Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast

Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast í dag, þriðjudaginn 1. júlí 2025, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn opnaði fyrst útibú á Selfossi árið 1918 og það hefur lengi verið eitt af stærstu útibúum bankans. Eftir sameiningu vinna 20 manns í útibúinu á Austurvegi 20 á Selfossi, en þar af eru 4 í sumarstarfi. Auk þess eru starfsstöðvar í Reykholti og í Þorlákshöfn og þar vinna 2 á hvorum stað. Öll leggja þau mikið kapp á að veita viðskiptavinum í Árnessýslu, gestum og gangandi framúrskarandi banka- og tryggingaþjónustu!
Með því að sameina útibú TM og Landsbankans getur starfsfólk TM og Landsbankans unnið hlið við hlið og getur þannig veitt enn betri og fjölbreyttari þjónustu. Við erum með opið frá kl. 10-16 alla virka daga og hraðbankarnir eru aðgengilegir allan sólarhringinn.
Við hlökkum til að sjá þig!









