Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns

Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.
Við óskum öllum vinningshöfum, þeim sem settu persónuleg met og öðrum hlaupurunum innilega til hamingju!


Fyrstu þrjú sæti í kvennaflokki:
- Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) - 34:06 mín
- Elísa Kristinsdóttir (Höttur) - 36:51 mín
- Elín Edda Sigurðardóttir (ÍR) - 37:12 mín
Fyrstu 3 sæti í karlaflokki:
- Stefán Pálsson (Ármann) - 31:28 mín
- Þorsteinn Roy Jóhannsson (Umf. Öræfa) - 31:29 mín
- Sindri Karl Sigurjónsson (UMSB) - 33:03 mín















