Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Holta­skóli bar sig­ur úr být­um í Skóla­hreysti 2025

Skólahreysti 2025
26. maí 2025

Holtaskóli er sigurvegari Skólahreysti 2025 og ber því titillinn Skólahreystimeistari með rentu! Úrslitin réðust í æsispennandi lokakeppni tólf grunnskóla fyrir troðfullum sal í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ, laugardagskvöldið 24. maí.

Í sigurliði Holtaskóla voru þau Svanur Bergvins Guðmundsson, Auður Eyfjörð Ingvarsdóttir, Benedikt Árni Hermannsson og Elva Björg Ragnarsson.

Silfurlið Lang­holts­skóla skipuðu þau Pét­ur Hún­fjörð Davíðsson, Bryn­dís Óskars­dótt­ir, Hild­ur Hekla Ein­ars­dótt­ir og Karl Sör­en Theo­dórs­son.

Í bronsliði Flóa­skóla voru þau Kristó­fer Máni Andra­son, Magnea Braga­dótt­ir, Karólína Þór­bergs­dótt­ir og Freyr Sturlu­son.

Í keppninni áttu þau mistök sér stað að árangur Flóaskóla í hraðaþraut fór ekki réttur inn í stigatöflu og endaði Flóaskóli því þar í fjórða sæti. Við leiðréttum það hér með: Flóaskóli endaði í þriðja sæti með 50 stig og Varmahlíðarskóli í 4. sæti, aðeins einu stigi á eftir Flóaskóla með 49 stig.

Þrjú Íslandsmet í hreystigreip og eitt í upphífingum

Íslandsmetið í hreystigreip var bætt í fyrra þegar Saga Björgvinsdóttir úr Grunnskólanum á Ísafirði hékk í 20:02 mínútur í undankeppni. Í undankeppninni 2025 sló Dagbjört Lilja Oddsdóttir úr Lágafellsskóla metið með því að hanga 23:02 en Saga hrifsaði metið aftur til sín um þremur klukkustundum síðar með því að hanga í 24:01 mínútu. Grunnskólinn á Ísafirði komst ekki í úrslit og Dagbjört Lilja nýtti keppnina til að ná metinu aftur til sín með því að hanga í 25:01 mínútu.

Íslandsmetið í hreystigreip var þó ekki eina Íslandsmetið sem féll þetta árið því Svanur Bergvins Guðmundsson úr Holtaskóla setti nýtt Íslandsmet í upphífingum í undankeppninni með því að ljúka 69 upphífingum. Hann tók 65 upphífingar í úrslitakeppninni á laugardag og var því ekki langt frá sínum besta árangri. Hann sigraði einnig í dýfum á laugardag með því að taka 63 slíkar. Gamla metið í upphífingum, sem Ari Tómas Hjálmarsson  úr Árbæjarskóla setti árið 2020, var 67.

Þökkum fyrir frábæra keppni

Bryndís Óskarsdóttir úr Langholtsskóla tók flestar armbeygjur, eða 52 stykki. Holtaskóli átti besta tímann í hraðaþrautinni þegar Elva Björg Ragnarsdóttir og Benedikt Árni Hermannsson fóru brautina á 2:04 mínútum.

Þess má geta að Íslandsmetið í armbeygjum er 177 armbeygjur. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir úr Myllubakkaskóla setti þetta met árið 2012. Íslandsmetið í dýfum er 101 hefur Valgarð Reinhardsson úr Lindaskóla verið handhafi þess frá árinu 2012.

Aðrir skólar sem kepptu í úrslitum í ár voru Grunnskóli Húnaþings vestra, Hraunvallaskóli, Lágafellsskóli, Heiðarskóli, Árbæjarskóli, Réttarholtsskóli, Grunnskólinn í Þorlákshöfn og Lundarskóli.

Gríðarlega góð stemning var á Skólahreysti 2025. Landsbankinn er aðalbakhjarl Skólahreysti og þakkar skipuleggjendum, áhorfendum, keppendum og skólum þeirra fyrir frábæra keppni!

Þú gætir einnig haft áhuga á
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.  
Snjallsími
3. sept. 2025
Breyting á dagslokum bankadaga
Frá og með 8. september 2025 verða dagslok bankadaga í innlánakerfum Reiknistofu bankanna færð frá kl. 21.00 til miðnættis. Þetta hefur m.a. þau áhrif að millifærslur sem eru gerðar eftir kl. 21.00 og fram að miðnætti verða bókaðar sama dag.
3. sept. 2025
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans 2025 verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 4. september. Á sjálfbærnideginum fáum við innsýn í hvernig íslensk fyrirtæki nálgast sjálfbærnimálin, hvernig þau takast á við áskoranir og hvaða tækifæri eru fram undan. Við lofum bæði fjölbreyttri og spennandi dagskrá og ljúffengum veitingum! 
Austurvegur 11, Selfossi
26. ágúst 2025
Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og TM á Selfossi
Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf.
Eystra horn
25. ágúst 2025
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2025.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
25. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum - sýning og fleiri verk eftir konur á listaverkavefnum
Á nýrri sýningu sem opnaði í Reykjastræti 6 á Menningarnótt er sjónum beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Við opnuðum einnig nýjan hluta á listaverkavef bankans þar sem birt eru um 90 verk eftir konur.
18. ágúst 2025
Dagskrá Landsbankans, Hörpu og Hafnartorgs á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans
14. ágúst 2025
Listakonur í Landsbankanum: Leiðsögn á Menningarnótt um nýja sýningu
Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.
Austurstræti 11
25. júlí 2025
Tilboði tekið í Austurstræti 11 og hús bankans í Hafnarstræti
Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14.
Gleðiganga
15. júlí 2025
Úthlutað úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Tíu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans vegna Gleðigöngunnar 2025. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 9. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 23. skipti.