Fréttir

Svanni út­hlut­ar lán­um til fjög­urra frum­kvöðl­a­fyr­ir­tækja

Fjögur verkefni fengu lán frá Svanna - lánatryggingasjóði kvenna í vorúthlutun sjóðsins; Fæðingarheimili Reykjavíkur, Justikal, Eylíf og FÓLK. Forsvarskonur þessara ólíku og áhugaverðu fyrirtækja eru á einu máli um það að liðsinni Svanna sé þeim afar mikilvægt og gerir fyrirtækjunum kleift að vaxa og dafna.
10. júní 2021 - Landsbankinn

Svanni  hefur það að markmiði að efla konur í fyrirtækjarekstri og auka aðgengi þeirra að fjármagni til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.  Sjóðurinn er í eigu forsætisráðuneytis, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Hann á í góðu samstarfi við Landsbankann sem veitir lánin en bankinn hefur verið bakhjarl sjóðsins frá stofnun hans. 

Í vor bárust sjóðnum 12 umsóknir og alls var sótt um lán að fjárhæð rúmlega 84 milljónir króna. 

FÓLK

Ragna Sara Jónsdóttir er eigandi Fólks, sem er íslenskt hönnunarmerki sem þróar, markaðssetur og selur hönnun eftir íslenska hönnuði. 

 „Lánið hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur en fyrirtæki eins og okkar sem stundar vöruþróun, oft og tíðum með nýjum aðferðum og hráefnum, þarf fjármagn til að koma undir sig fótunum. Það er mjög jákvætt og mikilvæg traustsyfirlýsing að Landsbankinn og Svanni séu tilbúin að styðja okkur í að byggja upp vörur sem taka útgangspunkt í sjálfbærni og hringrás hráefna.“

Justikal

Hugbúnaðarfyrirtækið Justikal hannar lausn sem gerir dómstólum og öðrum opinberum aðilum kleift að taka á móti, sannreyna og varðveita m.a. rafrænt undirrituð gögn á rafrænu formi og er Margrét Anna Einarsdóttir stofnandi fyrirtækisins.

„Samþykkt lánsins er viðurkenning á hugmyndinni og viðskiptalegum markmiðum félagsins. Frumkvöðlar þurfa að leggja á sig gífurlega mikla vinnu til að byggja eitthvað frá grunni. Þess vegna er það mjög mikilvægt að sjóðir eins og Svanni, sem geta stutt félögin á mikilvægum tímum, séu starfræktir.“

Eylíf heilsuvörur

Ólöf Rún Tryggvadóttir er stofnandi og eigandi Eylíf heilsuvara sem þróar, framleiðir og selur heilsuvörur. 

„Lánveiting Svanna hefur mjög mikla þýðingu því að þá getur fyrirtækið tekið á sig aukakostnað við vöruþróun án þess að vera á yfirdrætti. Ekki þarf þá heldur að bíða með ýmsar prófanir á efnum. Það léttir á öllu ferlinu við vöruþróun fyrirtækisins.“

Fæðingarheimili Reykjavíkur

Embla Ýr Guðmundsdóttir og Emma Marie Swift stofnuðu nýverið Fæðingarheimili Reykjavíkur. 

„Lánið frá Svanna gerir okkur það mögulegt að standsetja húsnæði sérsniðið að þörfum Fæðingarheimilisins. Þannig getum við hafið rekstur umtalsvert hraðar en ella og látið drauminn um Fæðingarheimilið rætast.“

Nánar um Svanna

Svanni veitir lán með lánatryggingum til fyrirtækja í meirihlutaeigu kvenna sem þýðir að ekki þarf að leggja fram veð fyrir lánum. Sjóðurinn er liður í viðleitni stjórnvalda til að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar. Enn fremur sýna rannsóknir að konur eru varkárari til að taka lán og veðsetja eigur sínar og hefur það staðið vexti fyrirtækja í eigu kvenna fyrir þrifum að einhverju leyti. 

Svanni hefur framkvæmt könnun hjá lánþegum sjóðsins. Þar kemur skýrt fram í gegnum árin hjá lántakendum sjóðins að margir lánþegar telja sig ekki hafa sama aðgang að fjármagni annars staðar. Einnig hefur lánatrygging Svanna skipt miklu máli við að koma hugmyndum í verk og lánin geta skipt sköpum fyrir minni fyrirtæki. Verkefnin sem lánað er fyrir skila verðmætaaukningu inn í atvinnulífið og stuðla að aukinni atvinnusköpun.

Umsóknarfrestur vegna lána sem verða veitt í haust er til 15. september næstkomandi og er sótt um rafrænt á heimasíðu sjóðsins, www.atvinnumalkvenna.is, en þar má finna frekari upplýsingar um lánin.

Úthlutun lána fer fram tvisvar á ári og er hægt að fá lán á bilinu þrjár til tíu milljónir króna og eru lánin alla jafna til 5 ára. 

Svanni heldur áfram að styðja frumkvöðlastarf kvenna

Svanni

Á meðfylgjandi mynd fyrir ofan eru frá vinstri: Sigríður A. Árnadóttir, Landsbankinn, Embla Ýr Guðmundsdóttir, Fæðingarheimili Reykjavíkur, Ólöf Rún Tryggvadóttir, Eylíf, Arnheiður K. Gísladóttir, Landsbankinn, Margrét Anna Einarsdóttir, Justikal, Ragna Sara Jónsdóttir, FÓLK og Guðrún Tinna Ólafsdóttir, formaður stjórnar Svanna -lánatryggingasjóðs kvenna.
Svanni
Þú gætir einnig haft áhuga á
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur