Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans ráðgjafi ríkisins í vel heppnuðu Íslandsbankaútboði

Áhugi fjárfesta reyndist mjög mikill og skilaði sér í heildareftirspurn upp á um 190 milljarða króna. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá mikinn áhuga og þátttöku almennings. Í útboðinu voru seldir 850.000.007 hlutir á genginu 106,56 krónur á hlut, sem samsvarar heildarvirði upp á 90,6 milljarða króna. Þetta er stærsta hlutafjárútboð sem haldið hefur verið á Íslandi.
Sérstök áhersla var lögð á að tryggja víðtæka þátttöku almennra fjárfesta. Áskriftir í tilboðsbók A, sem var eingöngu ætluð einstaklingum, námu 88,2 milljörðum króna og bárust frá rúmlega 31.000 einstaklingum. Útboðið markaði tímamót í þátttöku almennings í almennu hlutabréfaútboði.
Landsbankinn óskar fjármála- og efnahagsráðuneytinu til hamingju með vel heppnað og farsælt útboð og þakkar jafnframt fyrir frábært og árangursríkt samstarf.









