Fréttir

Fyrsta fyr­ir­tæk­ið sem fær sjálf­bærni­merki Lands­bank­ans

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. er fyrsta fyrirtækið til að hljóta sjálfbærnimerki Landsbankans. Félagið fær sjálfbærnimerkið vegna MSC vottaðra fiskveiða.
Runólfur V. Guðmundsson og Árni Þór Þorbjörnsson
5. júlí 2021

Þegar fyrirtæki sækir um lán hjá Landsbankanum getur það nú í fyrsta sinn óskað eftir því að fá sjálfbærnimerki bankans. Til að hljóta merkið þarf verkefnið sem verið er að fjármagna að uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem skilgreind eru í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og falla undir einn af þeim verkefnaflokkum sem tilgreindir eru þar. Dæmi um sjálfbær verkefni eru til að mynda orkuskipti i samgöngum, endurnýjanleg raforkuframleiðsla, sjálfbærnivottaðar fiskveiðar, vistvænar byggingar og verkefni sem stuðla að félagslegri uppbyggingu.

Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans:

„Sjálfbærnimerkið gerir viðskiptavinum okkar kleift að greina frá því að þeir taki mið af umhverfinu og samfélaginu í sinni vinnu. Útgerðarfélag Reykjavíkur er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur unnið að sjálfbærni lengi í sínum rekstri með góðum árangri. Það gleður okkur að veita þeim sjálfbærnimerki bankans vegna MSC vottaðra fiskveiða. Með sjálfbærnimerkinu viljum við styðja viðskiptavini okkar á sjálfbærnivegferð þeirra enda er það arðbært fyrir reksturinn til langs tíma. Við viljum ekki síður leggja okkar af mörkum til loftslagsmála en stóru tækifæri bankans til þess liggja aðallega í gegnum útlán og fjárfestingar.“

Runólfur V. Guðmundsson forstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur:

„Við hjá Útgerðarfélagi Reykjavíkur erum gríðarlega stolt af því að lántaka okkar fái sjálfbærnimerki Landsbankans. Í ljósi þess hve samstarf ÚR og Landsbankans hefur gengið vel með gagnkvæmri virðingu og trausti í gegnum tíðina er viðurkenningin okkur enn mikilvægari og hvatning um að halda áfram að vinna að góðum markmiðum.“

Nánar um sjálfbæra fjármögnun

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur