fjármálamót á pólsku
1. des. 2023
Udana Konferencja Finansowa w języku polskim
Konferencja Finansowa to nazwa cyklu zebrań informacyjnych Landsbankinn, takich jak to, które odbyło się wczoraj, czyli w środę, dnia 29 listopada 2023 roku, po raz pierwszy po polsku dla polskich klientów. Zebranie przebiegło bardzo dobrze i cieszyło się niezłą frekwencją. Zebrani zadawali dużo pytań dotyczących nie tylko kredytów hipotecznych, różnych rodzajów kart kredytowych czy dobrowolnego funduszu emerytalnego.
Fjármálamót á pólsku
30. nóv. 2023
Vel heppnað Fjármálamót á pólsku
Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og í gær, miðvikudaginn 29. nóvember 2023, héldum við slíkan fund í fyrsta sinn á pólsku fyrir pólskumælandi viðskiptavini. Fundurinn tókst afar vel, var vel sóttur og fundargestir spurðu mikið, ekki síst um íbúðalán, mismunandi kreditkort og viðbótarlífeyrissparnað.
Tölva á borði
30. nóv. 2023
Umræðuvefur Landsbankans einnig á ensku – „The Forum“
Nú birtist Umræðan, efnis- og fréttaveita Landsbankans, einnig á ensku. Við viljum leggja okkar af mörkum til að fræða alla landsmenn um fjármál, efnahagsmál, netöryggi og annað sem er efst á baugi hverju sinni.
28. nóv. 2023
Opið söluferli á 35% eignarhlut Landsbankans í Keahótelum ehf.
Eignarhlutur Landsbankans í hótelkeðjunni Keahótel ehf. er nú til sölu. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu bankans um sölu eigna.
Gluggar
24. nóv. 2023
Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn zaprasza 29 listopada o godz. 18.00–19.00 na zebranie informacyjne na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego. Zebranie odbędzie się w sali Klubu Sportowego „Leiknir” w Breiðholt przy Austurberg 1, 111 Reykjavík. Zebranie prowadzone będzie w języku polskim.
Gluggar
24. nóv. 2023
Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Fræðslufundur Landsbankans um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi. Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 kl. 18.00-19.00. Fundurinn verður haldinn í sal Íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti, Austurbergi 1, 111 Reykjavík. Fundurinn verður haldinn á pólsku.
Grindavík
24. nóv. 2023
Bez odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych dla mieszkańców Grindavíku przez trzy miesiące
W związku z niepewną sytuacją wskutek klęski żywiołowej w Grindavíku Landsbankinn, Arion banki oraz Íslandsbanki we współpracy ze Związkiem Przedsiębiorstw Finansowych (SFF) doszły do porozumienia w sprawie zniesienia odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych mieszkańców Grindavíku na okres trzech miesięcy. Wczoraj, tj. 22 listopada br., zostało zawarte porozumienie tejże treści.
Grindavík
23. nóv. 2023
Engir vextir eða verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði
Vegna óvissuástands og náttúruhamfara í Grindavík hafa Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var gert í gær, 22. nóvember.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur