Fréttir

Út­hlut­un úr Gleði­göngupotti Hinseg­in daga og Lands­bank­ans

Tólf félög og atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans í þetta sinn. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 7. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 20. skipti.
21. júlí 2021

Gleðigöngupotturinn er einkar veglegur í ár, eða þrjár milljónir króna, og því útlit fyrir að ásýnd Gleðigöngunnar verði hin glæsilegasta. Vegna samkomutakmarkanna sumarið 2020 var 1,5 milljóna króna framlagi Landsbankans ekki úthlutað og bættist sú upphæð við pottinn í ár.

Eftirtalin félög og atriði hlutu styrki úr Gleðigöngupottinum 2021:

  • Bangsafélagið - 175.000 kr.
  • BDSM á Íslandi - 150.000 kr.
  • Félag hinsegin foreldra - 50.000 kr.
  • Hinsegin félagsmiðstöð - 450.000 kr.
  • Hinsegin kórinn - 225.000 kr.
  • Hinsegin Ladies Night - 150.000 kr.
  • HIV Ísland - 150.000 kr.
  • Hópur tví- og pankynhneigðra - 50.000 kr.
  • Minningaratriði um fallna ástvini - 100.000 kr.
  • Samtökin ’78 - 150.000 kr.
  • Starína og félagar: Allir geta verið prinsessur! - 300.000 kr.
  • Trans Ísland - 350.000 kr.

Í tilefni þess að Gleðigangan er gengin í tuttugasta sinn var að auki ákveðið að veita Páli Óskari Hjálmtýssyni 500.000 króna hvatningarstyrk til áframhaldandi góðra verka og með kæru þakklæti fyrir hans mikilvæga framlag til Gleðigöngunnar.

Alls nema styrkir til ofangreindra verkefna 2,8 milljónum króna en 200.000 krónum verður varið í að veita hvatningarverðlaun í lok Hinsegin daga. Hvatningarverðlaun eru veitt einstaklingi eða hópi sem ekki hlaut styrk úr Gleðigöngupottinum en tókst með eftirtektarverðum hætti að vekja athygli á boðskap sínum í Gleðigöngunni.

Úthlutunarnefnd í ár skipuðu þau Ásgeir Helgi Magnússon, formaður Hinsegin daga, Anna Eir Guðfinnudóttir, göngustýra gleðigöngu Hinsegin daga, Margrét Erla Maack, fjölmiðla- og fjöllistakona og Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, viðburðastjóri.

Landsbankinn hefur verið stoltur bakhjarl Hinsegin daga frá upphafi.

Hinsegin dagar

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur