Ítrekun: Við vörum við fölskum SMS-skilaboðum
Í skilaboðunum (sem eru á ensku) eru viðtakendur beðnir um að staðfesta upplýsingar eða bregðast við breytingum, s.s. um farsímanúmer, með því að smella á hlekk sem vísar yfir á falska vefsíðu sem líkist innskráningarsíðu í netbanka Landsbankans. Ekki opna þennan hlekk.
Við sendum aldrei SMS-skeyti eða tölvupóst þar sem viðtakendur eru beðnir um að fara inn í netbankann sinn og skrá sig inn, t.d. til að breyta upplýsingum eða staðfesta þær.
Ef þú hefur opnað þennan hlekk og skráð þig inn á fölsku síðuna þá eru svikararnir komnir með aðgangsupplýsingarnar þínar. Þá er mikilvægt að þú skráir þig inn með venjulegum hætti, í appinu eða með því að fara á vef bankans og skrá þig inn í netbankann, og breytir lykilorðinu strax.
Þú skalt líka hafa samband við okkur, með því að hringja í s. 410 4000, senda okkur póst á landsbankinn@landsbankinn.is eða í gegnum netspjallið á www.landsbankinn.is.
Við minnum um leið á fræðslugrein á vefnum okkar um hvernig hægt er að þekkja muninn á fölskum og raunverulegum skilaboðum.
Fréttin hefur verið uppfærð 31. ágúst.