Fréttir

Vel heppn­að­ur fund­ur um skattaum­hverfi styrkt­ar­sjóða

25. febrúar 2022

Landsbankinn stóð fyrir vel heppnuðum fræðslufundi þann 24. febrúar um nýlegar breytingar á skattlagningu almannaheillafélaga og styrktarsjóða.

Breytingarnar létta mjög skattbyrði almannaheillafélaga og styrktarsjóða og gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Á fundinum var fjallað um þessar breytingar, væntingar og áhrif, og um ávöxtun fjármuna styrktarsjóða.

Fyrirlesarar á fundinum voru:

Atli Þór Jóhannsson

Atli Þór er löggiltur endurskoðandi og starfar hjá PwC á Íslandi þar sem hann er meðeigandi. Hann hefur einnig verið stundarkennari við Háskólann í Reykjavík þar sem hann kenndi fyrirtækjaskattarétt á meistarastigi og hann annast m.a. endurskoðun fyrir ýmsa styrktarsjóði og almannaheillafélög. Í fyrirlestri sínum fjallaði Atli Þór m.a. um hvernig almannaheillafélög skrá sig hjá ríkisskattstjóra, hvaða áhrif nýlegar lagabreytingar hafa á fjármagnstekjuskatt félaganna og á einstaklinga og fyrirtæki í rekstri.

Glærukynning Atla Þórs (pdf)

Jón Atli Benediktsson

Jón Atli er rektor Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við skólann. Hann situr jafnframt í stjórn Háskólasjóðs Eimskipafélagsins. Í erindi sínu fjallaði Jón Atli um umhverfi, umfang og mikilvægi styrktarsjóða Háskóla Íslands og ræddi sérstaklega um Háskólasjóð Eimskipafélagsins. Hann ræddi m.a. um þær afar jákvæðu breytingar sem nýlega voru gerðar á skattalöggjöfinni og hvaða viðbótarskref mætti taka í framhaldinu.

Glærukynning Jóns Atla (pdf)

Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir

Vigdís Sif er viðskiptastjóri í Eignastýringarþjónustu (fagfjárfestaþjónustu) Landsbankans. Hún hefur yfir 23 ára reynslu af fjármálamarkaði og hefur í starfi sínum hjá bankanum veitt lögaðilum ráðgjöf um ávöxtun, og þá ekki síst styrktarsjóðum og almannaheillafélögum. Hún hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Háskólasjóðs Eimskipafélagsins frá árinu 2011. Hennar erindi fjallaði um þær fjölmörgu áskoranir sem styrktarsjóðir standa frammi fyrir við ávöxtun fjármuna sinna og hvaða leiðir standa þeim til boða í þeim efnum.

Glærukynning Vigdísar Sifjar (pdf)

Við bendum einnig á grein eftir Eyrúnu Önnu Einarsdóttur og Vigdísi Sif Hrafnkelsdóttur sem birtist í nýlega í Morgunblaðinu og á vef bankans.

Lesa grein: Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Þú gætir einnig haft áhuga á
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Peningaseðlar
1. mars 2024
Útleiðum danska, norska og sænska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur Norðurlandagjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur. 
28. feb. 2024
Öflugra netspjall á landsbankinn.is
Netspjallið á vef Landsbankans er nú orðið enn öflugra eftir að við tókum í notkun nýtt spjallmenni sem getur svarað einföldum en samt mjög fjölbreyttum, fyrirspurnum um bankaþjónustu og fjármál og leiðbeint viðskiptavinum í notkun sjálfsafgreiðslulausna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur