Sjálfbær fjármögnun

Fólk að ganga við Helgafell

Vinn­um sam­an að sjálf­bærni

Til að fá sjálf­bæra fjár­mögn­un þarf fyr­ir­tæki eða verk­efni að upp­fylla til­tekin skil­yrði, m.a. í sjálf­bærri fjár­má­laum­gjörð bank­ans.

Hvernig virkar sjálfbær fjármögnun?

Verkefnið sem fjármagnað er þarf að uppfylla skilyrði og falla undir einn af þeim 11 verkefnaflokkum sem tilgreindir eru í sjálfbærri fjármálaumgjörð Landsbankans og stuðla að sjálfbærni. Til þess að heildarfjármögnun félags hljóti sjálfbærnimerkið þarf rekstur fyrirtækisins í heild að stuðla að sjálfbærni og tekjur frá hæfum verkefnum að vera yfir 90% af heildartekjum þess.

Kona og hundur úti í náttúru

Skilyrði sjálfbærrar fjármálaumgjarðar

Í umgjörðinni eru tiltekin skilyrði sem fyrirtæki eða verkefni þurfa að uppfylla til þess að fjármögnun af hálfu bankans teljist sjálfbær. Því til viðbótar er umhverfisleg, félagsleg og stjórnunarleg áhætta metin, auk þess sem öll lán þurfa alltaf að uppfylla önnur útlánaskilyrði sem lánanefnd bankans setur. 

Verkefnaflokkarnir sem um ræðir eru:

Endurnýjanleg orka
Orkunýtni
Mengunarvarnir og eftirlit
Umhverfissjálfbær nýting lifandi auðlinda og landnotkun
Umhverfisvænar samgöngur
Sjálfbær meðhöndlun vatns og skólps
Sjálfbærir innviðir
Vistvænar byggingar
Húsnæði á viðráðanlegu verði
Vörur, framleiðslutækni og ferlar aðlöguð að hringrásarhagkerfinu og/eða sem eru umhverfisskilvirk
Atvinnusköpun með fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja í brothættum byggðum 

Við erum til staðar

Þú færð frekari aðstoð hjá viðskiptastjóranum þínum eða þjónustuveri fyrirtækja í síma 410 5000 eða fyrirtaeki@landsbankinn.is.

Fólk úti að vinna
Lítil og meðalstór fyrirtæki

Við hjálpum litlum og meðalstórum fyrirtækjum að ná árangri. Sérfræðingar okkar hafa mikla og góða þekkingu á atvinnulífinu og veita alhliða, faglega bankaþjónustu.

Stærri fyrirtæki

Öflugur hópur sérfræðinga kemur til móts við þarfir stærri fyrirtækja á ólíkum sviðum atvinnulífsins.

Algengar spurningar

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur