Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Svanni út­hlut­ar lán­um til fjög­urra frum­kvöðl­a­fyr­ir­tækja

Fjögur verkefni fengu lán frá Svanna - lánatryggingasjóði kvenna í vorúthlutun sjóðsins; Fæðingarheimili Reykjavíkur, Justikal, Eylíf og FÓLK. Forsvarskonur þessara ólíku og áhugaverðu fyrirtækja eru á einu máli um það að liðsinni Svanna sé þeim afar mikilvægt og gerir fyrirtækjunum kleift að vaxa og dafna.
10. júní 2021 - Landsbankinn

Svanni  hefur það að markmiði að efla konur í fyrirtækjarekstri og auka aðgengi þeirra að fjármagni til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.  Sjóðurinn er í eigu forsætisráðuneytis, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Hann á í góðu samstarfi við Landsbankann sem veitir lánin en bankinn hefur verið bakhjarl sjóðsins frá stofnun hans. 

Í vor bárust sjóðnum 12 umsóknir og alls var sótt um lán að fjárhæð rúmlega 84 milljónir króna. 

FÓLK

Ragna Sara Jónsdóttir er eigandi Fólks, sem er íslenskt hönnunarmerki sem þróar, markaðssetur og selur hönnun eftir íslenska hönnuði. 

 „Lánið hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur en fyrirtæki eins og okkar sem stundar vöruþróun, oft og tíðum með nýjum aðferðum og hráefnum, þarf fjármagn til að koma undir sig fótunum. Það er mjög jákvætt og mikilvæg traustsyfirlýsing að Landsbankinn og Svanni séu tilbúin að styðja okkur í að byggja upp vörur sem taka útgangspunkt í sjálfbærni og hringrás hráefna.“

Justikal

Hugbúnaðarfyrirtækið Justikal hannar lausn sem gerir dómstólum og öðrum opinberum aðilum kleift að taka á móti, sannreyna og varðveita m.a. rafrænt undirrituð gögn á rafrænu formi og er Margrét Anna Einarsdóttir stofnandi fyrirtækisins.

„Samþykkt lánsins er viðurkenning á hugmyndinni og viðskiptalegum markmiðum félagsins. Frumkvöðlar þurfa að leggja á sig gífurlega mikla vinnu til að byggja eitthvað frá grunni. Þess vegna er það mjög mikilvægt að sjóðir eins og Svanni, sem geta stutt félögin á mikilvægum tímum, séu starfræktir.“

Eylíf heilsuvörur

Ólöf Rún Tryggvadóttir er stofnandi og eigandi Eylíf heilsuvara sem þróar, framleiðir og selur heilsuvörur. 

„Lánveiting Svanna hefur mjög mikla þýðingu því að þá getur fyrirtækið tekið á sig aukakostnað við vöruþróun án þess að vera á yfirdrætti. Ekki þarf þá heldur að bíða með ýmsar prófanir á efnum. Það léttir á öllu ferlinu við vöruþróun fyrirtækisins.“

Fæðingarheimili Reykjavíkur

Embla Ýr Guðmundsdóttir og Emma Marie Swift stofnuðu nýverið Fæðingarheimili Reykjavíkur. 

„Lánið frá Svanna gerir okkur það mögulegt að standsetja húsnæði sérsniðið að þörfum Fæðingarheimilisins. Þannig getum við hafið rekstur umtalsvert hraðar en ella og látið drauminn um Fæðingarheimilið rætast.“

Nánar um Svanna

Svanni veitir lán með lánatryggingum til fyrirtækja í meirihlutaeigu kvenna sem þýðir að ekki þarf að leggja fram veð fyrir lánum. Sjóðurinn er liður í viðleitni stjórnvalda til að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar. Enn fremur sýna rannsóknir að konur eru varkárari til að taka lán og veðsetja eigur sínar og hefur það staðið vexti fyrirtækja í eigu kvenna fyrir þrifum að einhverju leyti. 

Svanni hefur framkvæmt könnun hjá lánþegum sjóðsins. Þar kemur skýrt fram í gegnum árin hjá lántakendum sjóðins að margir lánþegar telja sig ekki hafa sama aðgang að fjármagni annars staðar. Einnig hefur lánatrygging Svanna skipt miklu máli við að koma hugmyndum í verk og lánin geta skipt sköpum fyrir minni fyrirtæki. Verkefnin sem lánað er fyrir skila verðmætaaukningu inn í atvinnulífið og stuðla að aukinni atvinnusköpun.

Umsóknarfrestur vegna lána sem verða veitt í haust er til 15. september næstkomandi og er sótt um rafrænt á heimasíðu sjóðsins, www.atvinnumalkvenna.is, en þar má finna frekari upplýsingar um lánin.

Úthlutun lána fer fram tvisvar á ári og er hægt að fá lán á bilinu þrjár til tíu milljónir króna og eru lánin alla jafna til 5 ára. 

Svanni heldur áfram að styðja frumkvöðlastarf kvenna

Svanni

Á meðfylgjandi mynd fyrir ofan eru frá vinstri: Sigríður A. Árnadóttir, Landsbankinn, Embla Ýr Guðmundsdóttir, Fæðingarheimili Reykjavíkur, Ólöf Rún Tryggvadóttir, Eylíf, Arnheiður K. Gísladóttir, Landsbankinn, Margrét Anna Einarsdóttir, Justikal, Ragna Sara Jónsdóttir, FÓLK og Guðrún Tinna Ólafsdóttir, formaður stjórnar Svanna -lánatryggingasjóðs kvenna.
Svanni
Þú gætir einnig haft áhuga á
Jólakveðja
19. des. 2025
Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót
Þjónustuver og útibú Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag verða útibú lokuð en Þjónustuverið verður opið á milli kl. 9-12.
Fjölskylda
19. des. 2025
Click to Pay: Ný og öruggari leið til að greiða á netinu
Nú geta viðskiptavinir Landsbankans tengt greiðslukortin sín við Click to Pay, nýja og öruggari greiðslulausn sem netverslanir eru óðum að taka í notkun.
Samfélagsstyrkir 2025
11. des. 2025
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 32 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 20 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans mánudaginn 8. desember 2025. Alls hlutu 32 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
10. des. 2025
Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmótinu
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson varð hlutskarpastur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem haldið var í húsakynnum Landsbankans í Reykjastræti 6 sunnudaginn 7. desember 2025. Jóhann var í banastuði og nældi sér í 11½ vinning úr 13 skákum sem er ótrúlegur árangur á jöfnu og annars spennandi móti.
Dagatal Landsbankans 2025
10. des. 2025
Dagatal Landsbankans 2026
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2026 er komið úr prentun. Í ár verður dagatalið sent út til viðskiptavina okkar sem eru 67 ára og eldri og eru þau nú þegar farin að berast viðskiptavinum. Aðrir viðskiptavinir, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, geta nálgast eintak í útibúum okkar á næstu vikum.
Netsvik
4. des. 2025
Netöryggisleikur Landsbankans spilaður 25.500 sinnum
Í byrjun nóvember gaf Landsbankinn í fyrsta sinn út leik sem miðaði að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi. Markmiðið með því að nota leikjaformið var að virkja fólk til varna um eigið netöryggi.
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
4. des. 2025
Styrkjum stafræna framtíð íslenskunnar
Landsbankinn tekur þátt í og er kyndilberi verkefnis Almannaróms, Þín íslenska er málið. Markmið verkefnisins er að safna heimildum um íslenskunotkun fyrirtækja úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Oft er um sértækan orðaforða að ræða, íðorð og hugtök, sem ekki eru í víðtækri notkun en eru engu að síður mikilvægur hluti af fjölbreytilegum málheimi okkar allra.
Maður við tölvu
4. des. 2025
Gamlársdagur ekki bankadagur – áhrif á eindaga og greiðslur
Seðlabankinn hefur ákveðið að gamlársdagur, 31. desember, verði framvegis ekki bankadagur.
26. nóv. 2025
Ljósin tendruð á Hamborgartrénu 29. nóvember
Ljósin verða tendruð á 60 ára afmæli Hamborgartrésins þann 29. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Landsbankinn
21. nóv. 2025
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti inn- og útlána. Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir nýrra íbúðalána lækka um 0,10 -0,20 prósentustig.