Landsbankinn breytir vöxtum

Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 3. júní 2025.
Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Útlánavextir
- Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,25 prósentustig.
- Kjörvextir á óverðtryggðum lánum lækka um 0,25 prósentustig.
- Yfirdráttarvextir lækka um 0,25 prósentustig.
Innlánavextir
- Vextir á óverðtryggðum veltureikningum lækka um 0,25 prósentustig.
- Vextir á óverðtryggðum sparireikningum lækka um 0,25 prósentustig.
- Vextir á fastvaxtareikningum lækka um 0,10-0,25 prósentustig.
Breytingarnar eru gerðar í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands frá 21. maí sl. en þá lækkaði Seðlabankinn meginvexti um 0,25 prósentustig. Breytingar á vöxtum útlána, sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda, og breytingar á vöxtum greiðslureikninga, sem falla undir lög um greiðsluþjónustu, taka gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka.









