Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Svanni út­hlut­ar lán­um til fjög­urra frum­kvöðl­a­fyr­ir­tækja

Fjögur verkefni fengu lán frá Svanna - lánatryggingasjóði kvenna í vorúthlutun sjóðsins; Fæðingarheimili Reykjavíkur, Justikal, Eylíf og FÓLK. Forsvarskonur þessara ólíku og áhugaverðu fyrirtækja eru á einu máli um það að liðsinni Svanna sé þeim afar mikilvægt og gerir fyrirtækjunum kleift að vaxa og dafna.
10. júní 2021 - Landsbankinn

Svanni  hefur það að markmiði að efla konur í fyrirtækjarekstri og auka aðgengi þeirra að fjármagni til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.  Sjóðurinn er í eigu forsætisráðuneytis, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Hann á í góðu samstarfi við Landsbankann sem veitir lánin en bankinn hefur verið bakhjarl sjóðsins frá stofnun hans. 

Í vor bárust sjóðnum 12 umsóknir og alls var sótt um lán að fjárhæð rúmlega 84 milljónir króna. 

FÓLK

Ragna Sara Jónsdóttir er eigandi Fólks, sem er íslenskt hönnunarmerki sem þróar, markaðssetur og selur hönnun eftir íslenska hönnuði. 

 „Lánið hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur en fyrirtæki eins og okkar sem stundar vöruþróun, oft og tíðum með nýjum aðferðum og hráefnum, þarf fjármagn til að koma undir sig fótunum. Það er mjög jákvætt og mikilvæg traustsyfirlýsing að Landsbankinn og Svanni séu tilbúin að styðja okkur í að byggja upp vörur sem taka útgangspunkt í sjálfbærni og hringrás hráefna.“

Justikal

Hugbúnaðarfyrirtækið Justikal hannar lausn sem gerir dómstólum og öðrum opinberum aðilum kleift að taka á móti, sannreyna og varðveita m.a. rafrænt undirrituð gögn á rafrænu formi og er Margrét Anna Einarsdóttir stofnandi fyrirtækisins.

„Samþykkt lánsins er viðurkenning á hugmyndinni og viðskiptalegum markmiðum félagsins. Frumkvöðlar þurfa að leggja á sig gífurlega mikla vinnu til að byggja eitthvað frá grunni. Þess vegna er það mjög mikilvægt að sjóðir eins og Svanni, sem geta stutt félögin á mikilvægum tímum, séu starfræktir.“

Eylíf heilsuvörur

Ólöf Rún Tryggvadóttir er stofnandi og eigandi Eylíf heilsuvara sem þróar, framleiðir og selur heilsuvörur. 

„Lánveiting Svanna hefur mjög mikla þýðingu því að þá getur fyrirtækið tekið á sig aukakostnað við vöruþróun án þess að vera á yfirdrætti. Ekki þarf þá heldur að bíða með ýmsar prófanir á efnum. Það léttir á öllu ferlinu við vöruþróun fyrirtækisins.“

Fæðingarheimili Reykjavíkur

Embla Ýr Guðmundsdóttir og Emma Marie Swift stofnuðu nýverið Fæðingarheimili Reykjavíkur. 

„Lánið frá Svanna gerir okkur það mögulegt að standsetja húsnæði sérsniðið að þörfum Fæðingarheimilisins. Þannig getum við hafið rekstur umtalsvert hraðar en ella og látið drauminn um Fæðingarheimilið rætast.“

Nánar um Svanna

Svanni veitir lán með lánatryggingum til fyrirtækja í meirihlutaeigu kvenna sem þýðir að ekki þarf að leggja fram veð fyrir lánum. Sjóðurinn er liður í viðleitni stjórnvalda til að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar. Enn fremur sýna rannsóknir að konur eru varkárari til að taka lán og veðsetja eigur sínar og hefur það staðið vexti fyrirtækja í eigu kvenna fyrir þrifum að einhverju leyti. 

Svanni hefur framkvæmt könnun hjá lánþegum sjóðsins. Þar kemur skýrt fram í gegnum árin hjá lántakendum sjóðins að margir lánþegar telja sig ekki hafa sama aðgang að fjármagni annars staðar. Einnig hefur lánatrygging Svanna skipt miklu máli við að koma hugmyndum í verk og lánin geta skipt sköpum fyrir minni fyrirtæki. Verkefnin sem lánað er fyrir skila verðmætaaukningu inn í atvinnulífið og stuðla að aukinni atvinnusköpun.

Umsóknarfrestur vegna lána sem verða veitt í haust er til 15. september næstkomandi og er sótt um rafrænt á heimasíðu sjóðsins, www.atvinnumalkvenna.is, en þar má finna frekari upplýsingar um lánin.

Úthlutun lána fer fram tvisvar á ári og er hægt að fá lán á bilinu þrjár til tíu milljónir króna og eru lánin alla jafna til 5 ára. 

Svanni heldur áfram að styðja frumkvöðlastarf kvenna

Svanni

Á meðfylgjandi mynd fyrir ofan eru frá vinstri: Sigríður A. Árnadóttir, Landsbankinn, Embla Ýr Guðmundsdóttir, Fæðingarheimili Reykjavíkur, Ólöf Rún Tryggvadóttir, Eylíf, Arnheiður K. Gísladóttir, Landsbankinn, Margrét Anna Einarsdóttir, Justikal, Ragna Sara Jónsdóttir, FÓLK og Guðrún Tinna Ólafsdóttir, formaður stjórnar Svanna -lánatryggingasjóðs kvenna.
Svanni
Þú gætir einnig haft áhuga á
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.