Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

8 millj­ón­um út­hlut­að í náms­styrki

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán hæfileikaríkra námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 28. maí. Námsstyrkirnir voru veittir í þrítugasta og sjötta sinn og heildarupphæð styrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 450 umsóknir í ár.
Námsstyrkir 2025
3. júní 2025

Veittir eru styrkir í fjórum flokkum: til framhaldsskólanáms, grunnnáms í háskóla, framhaldsnáms í háskóla og listnáms.

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfs, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.

Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans í ár voru:

Framhaldsskólanám, 300.000 kr. hver:

  • Þórey María E. Kolbeins - Kvennaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn í tónlist
  • Benedikt Aron Jóhannsson – Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
  • Emma Dís Tómasdóttir – Verzlunarskóli Íslands
  • Karítas Mekkín Jónasdóttir – Menntaskólinn á Egilsstöðum

Grunnnám í háskóla, 500.000 kr. hver:

  • Klara Margrét Ívarsdóttir - Háskóli íslands
  • Róbert Dennis Solomon - The Wharton School, University of Pennsylvania
  • Tómas Pálmar Tómasson – Háskólinn í Reykjavík
  • Óskar Atli Magnússon - Dartmouth College

Framhaldsnám í háskóla, 600.000 kr. hver:

  • Birta Bæringsdóttir – Háskóli Íslands
  • Brimar Ólafsson - Massachusetts Institute of Technology
  • Gísli Gylfason - Paris School of Economics
  • Hildur Þóra Hákonardóttir - Harvard háskóli

Listnám, 600.000 kr. hver:

  • Ása Ólafsdóttir - Columbia háskóli New York
  • Már Gunnarsson - The Royal Northern College of Music
  • Mikolaj Ólafur Frach - The Krzysztof Penderecki Academy of Music
  • Matthildur Traustadóttir - Oberlin Conservatory of Music

Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri hjá Landsbankanum, afhenti styrkþegum blómvönd.

Námsstyrkir 2025

Skemmtileg tilviljun sem uppgötvaðist við afhendingu var að systkinin Emma Dís Tómasdóttir og Tómas Pálmar Tómasson hlutu bæði styrk í ár.

Námsstyrkir 2025

Mæðginin Brimar Ólafsson og Tinna Traustadóttir hafa bæði hlotið námsstyrk Landsbankans, en Tinna hlaut styrk frá bankanum fyrir um 25 árum.

Námsstyrkir 2025

Benedikt Aron Jóhannsson.

Námsstyrkir 2025

Brimar Ólafsson.

Námsstyrkir 2025

Emma Dís Tómasdóttir.

Námsstyrkir 2025

Karítas Mekkín Jónasdóttir.

Námsstyrkir 2025

Matthildur Taustadóttir.

Námsstyrkir 2025

Róbert Dennis Solomon.

Námsstyrkir 2025

Runólfur Smári Steinþórsson.

Námsstyrkir 2025

Tómas Pálmar Tómasson.

Í dómnefnd sátu Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Guðrún Norðfjörð, verkefnastjóri hjá Aton JL og Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
4. des. 2025
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.
Maður við tölvu
4. des. 2025
Gamlársdagur ekki bankadagur – áhrif á eindaga og greiðslur
Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.
26. nóv. 2025
Ljósin tendruð á Hamborgartrénu 29. nóvember
Ljósin verða tendruð á 60 ára afmæli Hamborgartrésins þann 29. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Landsbankinn
21. nóv. 2025
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti inn- og útlána. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir nýrra íbúðalána lækka um 0,10 -0,20 prósentustig.
18. nóv. 2025
Landsbankinn styrkir Örninn í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Arnarsins.
Landsbankinn
14. nóv. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember 2025. Lokað verður frá miðnætti til um kl. 4.00 á mánudagsmorgun. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Netsvik
10. nóv. 2025
Leikir sem fræðsla um netöryggi
Landsbankinn er öflugur útgefandi fræðsluefnis, allt frá faglegum greiningum og almennri fræðslu um fjármál, netöryggi og sjálfbærni til umfjöllunar um efni sem er efst á baugi hverju sinni.
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.