Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn í sam­starf við Goldm­an Sachs

Eignastýring Landsbankans hefur gert samstarfssamning við bandaríska fjárfestingarbankann Goldman Sachs sem felur í sér að viðskiptavinir bankans geta nú fjárfest í fjölbreyttum sjóðum Goldman Sachs.
25. maí 2021 - Landsbankinn

Goldman Sachs Asset Management er leiðandi á eignastýringarmarkaði og er með yfir tvær billjónir Bandaríkjadala í stýringu. Þau leggja áherslu á að sjá fyrir breytingar á þörfum viðskiptavina með því að þróa nýjar vörur og þjónustu fyrir alla eignaflokka, þ.m.t. skuldabréf, peningamarkaðsgerninga, skráð og óskráð hlutabréf, almenn útlán, vogunarsjóði, innviði og fasteignir. Hjá Goldman Sachs starfa yfir 2.000 sérfræðingar sem sinna fjölbreyttum viðskiptavinahópi um allan heim.

Thomas Kønig, framkvæmdastjóri og yfirmaður Norðurlandamála hjá Goldman Sachs Asset Management:

„Við erum mjög spennt fyrir samstarfinu við Landsbankann. Við höfum stefnt að því að auka umsvif okkar á Norðurlöndum, bæði með beinum hætti en ekki síður í gegnum samstarf við einstaka fjármálafyrirtæki. Við lítum á Ísland sem mikilvægt markaðssvæði og viljum vinna með traustum innlendum aðila. Við erum sannfærð um að samstarfið leiði til ávinnings þar sem alþjóðleg þekking okkar og vöruframboð í öllum eignaflokkum mætir þekkingu Landsbankans á íslensku samfélagi og markaði. Við hlökkum til samstarfsins og að þróa það enn frekar til framtíðar.“

Kristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringar Landsbankans, segir:

„Við erum afar ánægð með að vera komin í samstarf  við Goldman Sachs, sem er eitt af leiðandi fyrirtækjum heims á sviði eignastýringar. Samstarfið opnar á mikil tækifæri fyrir viðskiptavini okkar. Goldman Sachs býður upp á fjölbreytt úrval sjóða og fylgir nýjustu straumum og stefnum í fjárfestingum með sjálfbærni að leiðarljósi. Sem dæmi má nefna alþjóðlega „Millennials“ hlutabréfasjóðinn sem fjárfestir í félögum sem leggja sérstaka áherslu á neyslumynstur aldamótakynslóðarinnar. Þetta er nýstárlegur, alþjóðlegur sjóður sem getur hentað vel í dreift eignasafn en við leggjum metnað í að sníða eignasöfn viðskiptavina okkar að þeirra þörfum.

Thomas Kønig, framkvæmdastjóri og yfirmaður Norðurlandamála hjá Goldman Sachs Asset Management

Thomas Kønig

framkvæmdastjóri og yfirmaður Norðurlandamála hjá Goldman Sachs Asset Management

Kristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringar Landsbankans.

Kristín Erla Jóhannsdóttir

forstöðumaður Eignastýringar Landsbankans

Fjölbreytt úrval erlendra sjóða

Landsbankinn býður nú þegar upp á miðlun á erlendum hlutabréfum og skuldabréfum á öllum helstu mörkuðum. Einnig bjóðum við upp á milligöngu um kaup í erlendum sjóðum hjá þekktum sjóðastýringarfyrirtækjum og í erlendum sjóðum sem eru í rekstri hjá Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans. Við  erum leiðandi á sviði ábyrgra fjárfestinga og bjóðum viðskiptavinum tækifæri til að fjárfesta með okkur í sjálfbærri framtíð, þannig að bæði fjárfestar og samfélagið hljóti ávinning af. 

Nánari upplýsingar

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.
Landsbankinn
25. sept. 2025
Sjálfsafgreiðslulausnir loka í um hálftíma að morgni föstudags
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni föstudags 26. september frá kl. 6.45 til 7.15. Aðrar sjálfsafgreiðslulausnir munu heldur ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Guðrún Nielsen
23. sept. 2025
Guðrún Nielsen til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
Guðrún Nielsen hefur verið ráðin sem verkefnastjóri hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur þegar hafið störf.
Tölva á borði
19. sept. 2025
Við fellum niður og lækkum gjöld vegna sjóða Landsbréfa
Við höfum fellt niður og lækkað gjöld vegna viðskipta með sjóði Landsbréfa. Það er því enn hagstæðara en áður að spara í sjóðum.   
Austurbakki
17. sept. 2025
Seinni arðgreiðsla ársins greidd í dag
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar greiddi Landsbankinn í dag 9.446 milljónir króna í arð til eiganda. Heildararðgreiðslur bankans á árabilinu 2013-2025 nema þar með um 210,6 milljörðum króna.
Hvatasjóður 2025
15. sept. 2025
Úthlutað úr Hvatasjóði Landsbankans
Dana Zaher El Deen K. Al Hennaw og Diana Al Barouki hljóta í ár styrk úr Hvatasjóði Landsbankans til grunnnáms við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2025-2026.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir
10. sept. 2025
Þórunn Inga forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýju einingarinnar Tryggingar á Einstaklingssviði hjá Landsbankanum og mun hún hefja störf í byrjun október.