Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Holta­skóli bar sig­ur úr být­um í Skóla­hreysti 2025

Skólahreysti 2025
26. maí 2025

Holtaskóli er sigurvegari Skólahreysti 2025 og ber því titillinn Skólahreystimeistari með rentu! Úrslitin réðust í æsispennandi lokakeppni tólf grunnskóla fyrir troðfullum sal í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ, laugardagskvöldið 24. maí.

Í sigurliði Holtaskóla voru þau Svanur Bergvins Guðmundsson, Auður Eyfjörð Ingvarsdóttir, Benedikt Árni Hermannsson og Elva Björg Ragnarsson.

Silfurlið Lang­holts­skóla skipuðu þau Pét­ur Hún­fjörð Davíðsson, Bryn­dís Óskars­dótt­ir, Hild­ur Hekla Ein­ars­dótt­ir og Karl Sör­en Theo­dórs­son.

Í bronsliði Flóa­skóla voru þau Kristó­fer Máni Andra­son, Magnea Braga­dótt­ir, Karólína Þór­bergs­dótt­ir og Freyr Sturlu­son.

Í keppninni áttu þau mistök sér stað að árangur Flóaskóla í hraðaþraut fór ekki réttur inn í stigatöflu og endaði Flóaskóli því þar í fjórða sæti. Við leiðréttum það hér með: Flóaskóli endaði í þriðja sæti með 50 stig og Varmahlíðarskóli í 4. sæti, aðeins einu stigi á eftir Flóaskóla með 49 stig.

Þrjú Íslandsmet í hreystigreip og eitt í upphífingum

Íslandsmetið í hreystigreip var bætt í fyrra þegar Saga Björgvinsdóttir úr Grunnskólanum á Ísafirði hékk í 20:02 mínútur í undankeppni. Í undankeppninni 2025 sló Dagbjört Lilja Oddsdóttir úr Lágafellsskóla metið með því að hanga 23:02 en Saga hrifsaði metið aftur til sín um þremur klukkustundum síðar með því að hanga í 24:01 mínútu. Grunnskólinn á Ísafirði komst ekki í úrslit og Dagbjört Lilja nýtti keppnina til að ná metinu aftur til sín með því að hanga í 25:01 mínútu.

Íslandsmetið í hreystigreip var þó ekki eina Íslandsmetið sem féll þetta árið því Svanur Bergvins Guðmundsson úr Holtaskóla setti nýtt Íslandsmet í upphífingum í undankeppninni með því að ljúka 69 upphífingum. Hann tók 65 upphífingar í úrslitakeppninni á laugardag og var því ekki langt frá sínum besta árangri. Hann sigraði einnig í dýfum á laugardag með því að taka 63 slíkar. Gamla metið í upphífingum, sem Ari Tómas Hjálmarsson  úr Árbæjarskóla setti árið 2020, var 67.

Þökkum fyrir frábæra keppni

Bryndís Óskarsdóttir úr Langholtsskóla tók flestar armbeygjur, eða 52 stykki. Holtaskóli átti besta tímann í hraðaþrautinni þegar Elva Björg Ragnarsdóttir og Benedikt Árni Hermannsson fóru brautina á 2:04 mínútum.

Þess má geta að Íslandsmetið í armbeygjum er 177 armbeygjur. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir úr Myllubakkaskóla setti þetta met árið 2012. Íslandsmetið í dýfum er 101 hefur Valgarð Reinhardsson úr Lindaskóla verið handhafi þess frá árinu 2012.

Aðrir skólar sem kepptu í úrslitum í ár voru Grunnskóli Húnaþings vestra, Hraunvallaskóli, Lágafellsskóli, Heiðarskóli, Árbæjarskóli, Réttarholtsskóli, Grunnskólinn í Þorlákshöfn og Lundarskóli.

Gríðarlega góð stemning var á Skólahreysti 2025. Landsbankinn er aðalbakhjarl Skólahreysti og þakkar skipuleggjendum, áhorfendum, keppendum og skólum þeirra fyrir frábæra keppni!

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.