Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

YAY og Lands­bank­inn stofna nýtt fé­lag – Yay­land

Yayland
4. júní 2025

Fjártæknifyrirtækið YAY og Landsbankinn hafa stofnað nýtt félag, Yayland ehf., sem mun sérhæfa sig í þróun, sölu, útgáfu og rekstri á stafrænum og hefðbundnum inneignarkortum, gjafabréfum og vildarkortum. Yayland mun taka yfir alla gjafakortastarfsemi YAY á Íslandi og jafnframt alla útgáfu og rekstur á inneignarkortum Landsbankans.

Með stofnun félagsins verður til leiðandi fjártæknifyrirtæki með mikla reynslu, þekkingu og sérhæfingu í inneignarlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir.

YAY hefur á undanförnum árum markað sér sterka stöðu sem eitt fremsta fjártæknifyrirtæki landsins, m.a. með útgáfu Ferðagjafarinnar fyrir íslenska ríkið, rekstri gjafabréfaappsins YAY, og með þjónustu við yfir 250 fyrirtæki og samstarfsaðila. Á sama tíma hefur Landsbankinn haldið úti traustri gjafakortaþjónustu fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins í formi inneignarkorta, með sterkum innviðum og áratugareynslu í dreifingu og þjónustu.

Ragnar Árnason, einn af stofnendum YAY og framkvæmdastjóri Yayland, segir: „Við sjáum gríðarleg tækifæri í því að þróa og stýra inneignarkortum fyrir fyrirtæki – hvort sem það eru gjafakort, styrktarkerfi eða umbunarkerfi. Yayland verður leiðandi fjártæknifyrirtæki á Íslandi á þessu sviði og við hlökkum til að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki og stofnanir með snjöllum, stafrænum lausnum.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:
„Við erum spennt fyrir samstarfinu við YAY í gegnum Yayland. Það er mikil þróun í inneignarkortum og spennandi tækifæri til að nýta stafræna dreifingu korta. Með samstarfinu sameinum við krafta okkar í inneignakortum og nýtum sameiginlega styrkleika og reynslu til að bjóða fyrirtækjum sem hafa inneignarkort í sínu vöruframboði aukinn sveigjanleika og fjölbreyttari útfærslur fyrir sína viðskiptavini.“

Úrval lausna sem Yayland mun bjóða verður fjölbreytt, hvort sem fyrirtæki vilja gefa út plastkort, stafræn kort, greiðslukort, nota strikamerki eða QR-kóða eða kaupa gjafabréf fyrir viðskiptavini eða starfsfólk.

Félagið mun mæta þörfum fyrirtækja af öllum stærðum og jafnt þeim sem vilja hefðbundna útfærslu eða nýjustu stafrænu kerfin. Lausnirnar eru skalanlegar, öruggar og byggja á áralangri innsýn í þarfir markaðarins og notenda.

Á myndinni eru frá vinstri: Ari Steinarsson, Lilja Björk Einarsdóttir og Ragnar Árnason.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.
4. júlí 2025
Frábær þátttaka í Aukakrónuhlaupi Ármanns
Aukakrónuhlaup Ármanns og Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi voru ræst fyrir utan Landsbankann, Reykjastræti 6, miðvikudaginn 2. júlí. Veðrið var með besta móti og tóku tæplega 500 hlauparar þátt að þessu sinni, enda njóta götuhlaupin mikilla vinsælda hér á landi. Andrea Kolbeinsdóttir og Stefán Pálsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi árið 2025.
1. júlí 2025
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinast í dag, þriðjudaginn 1. júlí 2025, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Reykjastræti
19. júní 2025
Útibú TM er flutt í Reykjastræti 6
Útibú TM á höfuðborgarsvæðinu flutti í dag, 19. júní 2025, í útibú Landsbankans í Reykjastræti 6 í miðborg Reykjavíkur. Þar tekur starfsfólk TM og bankans vel á móti viðskiptavinum.