Fréttir

Nýr fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi

Eignadreifing sjálfbær er nýr fjárfestingarsjóður Landsbréfa, dótturfélags Landsbankans. Markmið sjóðsins er að ná fram ávöxtun og dreifingu áhættu með sjálfbærni að leiðarljósi.
2. júní 2021

Sjóðurinn leggur áherslu á ábyrgar fjárfestingar þar sem miðað er við frammistöðu í umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum fyrirtækja (UFS) þegar ákvarðanir um fjárfestingar eru teknar. Sjóðurinn fjárfestir í innlendum og erlendum sjóðum, hlutabréfum og skuldabréfum, ásamt peningamarkaðsgerningum og innlánum.

Nánar um sjóðinn

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, segir: „Landsbréf eru eitt stærsta sjóða- og eignastýringarfyrirtæki landsins og hlutverk þess er fyrst og fremst að hámarka ávöxtun sjóðfélaga, miðað við fyrirfram skilgreinda fjárfestingarstefnu. Sjálfbærni kemur til skoðunar við allar fjárfestingarákvarðanir hjá okkur en með nýja sjóðnum, sem mun eingöngu fjárfesta í fjármálagerningum sem eru gefnir út af aðilum sem skara fram úr á sviði ábyrgra fjárfestinga, leggjum við enn meiri áherslu á þennan málaflokk. Þegar ákvarðanir um fjárfestingar eru teknar er stuðst við UFS-greiningar og skulu útgefendur standast lágmarksviðmið sjóðsins á sviði sjálfbærni. Með því að gera slíkar kröfur geta viðskiptavinir Landsbankans og Landsbréfa tekið betur upplýstar ákvarðanir um sjálfbærnimál fyrirtækja og beint fjármagni í fjárfestingar sem sannarlega stuðla að sjálfbærni, án þess að slaka á kröfum um góða ávöxtun.“

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar Landsbankans, segir: „Við í Landsbankanum tökum sjálfbærnimál alvarlega og erum stolt af því að samkvæmt nýju UFS-áhættumati alþjóðlega greiningarfyrirtækisins Sustainalytics, sem tekur mið af því hvernig við vinnum í sjálfbærnimálum, erum við í 1. sæti af 423 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt í Evrópu. Með nýja sjóðnum, Eignadreifing sjálfbær, geta fjárfestar og almenningur tekið beinan þátt í þessari vegferð með okkur. Fjárfestar hafa í auknum mæli tileinkað sér aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga, enda hafa rannsóknir sýnt fylgni milli góðs árangurs fyrirtækja í sjálfbærnimálum og arðsemi í rekstri til lengri tíma. Við munum halda áfram að hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Það er Landsbanki nýrra tíma!“

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur