Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Út­hlut­un úr Gleði­göngupotti Hinseg­in daga og Lands­bank­ans

Tólf félög og atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans í þetta sinn. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 7. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 20. skipti.
21. júlí 2021

Gleðigöngupotturinn er einkar veglegur í ár, eða þrjár milljónir króna, og því útlit fyrir að ásýnd Gleðigöngunnar verði hin glæsilegasta. Vegna samkomutakmarkanna sumarið 2020 var 1,5 milljóna króna framlagi Landsbankans ekki úthlutað og bættist sú upphæð við pottinn í ár.

Eftirtalin félög og atriði hlutu styrki úr Gleðigöngupottinum 2021:

  • Bangsafélagið - 175.000 kr.
  • BDSM á Íslandi - 150.000 kr.
  • Félag hinsegin foreldra - 50.000 kr.
  • Hinsegin félagsmiðstöð - 450.000 kr.
  • Hinsegin kórinn - 225.000 kr.
  • Hinsegin Ladies Night - 150.000 kr.
  • HIV Ísland - 150.000 kr.
  • Hópur tví- og pankynhneigðra - 50.000 kr.
  • Minningaratriði um fallna ástvini - 100.000 kr.
  • Samtökin ’78 - 150.000 kr.
  • Starína og félagar: Allir geta verið prinsessur! - 300.000 kr.
  • Trans Ísland - 350.000 kr.

Í tilefni þess að Gleðigangan er gengin í tuttugasta sinn var að auki ákveðið að veita Páli Óskari Hjálmtýssyni 500.000 króna hvatningarstyrk til áframhaldandi góðra verka og með kæru þakklæti fyrir hans mikilvæga framlag til Gleðigöngunnar.

Alls nema styrkir til ofangreindra verkefna 2,8 milljónum króna en 200.000 krónum verður varið í að veita hvatningarverðlaun í lok Hinsegin daga. Hvatningarverðlaun eru veitt einstaklingi eða hópi sem ekki hlaut styrk úr Gleðigöngupottinum en tókst með eftirtektarverðum hætti að vekja athygli á boðskap sínum í Gleðigöngunni.

Úthlutunarnefnd í ár skipuðu þau Ásgeir Helgi Magnússon, formaður Hinsegin daga, Anna Eir Guðfinnudóttir, göngustýra gleðigöngu Hinsegin daga, Margrét Erla Maack, fjölmiðla- og fjöllistakona og Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, viðburðastjóri.

Landsbankinn hefur verið stoltur bakhjarl Hinsegin daga frá upphafi.

Hinsegin dagar

Þú gætir einnig haft áhuga á
Nasdaq bjalla
16. maí 2025
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans ráðgjafi ríkisins í vel heppnuðu Íslandsbankaútboði
Áhugi fjárfesta reyndist mjög mikill og skilaði sér í heildareftirspurn upp á um 190 milljarða króna. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá mikinn áhuga og þátttöku almennings. Í útboðinu voru seldir 850.000.007 hlutir á genginu 106,56 krónur á hlut, sem samsvarar heildarvirði upp á 90,6 milljarða króna. Þetta er stærsta hlutafjárútboð sem haldið hefur verið á Íslandi.
Austurstræti 11
15. maí 2025
Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 til sölu
Landsbankinn auglýsir til sölu hús bankans við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 í Reykjavík. Heildarstærð húsanna er 5.836 fermetrar og þar ef eru 1.380 fermetrar í kjallara. Húsin verða seld í einu lagi.
Nasdaq bjalla
13. maí 2025
Upplýsingar um útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka
Útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst kl. 8.30 þriðjudaginn 13. maí og gert er ráð fyrir að því ljúki kl. 17.00 fimmtudaginn 15. maí.
Austurbakki
28. apríl 2025
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í A-
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði verið hækkað úr BBB+ í A-. Lánshæfismatið hefur ekki verið hærra frá árinu 2014, þegar S&P hóf að veita bankanum lánshæfiseinkunnir.
16. apríl 2025
Þjónusta um páskana – appið og Ellí loka ekki
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 22. apríl nk.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.