Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Hagspá 2021-2024: Í átt að eðli­legu ástandi

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir kröftugum efnahagsbata og að hagvöxtur hér á landi verði 5,1% á þessu ári en hækki í 5,5% á næsta ári. Atvinnuleysi heldur áfram að minnka en verðbólga eykst og stýrivextir verða hækkaðir í 4,25%, áður en þeir lækka aftur.
20. október 2021 - Landsbankinn

Þetta er meðal þess sem kemur fram í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2021-2024 sem birt var í dag, 20. október 2021.

Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar segir: „Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og það er nokkuð bjart framundan. Ferðaþjónustan er vöknuð úr dvala, horfur eru á sérstaklega góðri loðnuvertíð og ýmis ytri skilyrði eru okkur hagfelld. Atvinnuleysi minnkar hratt og við gerum ráð fyrir að árið 2024 verði atvinnuleysi minna en það var áður en faraldurinn skall á. Við stöndum engu að síður frammi fyrir ýmsum áskorunum. Ein sú stærsta er að rétta af hallann á ríkissjóði sem hefur tekið á sig miklar byrðar. Þá mun kröftugur efnahagsbati og þrálát verðbólga knýja á um töluverða hækkun stýrivaxta, áður en aðstæður skapast til að lækka þá á nýjan leik.“

Nokkur helstu atriði úr þjóðhags- og verðbólguspánni:

  • Kröftugur efnahagsbati er hafinn í heimshagkerfinu. Landsframleiðslan hér á landi jókst um 3,5% á fyrri helmingi árs 2021 en við spáum 5,1% hagvexti á árinu í heild. Útflutningur eykst um 18%, einkaneysla um 5% og heildarfjármunamyndun um 10,8%.
  • Reiknað er með samfelldum hagvexti á spátímabilinu næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs.
  • Mikil loðnuveiði á næsta ári mun hafa 1,7 prósentustiga jákvæð áhrif á hagvöxt, að öðru óbreyttu.
  • Útlit er fyrir að laun muni áfram hækka töluvert næstu tvö árin, m.a. í ljósi þess að útlit er fyrir að ákvæði kjarasamninga um sérstaka hagvaxtarauka þann 1. maí bæði árin 2022 og 2023 verði virk, gangi hagvaxtarspá okkar eftir.
  • Útlit er fyrir að verðbólga nái hámarki undir lok árs 2021 og verði þá um 4,5% en hjaðni síðan og verði komin niður í 3% á fjórða ársfjórðungi 2022. Við gerum ráð fyrir að verðbólgumarkmiðinu verði náð á þriðja fjórðungi 2023 og að verðbólgan verði í kringum markmið það sem eftir lifir spátímabilsins.
  • Við gerum ráð fyrir að stýrivextir verði hækkaðir samfellt til þriðja ársfjórðungs 2023 og að þá verði þeir orðnir 4,25%. Þá gerum við ráð fyrir að verðbólgumarkmiðinu verði náð, vextir taki að lækka á ný og verði komnir niður í 3,5% í lok spátímans.
  • Fasteignamarkaður tók verulega við sér í kjölfar vaxtalækkana. Við gerum ráð fyrir því að vísitala íbúðaverðs hækki um 14% í ár milli ársmeðaltala. Næstu ár gerum við svo ráð fyrir að það hægi verulega á hækkunartaktinum og að hækkunin verði um 9% á næsta ári en svo á bilinu 4-5% næstu ár þar á eftir.
  • Gert er ráð fyrir um 720 þúsund erlendum ferðamönnum í ár, 1,5 milljónum á næsta ári, 1,8 milljónum árið 2023 og 2,1 milljón árið 2024.
  • Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldi áfram að lækka allt spátímabilið, verði 4,8% í lok yfirstandandi árs og að meðaltali 4,7% á næsta ári, lækki í 4,1% árið 2023 og verði 3,5% árið 2024.
  • Gert er ráð fyrir lítilsháttar afgangi á viðskiptajöfnuði við útlönd í ár en að afgangur næstu ára verði á bilinu 2-4% af landsframleiðslu.
  • Ríkissjóður hefur tekið á sig miklar byrðar í kreppunni. Fjárlög ársins 2021 voru samþykkt með 326 ma.kr. halla. Samneysluútgjöld jukust um 3,1% á árinu 2020 og við spáum 2% aukningu í ár en 1,5% vexti næstu þrjú árin.

Í átt að eðlilegu ástandi: Þjóðhags- og verðbólguspá 2021-2024

Upptaka frá kynningu á hagspánni

Hlaðvarp: Ný þjóðhagsspá - Kröftugur efnahagsbati hafinn

Þú gætir einnig haft áhuga á
7. jan. 2026
Landsbankinn hefur samstarf við Drift EA
Landsbankinn og Drift EA hafa gert samstarfssamning sem miðar að því að styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarf á Íslandi með því að styrkja umgjörð, ráðgjöf og tengslanet fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK og Hjalti Harðarson, forstöðumaður markaðsmála hjá Landsbankanum
5. jan. 2026
Landsbankinn áfram aðalbakhjarl Gulleggsins
KLAK – Icelandic Startups og Landsbankinn hafa endurnýjað samstarf sitt um frumkvöðlakeppnina Gulleggið með undirritun nýs þriggja ára samnings. Með samningnum treystir Landsbankinn hlutverk sitt sem aðalbak­hjarl keppninnar enn frekar og undirstrikar langvarandi stuðning sinn við íslenska nýsköpun.
Jólakveðja
19. des. 2025
Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót
Þjónustuver og útibú Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag verða útibú lokuð en Þjónustuverið verður opið á milli kl. 9-12.
Fjölskylda
19. des. 2025
Click to Pay: Ný og öruggari leið til að greiða á netinu
Nú geta viðskiptavinir Landsbankans tengt greiðslukortin sín við Click to Pay, nýja og öruggari greiðslulausn sem netverslanir eru óðum að taka í notkun.
Samfélagsstyrkir 2025
11. des. 2025
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 32 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
10. des. 2025
Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.
Dagatal Landsbankans 2025
10. des. 2025
Dagatal Landsbankans 2026
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2026 er komið úr prentun. Í ár verður dagatalið sent út til viðskiptavina okkar sem eru 67 ára og eldri og eru þau nú þegar farin að berast viðskiptavinum. Aðrir viðskiptavinir, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, geta nálgast eintak í útibúum okkar á næstu vikum.
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
4. des. 2025
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.
Maður við tölvu
4. des. 2025
Gamlársdagur ekki bankadagur – áhrif á eindaga og greiðslur
Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.