Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

YAY og Lands­bank­inn stofna nýtt fé­lag – Yay­land

Yayland
4. júní 2025

Fjártæknifyrirtækið YAY og Landsbankinn hafa stofnað nýtt félag, Yayland ehf., sem mun sérhæfa sig í þróun, sölu, útgáfu og rekstri á stafrænum og hefðbundnum inneignarkortum, gjafabréfum og vildarkortum. Yayland mun taka yfir alla gjafakortastarfsemi YAY á Íslandi og jafnframt alla útgáfu og rekstur á inneignarkortum Landsbankans.

Með stofnun félagsins verður til leiðandi fjártæknifyrirtæki með mikla reynslu, þekkingu og sérhæfingu í inneignarlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir.

YAY hefur á undanförnum árum markað sér sterka stöðu sem eitt fremsta fjártæknifyrirtæki landsins, m.a. með útgáfu Ferðagjafarinnar fyrir íslenska ríkið, rekstri gjafabréfaappsins YAY, og með þjónustu við yfir 250 fyrirtæki og samstarfsaðila. Á sama tíma hefur Landsbankinn haldið úti traustri gjafakortaþjónustu fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins í formi inneignarkorta, með sterkum innviðum og áratugareynslu í dreifingu og þjónustu.

Ragnar Árnason, einn af stofnendum YAY og framkvæmdastjóri Yayland, segir: „Við sjáum gríðarleg tækifæri í því að þróa og stýra inneignarkortum fyrir fyrirtæki – hvort sem það eru gjafakort, styrktarkerfi eða umbunarkerfi. Yayland verður leiðandi fjártæknifyrirtæki á Íslandi á þessu sviði og við hlökkum til að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki og stofnanir með snjöllum, stafrænum lausnum.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:
„Við erum spennt fyrir samstarfinu við YAY í gegnum Yayland. Það er mikil þróun í inneignarkortum og spennandi tækifæri til að nýta stafræna dreifingu korta. Með samstarfinu sameinum við krafta okkar í inneignakortum og nýtum sameiginlega styrkleika og reynslu til að bjóða fyrirtækjum sem hafa inneignarkort í sínu vöruframboði aukinn sveigjanleika og fjölbreyttari útfærslur fyrir sína viðskiptavini.“

Úrval lausna sem Yayland mun bjóða verður fjölbreytt, hvort sem fyrirtæki vilja gefa út plastkort, stafræn kort, greiðslukort, nota strikamerki eða QR-kóða eða kaupa gjafabréf fyrir viðskiptavini eða starfsfólk.

Félagið mun mæta þörfum fyrirtækja af öllum stærðum og jafnt þeim sem vilja hefðbundna útfærslu eða nýjustu stafrænu kerfin. Lausnirnar eru skalanlegar, öruggar og byggja á áralangri innsýn í þarfir markaðarins og notenda.

Á myndinni eru frá vinstri: Ari Steinarsson, Lilja Björk Einarsdóttir og Ragnar Árnason.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
15. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar 14. október 2025 í máli nr. 55/2024
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.