Fréttir

Hagspá 2021-2024: Í átt að eðli­legu ástandi

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir kröftugum efnahagsbata og að hagvöxtur hér á landi verði 5,1% á þessu ári en hækki í 5,5% á næsta ári. Atvinnuleysi heldur áfram að minnka en verðbólga eykst og stýrivextir verða hækkaðir í 4,25%, áður en þeir lækka aftur.
20. október 2021 - Landsbankinn

Þetta er meðal þess sem kemur fram í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2021-2024 sem birt var í dag, 20. október 2021.

Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar segir: „Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og það er nokkuð bjart framundan. Ferðaþjónustan er vöknuð úr dvala, horfur eru á sérstaklega góðri loðnuvertíð og ýmis ytri skilyrði eru okkur hagfelld. Atvinnuleysi minnkar hratt og við gerum ráð fyrir að árið 2024 verði atvinnuleysi minna en það var áður en faraldurinn skall á. Við stöndum engu að síður frammi fyrir ýmsum áskorunum. Ein sú stærsta er að rétta af hallann á ríkissjóði sem hefur tekið á sig miklar byrðar. Þá mun kröftugur efnahagsbati og þrálát verðbólga knýja á um töluverða hækkun stýrivaxta, áður en aðstæður skapast til að lækka þá á nýjan leik.“

Nokkur helstu atriði úr þjóðhags- og verðbólguspánni:

  • Kröftugur efnahagsbati er hafinn í heimshagkerfinu. Landsframleiðslan hér á landi jókst um 3,5% á fyrri helmingi árs 2021 en við spáum 5,1% hagvexti á árinu í heild. Útflutningur eykst um 18%, einkaneysla um 5% og heildarfjármunamyndun um 10,8%.
  • Reiknað er með samfelldum hagvexti á spátímabilinu næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs.
  • Mikil loðnuveiði á næsta ári mun hafa 1,7 prósentustiga jákvæð áhrif á hagvöxt, að öðru óbreyttu.
  • Útlit er fyrir að laun muni áfram hækka töluvert næstu tvö árin, m.a. í ljósi þess að útlit er fyrir að ákvæði kjarasamninga um sérstaka hagvaxtarauka þann 1. maí bæði árin 2022 og 2023 verði virk, gangi hagvaxtarspá okkar eftir.
  • Útlit er fyrir að verðbólga nái hámarki undir lok árs 2021 og verði þá um 4,5% en hjaðni síðan og verði komin niður í 3% á fjórða ársfjórðungi 2022. Við gerum ráð fyrir að verðbólgumarkmiðinu verði náð á þriðja fjórðungi 2023 og að verðbólgan verði í kringum markmið það sem eftir lifir spátímabilsins.
  • Við gerum ráð fyrir að stýrivextir verði hækkaðir samfellt til þriðja ársfjórðungs 2023 og að þá verði þeir orðnir 4,25%. Þá gerum við ráð fyrir að verðbólgumarkmiðinu verði náð, vextir taki að lækka á ný og verði komnir niður í 3,5% í lok spátímans.
  • Fasteignamarkaður tók verulega við sér í kjölfar vaxtalækkana. Við gerum ráð fyrir því að vísitala íbúðaverðs hækki um 14% í ár milli ársmeðaltala. Næstu ár gerum við svo ráð fyrir að það hægi verulega á hækkunartaktinum og að hækkunin verði um 9% á næsta ári en svo á bilinu 4-5% næstu ár þar á eftir.
  • Gert er ráð fyrir um 720 þúsund erlendum ferðamönnum í ár, 1,5 milljónum á næsta ári, 1,8 milljónum árið 2023 og 2,1 milljón árið 2024.
  • Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldi áfram að lækka allt spátímabilið, verði 4,8% í lok yfirstandandi árs og að meðaltali 4,7% á næsta ári, lækki í 4,1% árið 2023 og verði 3,5% árið 2024.
  • Gert er ráð fyrir lítilsháttar afgangi á viðskiptajöfnuði við útlönd í ár en að afgangur næstu ára verði á bilinu 2-4% af landsframleiðslu.
  • Ríkissjóður hefur tekið á sig miklar byrðar í kreppunni. Fjárlög ársins 2021 voru samþykkt með 326 ma.kr. halla. Samneysluútgjöld jukust um 3,1% á árinu 2020 og við spáum 2% aukningu í ár en 1,5% vexti næstu þrjú árin.

Í átt að eðlilegu ástandi: Þjóðhags- og verðbólguspá 2021-2024

Upptaka frá kynningu á hagspánni

Hlaðvarp: Ný þjóðhagsspá - Kröftugur efnahagsbati hafinn

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur