Fréttir

Hagspá 2021-2024: Í átt að eðli­legu ástandi

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir kröftugum efnahagsbata og að hagvöxtur hér á landi verði 5,1% á þessu ári en hækki í 5,5% á næsta ári. Atvinnuleysi heldur áfram að minnka en verðbólga eykst og stýrivextir verða hækkaðir í 4,25%, áður en þeir lækka aftur.
20. október 2021 - Landsbankinn

Þetta er meðal þess sem kemur fram í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2021-2024 sem birt var í dag, 20. október 2021.

Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar segir: „Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og það er nokkuð bjart framundan. Ferðaþjónustan er vöknuð úr dvala, horfur eru á sérstaklega góðri loðnuvertíð og ýmis ytri skilyrði eru okkur hagfelld. Atvinnuleysi minnkar hratt og við gerum ráð fyrir að árið 2024 verði atvinnuleysi minna en það var áður en faraldurinn skall á. Við stöndum engu að síður frammi fyrir ýmsum áskorunum. Ein sú stærsta er að rétta af hallann á ríkissjóði sem hefur tekið á sig miklar byrðar. Þá mun kröftugur efnahagsbati og þrálát verðbólga knýja á um töluverða hækkun stýrivaxta, áður en aðstæður skapast til að lækka þá á nýjan leik.“

Nokkur helstu atriði úr þjóðhags- og verðbólguspánni:

  • Kröftugur efnahagsbati er hafinn í heimshagkerfinu. Landsframleiðslan hér á landi jókst um 3,5% á fyrri helmingi árs 2021 en við spáum 5,1% hagvexti á árinu í heild. Útflutningur eykst um 18%, einkaneysla um 5% og heildarfjármunamyndun um 10,8%.
  • Reiknað er með samfelldum hagvexti á spátímabilinu næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs.
  • Mikil loðnuveiði á næsta ári mun hafa 1,7 prósentustiga jákvæð áhrif á hagvöxt, að öðru óbreyttu.
  • Útlit er fyrir að laun muni áfram hækka töluvert næstu tvö árin, m.a. í ljósi þess að útlit er fyrir að ákvæði kjarasamninga um sérstaka hagvaxtarauka þann 1. maí bæði árin 2022 og 2023 verði virk, gangi hagvaxtarspá okkar eftir.
  • Útlit er fyrir að verðbólga nái hámarki undir lok árs 2021 og verði þá um 4,5% en hjaðni síðan og verði komin niður í 3% á fjórða ársfjórðungi 2022. Við gerum ráð fyrir að verðbólgumarkmiðinu verði náð á þriðja fjórðungi 2023 og að verðbólgan verði í kringum markmið það sem eftir lifir spátímabilsins.
  • Við gerum ráð fyrir að stýrivextir verði hækkaðir samfellt til þriðja ársfjórðungs 2023 og að þá verði þeir orðnir 4,25%. Þá gerum við ráð fyrir að verðbólgumarkmiðinu verði náð, vextir taki að lækka á ný og verði komnir niður í 3,5% í lok spátímans.
  • Fasteignamarkaður tók verulega við sér í kjölfar vaxtalækkana. Við gerum ráð fyrir því að vísitala íbúðaverðs hækki um 14% í ár milli ársmeðaltala. Næstu ár gerum við svo ráð fyrir að það hægi verulega á hækkunartaktinum og að hækkunin verði um 9% á næsta ári en svo á bilinu 4-5% næstu ár þar á eftir.
  • Gert er ráð fyrir um 720 þúsund erlendum ferðamönnum í ár, 1,5 milljónum á næsta ári, 1,8 milljónum árið 2023 og 2,1 milljón árið 2024.
  • Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldi áfram að lækka allt spátímabilið, verði 4,8% í lok yfirstandandi árs og að meðaltali 4,7% á næsta ári, lækki í 4,1% árið 2023 og verði 3,5% árið 2024.
  • Gert er ráð fyrir lítilsháttar afgangi á viðskiptajöfnuði við útlönd í ár en að afgangur næstu ára verði á bilinu 2-4% af landsframleiðslu.
  • Ríkissjóður hefur tekið á sig miklar byrðar í kreppunni. Fjárlög ársins 2021 voru samþykkt með 326 ma.kr. halla. Samneysluútgjöld jukust um 3,1% á árinu 2020 og við spáum 2% aukningu í ár en 1,5% vexti næstu þrjú árin.

Í átt að eðlilegu ástandi: Þjóðhags- og verðbólguspá 2021-2024

Upptaka frá kynningu á hagspánni

Hlaðvarp: Ný þjóðhagsspá - Kröftugur efnahagsbati hafinn

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur