Fréttir

Lista­fólk túlk­ar Hinseg­in daga

Í samstarfi við Samtökin´78 og Landsbankann hefur listafólkið Anna Maggý Grímsdóttir, Ásgeir Skúlason og Helga Páley Friðþjófsdóttir, unnið þrjú prentverk tileinkuð Hinsegin dögum.
3. ágúst 2021

Allur ágóði af sölu verkanna rennur til Samtakanna ’78. Hægt er að kaupa verkin á postprent.is og í Kaupfélagi Hinsegin daga 2021 við Aðalstræti 2 í Reykjavík.

Hinsegin dagar 2021 fara fram 3 - 8. ágúst og dagskráin í ár er að venju þétt og vegleg. Eitt af markmiðum hátíðarinnar er að miðla þekkingu á sögu, menningu og réttindabaráttu hinsegin fólks. 

Anna Maggý Grímsdóttir – „Spectrum 2021“

„Það kom eiginlega fátt annað til greina en að vinna með litina í Regnbogafánanum. Það er svo táknrænt og þýðingarmikið.“

Ásgeir Skúlason - ,,Án titils 2021“

„Á jaðrinum á verkunum sérðu fánann eins og þú þekkir hann en síðan blandast allir litirnir saman í miðjunni og það verður hálfgerð svona litasprenging eða orgía eða eitthvað sem á sér stað þar.“

Helga Páley – „Velkomin/nn/ð 2021“

„Kveikjan að verkinu mínu var þessi skór sem Páll Óskar var með á vagninum sínum einu sinni. Mér fannst það bara eitthvað svo fallegt form. Það endaði í svolítið svona abstrakt formi. Ég vildi svo bæta karakterum þar ofan á og líka reyna að hafa það fjölbreytt. Af því að það er ekki eins og þú sjáir eitthvað hver er hinsegin af því að þetta er bara fólk.“

Samstarf Hinsegin daga og Landsbankans

Landsbankinn styður réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi og hefur verið stoltur bakhjarl Hinsegin daga frá upphafi. Árlega eru veittir styrkir úr Gleðigöngupotti Landsbankans og Hinsegin daga sem styðja einstaklinga og smærri hópa við undirbúning og framkvæmd atriða í Gleðigöngunni.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur