Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

8 millj­ón­um út­hlut­að í náms­styrki

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán hæfileikaríkra námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 28. maí. Námsstyrkirnir voru veittir í þrítugasta og sjötta sinn og heildarupphæð styrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 450 umsóknir í ár.
Námsstyrkir 2025
3. júní 2025

Veittir eru styrkir í fjórum flokkum: til framhaldsskólanáms, grunnnáms í háskóla, framhaldsnáms í háskóla og listnáms.

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfs, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.

Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans í ár voru:

Framhaldsskólanám, 300.000 kr. hver:

  • Þórey María E. Kolbeins - Kvennaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn í tónlist
  • Benedikt Aron Jóhannsson – Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
  • Emma Dís Tómasdóttir – Verzlunarskóli Íslands
  • Karítas Mekkín Jónasdóttir – Menntaskólinn á Egilsstöðum

Grunnnám í háskóla, 500.000 kr. hver:

  • Klara Margrét Ívarsdóttir - Háskóli íslands
  • Róbert Dennis Solomon - The Wharton School, University of Pennsylvania
  • Tómas Pálmar Tómasson – Háskólinn í Reykjavík
  • Óskar Atli Magnússon - Dartmouth College

Framhaldsnám í háskóla, 600.000 kr. hver:

  • Birta Bæringsdóttir – Háskóli Íslands
  • Brimar Ólafsson - Massachusetts Institute of Technology
  • Gísli Gylfason - Paris School of Economics
  • Hildur Þóra Hákonardóttir - Harvard háskóli

Listnám, 600.000 kr. hver:

  • Ása Ólafsdóttir - Columbia háskóli New York
  • Már Gunnarsson - The Royal Northern College of Music
  • Mikolaj Ólafur Frach - The Krzysztof Penderecki Academy of Music
  • Matthildur Traustadóttir - Oberlin Conservatory of Music

Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri hjá Landsbankanum, afhenti styrkþegum blómvönd.

Námsstyrkir 2025

Skemmtileg tilviljun sem uppgötvaðist við afhendingu var að systkinin Emma Dís Tómasdóttir og Tómas Pálmar Tómasson hlutu bæði styrk í ár.

Námsstyrkir 2025

Mæðginin Brimar Ólafsson og Tinna Traustadóttir hafa bæði hlotið námsstyrk Landsbankans, en Tinna hlaut styrk frá bankanum fyrir um 25 árum.

Námsstyrkir 2025

Benedikt Aron Jóhannsson.

Námsstyrkir 2025

Brimar Ólafsson.

Námsstyrkir 2025

Emma Dís Tómasdóttir.

Námsstyrkir 2025

Karítas Mekkín Jónasdóttir.

Námsstyrkir 2025

Matthildur Taustadóttir.

Námsstyrkir 2025

Róbert Dennis Solomon.

Námsstyrkir 2025

Runólfur Smári Steinþórsson.

Námsstyrkir 2025

Tómas Pálmar Tómasson.

Í dómnefnd sátu Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Guðrún Norðfjörð, verkefnastjóri hjá Aton JL og Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.